Vikan


Vikan - 22.06.1967, Blaðsíða 9

Vikan - 22.06.1967, Blaðsíða 9
„Hvernig kom byltingin yður fyr- ir sjónir?" Þannig spurði íslenzkur blaða- maður mig loks þegar hinni nýju ríkisstjórn þóknaðist að lóta opna símann okkar í Aþenu. „Svosum engan veginn", hefði verið rétta svarið. Við höfum dvalið í Grikklandi fró því s.l. haust og ó þeim tíma hefur verið skipt um ríkisstjórnir fjórum eða fimm sinnum, hinsvegar hefur sól skinið í heiði flesta daga svo við höfum lótið okkur þetta í léttu rúmi liggja. En nú var allt með öðrum brag. Þegar við vöknuðum að morgni 21. apríl og lituðumst um, var engu líkara en borgin hefði orðið bráð- kvödd. Konan mín fór á markað- inn að kaupa í mafinn að venju, þar var þá allt harðlæst, slátrara- búðir, ávaxtasölur, kaffihús og blaðaturnar. Hinsvegar úði og grúði af brúnaþungum lögregluþjónum. Aðeins bakaríið var opið, það var troðfullt út úr dyrum, menn tróðust hver um annan þveran eins og þeir eettu Iffið að leysa, brauðin voru rifin út, fólk keypti fangið fullt af brauði, þar voru stimpingar, pústrar og hrindingar og nafn Papandreús var ákallað í sífellu. Loks varð tekið til bragðs að skammta hverjum tvö brauð. Konan kom aftur með tvö brauð og ekkert í matinn. „Það hlýtur eitthvað að vera að gerast, á torginu er allt fullt upp með pólití og allt harðlæst." „Er ekki föstudagur í dag?" spyr ég. „Jú." Þá minntist ég þess þegar ég var í fæði hjá henni Jónu minni í Vest- mannaeyjum ásamt öðru stórmenni að Freymóður bæjarfógeti spurði séra Jóhann eitt sinn undir borðum: ,„Hvernig er það, séra Jóhann, hafa Grikkir aðra páska en við?" Presturinn leysti greiðlega úr því: „Þeir hafa páska á öðru tungli." Þá rak bæjarfógeti upp stór augu í því hann lauk súpunni og sagði: ,,,Jæja, hafa Grikkir ekki sama tungl og við?" Og náttúrlega fann ég það út af mínu hyggjuviti að nú væru komnir þessir grísku páskar, þetta væri föstudagurinn langi. En kon-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.