Vikan


Vikan - 22.06.1967, Blaðsíða 16

Vikan - 22.06.1967, Blaðsíða 16
HVERNIG VIÐ FUNDUM TÝNDU HELSPRENGJUNA WILLIAM O. RAINNE FYRSTA STÝRIMANN Við stefncfum á htifði niður brekk- una og gerðum okkar ítrasta til að missa ekki sjónar á slóðinni. Ég tók við stjórn af Wilson oggerði mitt bezta til að afturskrúfan gruggaði ekki upp leðjuna, en samt týndum við slóð- inni. Það ætlaði að gera okkur vit- lausa. Við leituðum eins og brjálaðir menn í fimm klukkustundir, en fundum ekki slóð- ina. Lokaðu augunum og hentu skvrtuhnappi út ó miðian knattleikavöll, og leitaðu síðan að honum að næturlagi með blossaljósi. Genk þú þetta.. ættirðu að geta fengið einhveria hugmynd um, hvernig það var að finna helsprengjuna. Ég var að störfum í Woods Hole Oceanographihc Institution í Woods Hole í Massa- chusetts, þegar sprengjuflugvél af gerðinni B-52 rakst á tankvél af gerðinni KC-135 hótt í lofti nólægt Palomares ó Spóni. Þetta gerðist 17. janúar sl. ár. Við vorum önnum kafnir við að láta Alvin, djúpfæra könnunarkafbátinn okkkar ganga ( geggnum alls herjar viðgerð og eftirlit eftir árangursríka köfun niður á sex þúsund feta dýpi skammt frá Bahamaeyjum og Bermúda. Líkt og öllum öðrum manneskjum í heiminum var mér Ijóst að þrjár tuttugu mega- tonna vatnsefnissprengjur höfðu fallið á spænska grund, en þegar það varð nokkurn veginn Ijóst að fjórða sprengjan hafði lent í sjónum.. þóttist ég skynja að hér væri verk handa Alvin. Fyrirliði áhafnar okkar, George „Brodie" Broderson, var greinilega á sama máli, og þegar kallið kom frá flotanum, voru hann og menn hans búnir að gera kaf- bátinn kláran. Þann fyrsta febrúar fermdum við Alvin með nauðsynlegum útbúnaði og lögðum svo af stað til Spánar. Fyrsta prófkönnunin, sem fór fram nálægt Rota skammt frá Gíbraltar, mistókst. Það kom í Ijós að geymarnir láku. Viðgerðin tók þrjá daga, og sá tími var hlaðinn spennu. Af ástæðum, sem liggja i augum uppi, var okkur mjög í mun að verða að liði við að finna hina tvndu helsprengju, er fyrir okkur persónulega var líka talsvert undir því komið, að vel tækist til. Þetta var fyrsta verk Alvins. Við höfðum sannað að þessi litli (tuttugu og tveggja feta langi) kafbátur gat athafnað sig á allt að sex þúsund feta dýpi, en engu að síður héldu margir því enn fram, að þessi framleiðsla á djúpkafbátum væri hið sama og bókstaflega að henda peningum í sjóinn. Og okk- ur til ennþá frekari hvatningar tók annar kafbátur lengri (fimmtíu og eins fets), Alum- inaut, þátt í leitinni. Þegar gert hafði verið við geymana, framkvæmdum við aðra prófköfun, þann ní- unda febrúar. Sama dag fórum við um borð í LSD (Landins Ship Dock) USS Plymouth Rock, og sameinuðumst síðan verkefnastvrk sextíu og fimm (Task Force 65) út af strönd inni nálægt Garrucha. Þegar komið var á staðinn, þar sem leitin átti að hefjast, var Al- vin fluttur yfir í LSD USS Fort Snelling, sem var móðurskip okkar þaðan af. Endanleg skoðun á Alvin fór fram í hafrannsóknarskipinu Mizar, og þann fjórtánda febrúar kafaði ég í fyrsta sinn. Marvin McCamis var aðstoðarstýrimaður minn og Valentine Wilson, þriðji stýrimaðurinn, hafði eftirlit ofan sjávar með höndum. Allt frá þessari köfun gegndum við þessum hlutverkum til skiptist. Fjöll rísa þarna þegar upp frá ströndinn, og út frá henni er botninn há hlíð með jöfn- um halla. Um það bil fimm mílur frá ströndinni, þar sem við hófum leit okkar, eykst hallinn skyndilega og verður fjörutíu og fimm gráður. Á tvö þúsund og fjögur hundr- uð feta dýpi er hæðarhryggur, og brattinn þar sjötíu gráður niður á um þrjú þúsund fet. Þá tekur við annar hryggur og síðan enn meiri bratti niður á um þrjú þúsund og sex hundruð feí. Fyrst um sinn átfi að einbeita leitinni að því svæði, þar sem spænskur fiskimaður hafði séð einhvern hlut, sem festur var í fallhlíf, detta í sjóinn. Flotinn hafði ná- kvæmt botnkort af svæðinu, og um það áttum við nú að hringsnúast fram og aftur og þrautrýna í hvern ferþumlung af botninum. Alvin er útbúinn með breytilegu ballestarkerfi, sem hagnýtir þrýstingsheldar, sam- antengdar álkúlur og gúmmísekki, sem eru til hlífðar við árekstri og að nokkru leyti fylltir olíu. Þegar kafbáturinn er á niðurleið, er mestum hluta olíunnar venjulega dælt inn í kúlurnar og vatnsþrýstingurinn kremur gúmmísekkina saman. Til að auðvelda ferð ina niður, er olíunni dælt úr kúlunum í gúmmísekkina. Þetta eykur í rauninni það magn af sjóvatni, sem kafbáturinn ýtir frá sér, og gerir hann léttari og meðfærilegri. Alvin notar síðan aðalskrúfuna í afturendanum til að knýja sig áfram og tvær lyfti- skrúfur, sína á hvorri hlið, fil að hreyfa sig upp og niður. í fyrstu köfuninni fórum við niður á átján hundruð feta dýpi, en hin sterku Ijós Alvins gerðu að verkum, að við sáum þetta tuttugu til þrjátíu fet frá okkur. Lands- lagið í hallanum var tilbreytingarlaust, lágar öldur af leðju, sem tóku við ein af ann- arri svo langt sem augað eygði. Enignn gróður var, aðeins leirbotn hulinn svo sem þumlungs þykku lagi af leðju. Þar sem sjórinn var kyrr hreyfðist leðjan ekki, og hún minnti á gráa, bólugrafna húð. Þegar Alvin eða eitthver sjávdídýrið gruggaði 10 VIKAN 25-tbl Sprengjan lá í djúpri gontu á tvö þúsund og fimm hundruð feta dýpi, og var algerlega hul- in í fallhlífinni .... Þeir Mac og Val stýrðu bátnum niður í gontuna og lögðu honum þar þannig að hlið hans vissi að sprengjunni. Þá var ALUMIN- AUT kallaður á vettvang, og tók hann sér stöðu rétt fyrir neðan ALVIN.......... dfc- 2800 FETA DÝPI HELSPRENGJAN ALVIN ALUMINAUT 5 MÍLUR KURFURINN 25. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.