Vikan


Vikan - 22.06.1967, Blaðsíða 48

Vikan - 22.06.1967, Blaðsíða 48
ULJLJU LILUU LIUU BiNDI ERU BETRI Fást í næstu bú5 - og flasan fer hvað á ég að segja? — Oíurlítið beisklega. Ég gæti líka sagt ofurlítið nöldrandi. Mér þykir leitt að þurfa að endurtaka það, sem ég hef áður sagt. Þetta er allt saman mjög alvarlegt mál, og ég hef aðeins eina ráðleggingu að gefa yður: Takið rétta trú, takið rétta trú. Trúið nú, áður en það er of seint. Með því móti forðið þér yður frá miklum vandræðum og ógæfu. Angelique óskaði þess af öllu hjarta, að Monsieur de Bardagne hypj- aði sig eitthvað annað, til að njóta þess að hlusta á eigin rödd. Hún var orðin þreytt á að þurfa að snúa í þá bakinu og láta sem hún hefði eitthvað fyrir stafni, til þess að ekki sæist framan i hana. Að iokum dóu raddirnar frammi á ganginum út. Síðan tóku varð- liðarnir fyrir utan húsið að fjarlægjast, og smám saman komu með- limir fjölskyldunnar, einn eftir annan, fram í eldhúsið og röðuðu sér upp umhverfis borðið. Gamla þjónustustúlkan — sú, sem kastað hafði laukn- um — trítlaði yfir að eldstæðinu og dæsti feginsamlega, þegar hún sá að maturinn, sem hún hafði svo gersamlega gleymt í hita dagsins hafði ekki skemmzt að heitið gæti. — Tak elskan, hvíslaði hún að Angelique. — E'f þú hefðir ekki komið til, hefði húsbóndinn gefið mér ærlega á baukinn. Þessi gamla kona, Rebecca, lauk við að leggja á borðið stóð svo við borðsendann, meðan séra Beucaire fór með stutta bæn. Svo settust allir. Angelique stóð vandræðalega við eldinn. Maitre kaliaði til hennar. — Dame Angelique, komdu og seztu. Við höfum ævinlega meðhöndl- að þjónustufólkið á sama hátt og fjölskylduna. Barn þitt heiðrar okkur einnig með nærveru sinni. Sakleysi barnanna flytur ævinlega með sér blessun guðs. Við verðum að finna henni stól við hæfi. Ungi drengurinn, Martial, stökk á fætur, og kom andartaki seinna með háan stói, sem geymdur hafði verið uppi á háalofti, síðan yngsta barnið, sjö ára gamall drengur, hætti að nota hann. Angelique setti Honorine á stólinn og sú litla starði með þóttasvip yfir hópinn. 1 kertaljósinu virti hún vandlega fyrir sér þessi borgarbúaandlit. Það var eins og þau ein stæðu út úr myrkrinu. Svörtu fötin gengu út í eitt við skuggana. Hvítar skuplur kvennanna sneru allar í áttina til hennar. Að lokum staðnæmdust augu hennar á séra Beaucarie, sem sat við annan enda borðsins. Til hans brosti hún sinu blíðasta brosi, pataði út höndunum og hélt töiuverðan ræðustúf, sem enginn skildi að öðru leyti en því, að hann táknaði ótvíræða vináttu. Allir hrifust af smekk- legu vali hennar: Sá, sem hún hafði kjörið sér að vini, var vitrasti maðurinn i öllum hópnum. — Ósköp er hún dásamleg! hrópaði hin unga Abigail, dóttir prestsins. — Er hún ekki sæt, sagði Séverina. — Hárið á henni er eins og koparpönnurnar, sagði Martial. Þau hlógu öll, og Honorina hélt áfram að virða prestinn fyrir sér með augljósri aðdáun. Gamli maðurinn var snortinn og dálítið upp með sér yíir því, að hann skyldi hafa svona djúp áhrif á þessa barnungu stúlku. Hann bað um að henni yrði gefið fyrst á diskinn. — Á þessu heimili meðhöndlum við lítil börn eins og kónga. Herrann var mikill barnavinur. Hann minnti á hvað Jesús sagði, þegar hann hafði tekið lítið barn og sett það í miðjan hóp fullorðinna, sem allir voru hlaðnir syndum og áhyggjum þessa heims. — Hver sá, sem ekki tekur á móti himnaríki eins og barn, mun alls ekki inn í það komast. Andlitin urðu alvarleg aftur, meðan hann talaði, og að loknu borð- haldi tók elzti drengiirinn af borðinu eins og siður var i borgaralegum fjölskyldum. — Faðir, sagði Séverine, sú tólf ára gamla, og röddin titraði af hneykslun. — Hvað hefðir þú gert, hefðu þeir neytt Lazarus frænda til að taka sakramenti? Hvað hefðirðu gert? — Það er ekki hægt að neyða neinn til að taka sakramenti, stúlka min. Jafnvel Pápistarnir álitu það helgispjöll