Vikan


Vikan - 27.07.1967, Blaðsíða 6

Vikan - 27.07.1967, Blaðsíða 6
mmuÆm SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDB UTTERATÚR OG LIFIBRAUÐ. Kæri Póstur! Ég ætla að gleðja þig með því að segja þér, að Vikan er eina blaðið, sem ég hef einhvern áhuga á að lesa, og Pósturinn er bezti þátturinn í Vikunni. Og þú veizt hvað það þýðir! Undan- farna mánuði hafa komið fram fyrirspurnir um leikskóla, og hafa þær verið mjög gagnlegar. En mig langar til að spyrja: — Hvar er hægt að fá upplýsingar um alla leikskólana; hvað tím- arnir kosta, eða ef reiknað er í námskeiðum eða vetrum, hvað námskeiðin eða veturinn kostar; hvað margir tímar á viku, klukk- an hvað og svo framvegis. Kann- ske getur þú svarað þessum spurningum? Og nú ætla ég að koma mér að efni númer tvö: Ég hef mik- inn áhuga á skáldskap og ég hef áhuga á að skrifa skáldsögu. En ég geri mér grein fyrir einu: Til að skrifa skáldsögu þarf mað- ur að vera vakandi og sofandi yfir verkinu í eitt til tvö ár, — eftir því hve gott verkið á að vera. En það virðist hvíla mikil leynd yfir því, hvað rithöfundar fái fyrir verk sín. Mig langar til að vita, hvort ég muni geta fengið nógu mikið fyrir mitt verk til að geta lifað all sóma- samlegu lífi í hálft til eitt ár, án þess að vinna aðra vinnu en að skrifa. Jæja, kæri Póstur! Það er nú það. Ég vona, að þú getir svar- að að minnsta kosti annarri spurningunni og helzt báðum. — En ef þetta bréf kemur ekki í Póstinum innan mánaðar, þá ætla ég að gera ráð fyrir að það hafi hafnað í ruslakörfunni inn- an um mörg önnur góð bréf. Mun þá virðing mín fyrir þér stórum minnka og mun ég þá næst þegar ég skrifa þér ekki segja „kæri Póstur“ heldur bara „Póstur“. Og svo þessi hvim- leiða spurning: — Hvernig er skriftin? Rabbarbari. Ef sómasamlega væri greitt fyr- ir ritverk hér á landi, þá væri gott að vera skáld á fslandi. Og þá stæði skáldskapur á landi hér með meiri blóma en raun ber vitni. En því er nú verr og miður: Það er afar misjafnlega greitt fyrir skáldverk. Fyrir eina skáldsögu fást greiddar frá 20— 120 þúsund krónur — og fer það eftir því hver höfundurinn er og hvernig verk hann framleið- ir. Þeir rithöfundar íslenzkir, sem geta lifað af list sinni, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Og sennilega lifir eng- inn þeirra áhyggjulausu lífi fjár- hagslega — nema kannski einn. Þeir þurfa flestir að vinna ein- hver önnur störf til þess að hafa í sig og á, og nota stopular tóm- stundir til þess að sinna ritstörf- unum. Það er anzi hætt við því, að þú verðir til að byrja með að minnsta kosti að sitja uppi allar nætur við skriftir, en vinna svo hörðum höndum á daginn — og náttúrlega grútsyfjaður. Við höf- um áður veitt upplýsingar um leikskólana. en við getum bætt þessu við: Leikskóli Þjóðleiksúss- ins kostar aðeins 1500 kr. á vetri og starfar í þrjá vetur. Hins veg- ar mun Leikskóli L.R. kosta 1000 kr. á mánuði, þar sem hann er ekki ríkisstyrktur. — Og síðast en ekki sízt, kæri Rabarbari: Það fara engin GÓÐ bréf í ruslakörf- ima hjá Póstinum. MINNIMÁTTARKENND. Kæri Póstur! Vertu nú snjall og segðu mér hvað ég get gert í þessum ótta- lega vanda mínum. Svo er mál með vexti, að ég hef alveg hræði- lega minnimáttarkennd. Ég er ung — aðeins 18 ára, en stutt í 19 ára aldurinn. Ég hef ekki minnimáttarkennd út af útlit- inu. Ég er alls ekki akfeit og ljót — bara ósköp meðal. Ég hef minnimáttarkennd af því, að ég er ekki eins gáfuð og fólkið, er ég umgengst. Ég er alveg fram úr hófi feimin og á dálítið bágt með að tala. Stundum, þegar ég gleymi feimninni og ég ætla að leggja eitthvað til málanna, kem- ur allt bjagað, heimskt og vit- laust út úr mér. Þá hafa auðvit- að flesttir efni á að hlæja — ég eldroðna og allt fer í pat, já, og ég skríð inn í skelina mína og mæli ekki orð frá vörum það se meftir er af kvöldinu. — Ó, kæri Póstur, hvað á ég að gera? Þegja allt kvöldið í vinahópi? Þá halda allir að ég sé í vondu skapi. Þetta finnst mér slæmt að vera svona gerð. Með fyrirfram þökk. Ein með minnimáttarkennd. P. S. Ég spyr ekki um skrift- ina, því að ég veit að hún er slæm. 6 VJTKAN 30- *“■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.