Vikan


Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 24

Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 24
Framhaldssagan efftlr Sergeanne Golon 11. Iiluti Hún strauk hrukkótt enni hans. — Vesalings maðurinn! Vesalings maðurinn! Vesalings hrelldi maður- inn. Jæja, farðu, farðu nú .... Guð blessi þig. La Violette var dáinn, lítil þjónustustúlka var særð og lá stynjandi i einu horninu. Andlit Sverðfinns Malbrants var svart af púðurreyk. Ungu þjónarnir báru skotfæri milli hæða. — Við verðum að gera eitthvað til að stöðva þetta, hugsaði Angelique. Hún fór upp, og ákveðin i bragði opnaði hún glugga. Montadour kapteinn! Skær rödd hennar hljómaði í gegnum nóttina, sem var þykk af súrum reyk. Kapteinn drekanna lét hestinn prjóna, svo hann sæi hana betur. Þegar hann kom auga á hana, fann hann í senn til ótta og sigurs. Hún var þarna! Lokuð í gildrunni! Hann myndi koma fram hefnd sinni. — Kapteinn, hvaða rétt hafið þér til aö ráðast inn á katólskt heim- ili? Ég skal kæra það fyrir kónginum. 24 VIKAN 18-tbl- — Yðar katólska heimili er hreiður Húgenotta! Gefið okkur trúvillu- konuna og ungana hennar, og við munum láta yður og yðar syni í friði. — Til hvers vantar yður konuna og börnin? Þið færuð betur með tíma ykkar, ef þið leituðu uppi menn la Moriniére. — Liðsmenn yðar, hrópaði Montadaur. — Haldið þér, að ég hafi ekki séð i gegnum það allt? Þér hafið svikið okkur. Þér hafið gengið i bandalag með djöflinum, nornin yðar! Allan tímann, sem ég hef verið að berjast fyrir trú okkar, hafið þér verið á hlaupum í gegnum skógana, til að selja okkur í hendur þessara glæpamanna. Ég hef látið einn af vikapiltum ykkar tala.... — Ég mun kæra þetta fyrir kónginum, hrópaði Angelique aftur, jafn hátt og Montadour. — Og Monsieur de Marillac mun elnnig fá upp- lýsingar um framkomu yðar. I svona átökum milli hinna voldugu, eru það hinar ofstækisfullu undirtyllur, sem alltaf verður refsað fyrst... minnizt þess ... Montadour hikaði aðeins. Það var nokkur sannleikur í þvi, sem hún sagði. Nú þegar, meðan hann var stöðugt að berjast frá einni fyrir-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.