Vikan


Vikan - 22.06.1967, Blaðsíða 45

Vikan - 22.06.1967, Blaðsíða 45
Angelique í byltingunni Framhald af bls. 20. Liðsforingi konungsins greip um mittið á litlu stúlkunni sem kom þjótandi í áttina til hans, og lagði höndina alsetta hringum, yfir munninn á henni. — Maitre Berne, er þetta dóttir yðar? spurði hann með ískulda. Um leið rak hann upp öskur: — Hún beit mig, helvítis tikin! Um leið varð mikið hark i kringum þau. — Svei! Svei! Ot með ykkur! Lítil gömul kona, sem allt í einu kom í ljós í ganginum eins og norn, tók að kasta því sem hendi var næst. Angelique sá, að laukar flugu um loftið........ Þjónarnir stóðu í anddyrinu og stöppuðu í gólfið. Maitre Berne einn lét sem hann tæki ekki eftir gauraganginum í kring. Hann sagði dóttur sinni, mjög stuttaralega að halda sér saman. Meðan þessu fór fram veifaði liðsforinginn út um gluggann. Her- menn þyrptust upp stigann. Þegar þeir komu, lægði æsinginn í gang- inum, og af forvitni hnöppuðust allir framan við einar svefnherbergis- dyrnar. Óljóst greindi Angelique höfuð gamals manns á kodda; hann sýnd- ist rétt eiga eftir að taka síðustu andvörpin, ef hann var ekki þegar dáinn. __ Sonur minn, ég færi yður herra vorn, Jesúm Krist, sagði prest- urinn og kom nær. Þetta voru eins og töfraorð. Gamli maðurinn rykkti sér upp, snögglega og léttilega, og augun voru glaðlifandi. Hann teygði úr löngum, sinaber- um háisinum. — Eg held, að það standi nú ekki i yðar valdi, piltur minn. — E’n fyrir stundarkorni samþykktuð þér .... — Ekki svo ég muni. — Við gátum ekki túlkað varahreyfingar yðar öðruvisi. — Ég var þyrstur, það var allt og sumt. En gleymið því ekki, Monsieur le Curé, að ég lifði á soðnu leðri og þistlasúpu, meðan á umsátinni um La Rochelle stóð. Ég gerði það ekki til þess að afneita, fimmtíu árum seinna, þeirri trú, sem tuttugu og þrjú þúsund ibúar í borginni minni, af tuttugu og átta þúsundum, dóu fyrir. — Þér eruð með óráði! — Það getur vel verið, en ég er ekki með þvi óráði, sem þér kjós- ið að heyra. — Þér eruð að deyja. — O, ekki alveg á stundinni. Hann hrópaði með rödd, sem að vísu var hrjúf gamaimennisrödd, en þó gædd töluverðri glettni: — Færið mér glas af Borderies víni. Þjónarnir öskruðu af hlátri. Frændi var að ná sér. Bálreiður hettu- munkurinn skipaði mönnum að þegja. Það varð að kenna þessum ósvifnu villutrúarmönnum lexíu. Nokkurra daga dýflissa myndi að minnsta kosti kenna þeim að sýna yfirborðsvirðingu. Og sérstök reglu- gerð hafði verið samin, þar sem kveðið var á um hvernig ætti að fara með þá, sem höguðu sér þannig, að það jaðraði við hneyksli og ósvífni. Um þetta leyti fann Angelique brunalykt, og sá að það gæti verið ástæða til að, hverfa burt frá þessum deilum, sem boðuðu hvorki henni eða öörum gott, svo hún flýtti sér fram í eldhúsið. Það var griðarstórt, hvítt og vel búið herbergi, sem henni gazt þegar í stað vel að. Hún lagði Honorine í hægindastól upp við eldstæðið, lyfti lokinu af pottinum sem rauk úr og sá að þar var grænmeti að brenna við. Hún kom rétt í tæka tið til að bjarga þvi sem bjargað varð. Hún skvetti vatni í pottinn, dró úr loganum og litaðist um, ákvað svo að leggja á borðið, sem stóð i miðju eldhúsinu. Fyrr eða síðar myndu deilurnar hjaðna, og þá var það í hennar verka- hring sem þjónustustúlku, að hafa matinn reiðubúinn. Hún var enn kviðafull og hálf rugluð í bragði yfir þeim ósköpum sem á gengu, þegar hún kom á þetta nýja heimili sitt. Ef til vill var það ekki ákjósanlegur felustaður fyrir hana á heimili mótmæianda, en kaupmaðurinn hafði í alla staði verið henni mjög góður. Það leit ekki út fyrir að hann grunaði, hver hún væri. Þeir sem fylgdu henni eftir, myndu missa sjónar af henni. Hverjum myndi detta í hug, að hana væri að finna sem þjónustutúlku hjá mótmælendakaupmanni í La Rochelle? Hún opnaði dyrnar inn í dimmt, svalt búr, og fann það, sem hún var að leita að, hillur með matarforða, allt í röð og reglu og rækilega merkt. — Er þetta þjónustustúlka? spurði liðsforinginn, sem kom inn í eldhúsið í þessu bili, ásamt kaupmanninum. — Er hún af hópi mótmælenda? — Já, hún er það. — Og hvað um barnið? Er þetta ekki dóttir hennar? Sennilega ó- skilgetin. Sé svo verður að ala hana upp í katólskum sið. Hefur hún verið skírð? Angelique gætti Þess að snúa við þeim baki, og lét sem hún væri önnum kafin í geymslunni. Hjartað barðist ákaft í brjósti hennar. Hún heyrði, að Maitre Gabriel svaraði þvi til, að hann hefði nýlega ráðið þessa stúlku í þjónustu sína, en hann skyldi gera sér það ómak að spyrjast fyrir um ástæður hennar og barnsins og sjá til þess, að hún vissi örugglega hver lögin væru. — Og hvað um dóttur yðar, Monsieur Berne. — Hve gömul er hún? — Tólf ára. — Aha, einmitt það. Nýju lögin segja, að stúlkur, sem aldar eru upp samkvæmt trú mótmælenda, eigi við tólf ára aldur að veija á milli hvort þær ætla að verða katólskar eða mótmælendur áfram. — Ég þeld, að dóttir mín hafi þegar valið, rumdi i Maitre Gabriel. — Þér fenguð tækifæri til að sjá það sjálfur fyrir andartaki. — Kæri góði vinur, sagði liðsforingi kpnungsins glaðlega. — Mér þykir afar leitt að heyra, að þér skuluð taka upplýsingum minuqi — Framhald á bls. 48. TJÖLD Kaupið vönduð tjöld, tjöid sem þola íslenzka veðróttu. Þau fáið þið hjá okkur. — Skoðið sjálf og dæmið. SVEFNPOKAR mjög vandaðir, í mjög fjölbreyttu úrvali. VIÐLEGUÚTBÚNAÐUR alls konar, hvergi annað eins úrval. SPORTFATNAÐUR FERÐAFATNAÐUR í mjög fjölbreyttu úrvali. Allt aðeins úrvals vörur. GEYSIR HF. Vesturgötu 1. “■ tbl VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.