Vikan - 27.07.1967, Síða 27
nóttina, voru þar að vanda fyrir
argentínskir hermenn, er stóðu
vörð við landgöngubrúna í ör-
yggisskyni. Þeir stöðvuðu sjó-
mennina, sem vildu komast um
borð, og litu á landgönguleyfis-
vegabréf — shoreleave's pass —
þeirra. En einn Eistlendinganna
var nú ekki í skapi til að sinna
svoleiðis formsatriðum. Hann
hneppti frá sér lokunni, tók út
á sér besefann og skók hann
framan í dátatuskuna, svo-
mælandi: Here is my shore-
leave's pass“ — hér er nú tand-
göngupassinn minn. Argentínu-
mennirnir trylltust og ætluðu að
grípa hann, en hann var snar í
snúningum og komst undan þeim
um borð. En stýrimaðurinn, sem
var á vagt, framseldi þeim hann,
Daginn eftir var honum aftur
skilað um borð, og var hann þá
illa útlítandi. Argentínumennirn-
ir höfðu ekki einungis látið hann
borga sekt, heldur og lamið hann
allan bláan og blóðugan. Hann
og landar hans hugsuðu stýri-
manninum, sem framseldi hann,
heldur betur þegjandi þörfina. Á
leiðinni til New York sátu þeir
stöðugt um færi til að koma
fram á honum hefndum. Það
tókst ekki, sem betur fór. Ég er
viss um að þeir hefðu drepið
hann, hefði þeim tekizt að koma
að honum einum á afviknum stað.
SVÍINN SEM VARÐ
AÐ SOFA 1 BAÐKARINU.
En Eistlendingarnir voru ekki
einu skapmennirnir á Belgíu
gömlu. Þar var alltaf slæðingur
af Svíum, og það voru nú dreng-
ir sem ekki voru á þeim buxun-
um að láta hlut sinn fyrir nein-
um. Sænskur maður var um tíma
þriðji meistari í vél, ágætismað-
ur. Eitt sinn — við lágum þá í
höfn sem heitir Oranges, á strönd
Flórída ■— kom einn skipfélagi
hans, sem var á dekkinu að máli
við hann og bað hann að lána
sér pening; sagðist ætla í land.
Meistari var ekki með nema þrjá-
tíu dollara á sér, en réttir landa
sínum — hann var nefnilega Svíi
líka — strax tíu doliara seðil.
f sömu svipan var kallað í meist-
ara annarsstaðar úr vélarrúminu,
svo að hann varð að bregða sér
þangað í skyndi, en gaf sér ekki
tíma til að stinga á sig veskinu
og skildi það eftir. En þegar
hann kom til baka, voru tuttugu
dollararnir horfnir úr því. Hinn
Svíinn hafði þá tekið þá. Þetta
fréttu aðrir Svíar, sem á skipinu
voru, og þótti þeim ómannlega
að verið og maklegt að þjófur-
inn hlyti nokkra refsingu. Fóru
þeir í land á eftir kauða og gáfu
honum gætur í laumi, unz þeir
sáu hann taka upp luttugu doll-
ara seðil. Síðan fóru þeir niður
í skip og sálu fyrir honum við
landgöngubrúna. Það vildi svo
til að ég kom upp á dekkið um
leið og þjófurinn kom um borð
og varð því vitni að móttökun-
um, sem hann fékk. Landar hans
slógu hann umsvifalaust í rot, en
þar eð þeim þótti það ekki nægja,
tóku þeir undir axlir hans og
lömdu hausnum á honum niður
við dekkið. Þeir hefðu sjálfsagt
drepið hann þanna, ef ég og
fleiri hefðum ekki truflað leik-
inn. En ekki var þjófurinn búinn
að bíta úr nálinni með þetta, því
slíkur var æsingurinn í löndum
hans gagnvart honum, að ekki
var viðlit að láta hann sofa inn-
an um þá í lúkarnum. Það varð
að búa um hann í baðkerinu til
frekara öryggis tók einn stýri-
mannanna að sér að sofa á gólf-
inu framan við kerið.
„ÞÚ HEFUR STOLIÐ
SÁPUNNI MINNI, 1SLAND“.
