Vikan


Vikan - 22.06.1967, Blaðsíða 30

Vikan - 22.06.1967, Blaðsíða 30
BSJTANE FUEL ONSON Lóöar # losar ryögaöa bolta og rær # hreinsar og þurrkar rafkerti * losar málningu af við- kvæmum flötum # þíöir frosnar vatnsleiðslur # nothæfur sem suðutæki * og hentar við óteljandi fleiri verk. Just the limitedflame you need thö perfoct Waý of heating up. iostrip windowframesof paintl thermoplastic tiies when fixing J thom to floors or walls. Play a little heat onjrozen water ... it lies down to givo a 'Bun&en pipes. you'll have them thawed oufner' effect for many labora-. tn no time. . tory uses. Stillanlegur logi fyrir hvaöa verk sem er. Einkaumboð: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. Reykjavík STJÖRNUSPÁ* n Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Maður nokkur gengur á bak orða sinna og það kem- ur sér fyrst í stað illa fyrir þig, en gefur þér síð- ar tækifæri til betri viðskipta. Gættu vel að því sem þú skrifar, láttu ekkert óhugsað fara þannig frá þér. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Haltu þig sem mest frá fólki sem þér fellur ekki við. Það er óþarfi að láta óviðkomandi fólk vera með nefið niðri þínum kyrnum. Gættu þess að segja ekk- ert meiðandi í of stórum hópi. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Gættu vel að eigum þinum og hugsaðu vel um það sem þér þykir vænt um. Láttu ekki góða hluti glata notagildi sínu og fegurð fyrir trassaskap. Eyddu frístundum þínum sem mest heima. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Skiptu þór sem minnst af þeim málum sem eru þér óviðkomandi, þótt þú sért að eðlisfari forvitinn því vitneskja í vissu máli gæti komið þér í klípu. Þú gerir víðreist. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Allt útlit er fyrir að það verði snúið á þig í fjár- málum, en ef þú hefur sérstaka gát á þyrfti þó ekki að fara svo. Þú ert beffinn að stilla til friff- ar milli deilandi aðila, en það verður erfitt verk. & Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Það angrar þig að geta ekki gert eins mikið fyrir umhverfi itt og æskilegt væri. Temdu þér meiri reglusemi en verið hefur, gættu íjármuna og vejtu ávallt virkur í verki. Heillatalan er þrír. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú verður fyrir nokkrum töfum frá starfi þínu og verður mikið á ferðinni. Þú verður að vera mjög ákveðinn en einnig gætinn í orðum, því þú mátt ekki fæla frá þér það sem þú vilt í rauninni fá. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú gerðir glappaskot um daginn sem angrar sam- vizku þína, bezta ráðið er að létta á henni, ganga hreint til verks. Þú átt grip sem getur veitt þér aukna möguleika á tekjuöflun, ef þú ert sniðugur. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þú verður mjög heppinn í sambandi við starf þitt. Eldri maður sýnir þér vináttubragð sem gleður þig mjög mikið. Þú ert ekki nógu nærgætinn og hugul- samur gagnvart þínum nánustu. Heillatala er þrír. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú eyðir miklum tíma í að hjálpa öðrum og þér líður mjög vel í þeim félagsskap sem þú verður í. Þú aettir ekki að leggja í langferð nema allt sé vel undirbúið. Þú skemmtir þér um helgina. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú ert bjartsýnn og raunsær, en þér finnst samt framhjá þér gengið. Þú verður mikið einn í vikunni og þér mun ganga mjög vel í starfi þínu. Þú eyðir frístundunum við bóklestur i rólegheitum. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Það er ekki mikið annríki framundan hjá þér í bráð og þú færð góðan tíma til að hugsa um sjálf- an þig. Þú ert fremur ákaflyndur og órór, vegna undangenginna atburða. 30 VIKAN 25-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.