og gagnslaust I augum guðs. — En ef þeir hefðu samt gert það. Hvað hefðirðu gert? Drepið þá? Augu hennar voru dökk og áköf í snjóhvítu andlitinu og þar, sem hún sat þarna, með hvíta skupluna, var hún einna líkust gamalli, lítilli konu. — Ofbeldí, barnið mitt, byrjaði Maitre Gabriel. Hún kipraði stóran fráhrindandi munninn í grettu. — Auðvitað hefðirðu látið þá gera það. Og hús okkar hefði verið vanhelgað. — Börn eru engir dómarar í þessum málum, þrumaði Maitre Gabriel i skyndilegu reiðikasti. Þetta var friðsamlegur maður, sem við fyrstu sýn hefði mátt ætla dálítið værukæran. E'n þrátt fyrir ofurlitið feitlaginn vöxtinn og mild, blá augun, var fátt fjær sannleika. Angelique átti eftir að kynnast því, að fólkið frá La Rochelle var hart eins og naglar, undir hálf- volgu yfirborði efnishyggjurnar. Þegar Maitre Gabriel rauk upp við borðið, minntist hún þess snögglega, hvernig hann hafði leikið hana á veginum til Sables-d’Olonne. Hann var sú manntegund, sem sýndist fædd til að liggja yfir krásum og sinna því mest, að gíeðja magann, en í rauninni var hann hæstánægður með brauðhleif og blað af hvit- lauk, eins og hinn góði Hinrik konungur hafði nærzt á undir langri dvöl sinni i La Rochelle, áður en hann lagði af stað til að hlýða messu í París. Þegar fjölskyldan var komin inn í annað herbergi, til að lesa biblíuna, var Angelique ein eftir hjá dóttur sinni, ásamt gömlu þjónustustúlkunni, yfirkomin af áhyggjum. — Ég veit ekki hvort þessi matur dugði þér, sagði hún, — en barnið mitt hefur ekki fengið nóg af borða. Jafnvel lengst inni í skóginum hefur hún alltaf fengið meira en hér í kvöld. Og þó sýnist Þessi fjöl- skylda nógu auðug. Hefur hallærið og fátæktin frá Poitou ná alla leið hingað? — Hvaða þvæla er þetta! hrópaði gamla konan hneyksluð. — Við íólkið í La Rochelle erum auðugust allra borgarbúa í konungdæminu, og þó hefur stundum verið hart í ári hjá okkur. Að lokinni umsátinni hefðurðu ekki getað fundið eina einustu hreðku í alldi borginni. En farðu bara og líttu á vöruskemmurnar og bryggjurnar. Staðurinn er yfirfullur af vörum, vini, salti og mat. — En af hverju er þá svona naumt skammtað ? öll réttindi áskilin, Opera Mundi, Paris. Framhald i næsta blaöi. Fjarlægið nagla- böndin á auðveldan hátt Fljótvirkt ■relnlcgt Engar rispur Sársaukalaust Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolínblandaðan snyrtilög, einn dropa í einu, sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur, óbrjótandi sjálfblekungur sérstaklega gerður til snyrtingar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að neglur yðar njóti sin. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algerlega þéttur, svo að geyma má hann í handtösku. CutlpCfV fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar áfyllingar. Fyrir stökkar ncglur liiðjið um Nutrinail, vítamínblandaðan naglaáburð, sem seldur er í pennum, jafn handhæg- um í noktun og Cutipen. PemviBir Hér eru nöfn 5 stúlkna, sem allar eru búsettar í Englandi, og vilja skrifast á við pilta á aldr- inum 14—18 ára. þær eru 14r—18 ára. Angela Tittensore, 6 Harper Avenue, Milehouse, Newcastle, Staffordshire, England. — Geven Styles, 5, Mongers Mead, Bar- conge, Nr. Lewes, Sussex, Eng- land — Anne Pokorska, 109 Orp hanage Road, Erdington, B‘ham, England. — Elisabeth Pecrce, 5 Swamms Meadows, Great Book ham, Nr. Leatherhead, Surrey, England. — Clare New, 61 Wood- code Road, Caversham, Reading, Berksh. England. Ivan Bárdos, Budapest, XII. Böszörményi ut 19/c. Hungary. 14 ára piltur, sem vill skrifast á við jafnaldra ísl. pilt. Frk. Lene Rasmussen, Gartner- stigen 7, Vinderöd Skov, Fred- eriksværk, Danmark. 13 ára stúlka, sem vill bréfaskipti við jafnaldra á fslandi. Jón Símonarson, Knarranesi II, Vatnsleysuströnd. Óskar bréfa- skipta við stúlkur á aldrinum 20—22 ára. 48 VIKAN 25-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.