En það getur borgað sig illa
að kunna ekki að stilla skap
sitt. Ég get sagt þér sögu til
dæmis um það. Á Belgíu var um
árs skeið eða svo Rússi, sem var
pólitískur flóttamaður eða eitt-
hvað í þá áttina. Þetta var lítill
pervisi og ósköp einmana og
aumkvunarverður, og ekki bætti
það úr skák að honum var næst-
um fyrirmunað að geta lært nokk-
uð í ensku, en það er algengt um
Rússa. Þetta ár, sem hann var á
Belgíu, hændist hann talsvert að
mér og hélt sig sem mest í nám-
unda við mig, enda lagði ég mig
fram um að vera alúðlegur við
hann og að skilja þessa takmörk-
Framhald á bls. 28.
EndurmiinlBoar
Jóns Pótnrs
Jónssnnar
Dagur Þorleifsson
skráði.
Teikning Baltasar.
Innan skamms stendur kyndarinn upp
á ný og leggur aftur til atlögu . . .
. . . hásetarnir rjúka upp til handa
og fóta, grípa hvert það áhald er
hendi var næst og ráðast á stýri-
mann . . .
En svo rann lausn gát-
unnar allt í einu upp
fyrirokkur. Spegill hékk
á þilinu á bak við stól
Finnans, og í honum
gat Svíinn hæglega séð
hvað hann hafði á
hendi. Einhver þeirra,
sem horfðu á, benti
Finnanum á þetta.
Finninn spratt þegar á
fætur, dró hníf úr slíðr-
um og skutlaði honum
yfir borðið í Svíann.
26 VIKAN 30-tbl-
KYNDARINN ÓÞREYTANDI.
Eg var staddur á Flaglar í Port
of Spain, þegar óeirðir urðu
í borginni, skothríð og djöf-
ulsskapur. Ég hafði farið í
land með skipsfélaga mínum,
Dana að nafni Hans, og fengum
við okkur herbergi á hóteli. Þá
er allt í einu farið að skjóta fyrir
utan, kvenfólkið æpir og veinar
að það sé verið að gera byltingu
og Hans, sem var orðinn vel full-
ur, trylltist líka og vill endilega
fara út í iætin. Ég reyndi eftir
beztu getu að halda aftur af hon-
um, en um síðir slapp hann úr
greipum mér út í myrkrið. Ég
lét hann eiga sig, því ekki ætlaði
ég að fara að láta drepa mig út
af vitleysunni í honum. Um morg-
uninn var allt orðið rólegt, og
þá gekk ég út í garðinn hjá hótel-
inu. Það fyrsta sem ég sé þar
er Hans, sem liggur eins og skata
undir tré. Ég hélt fyrst að hann
hefði verið skotinn og væri dauð-
ur, en svo illa hafði nú ekki far-
ið. Hann hafði verið orðinn svo
fullur, þegar hann slapp út, að
hann hafði ekki komizt lengra.
Það er sagt að vínið verði mörg-
um að fjörtjóni, en í þetta sinn
hefur það líklega bjargað manns-
lífi.
í annað skipti, þegar Flaglar
lá í höfn í Venesúelu, skammt
frá höfuðborginni Caracas, fór ég
í land ásamt tveimur kyndurun-
um okkar, sem voru báðir Norð-
menn. Við fórum inn á bar, eins
og oft vill verða. Þar sat skip-
stjórinn okkar þá fyrir og hafði
hjá sér ekki eina dömu, heldur
tvær. Þetta var rumur stór og
akfeitur. Annar Norðmannanna
var orðinn þéttfullur og fór nú
að hella skömmum og svívirðing-
um yfir skipstjórann. Skipstjóri
hlustar litla hríð, áður en hann
stendur upp og steinrotar kynd-
arann; stendur svo yfir honum í
boxarastöðu, ÞÚtt enginn við-
staddra gerði sig líklegan til að
sletta sér fram í viðureignina.
Eftir litla hríð raknar kyndarinn
við, rís upp og tekur til þar sem
frá var horfið við að úthúða
skipstjóranum og gefur honum
nú jafnframt á kjaftinn. Skip-
stjóri rotar hann umsvifalaust
aftur, stendur svo yfir honum og
bíður. Innan skamms rís kyndar-
inn aftur upp og leggur enn á
ný til atlögu, með álíka árangri
og fyrr. Þetta endurtók sig fjór-
um eða fimm sinnnum. Þá var
skipstjórinn farinn að mæðast,
svo sem eðlilegl var af manni
með hans holdafar, og kemur
þar að kyndaranum tekst að
koma á hann rothöggi, leggst síð-
an ofan á þetta feikna kjötfjall
og fer að þjarma að því. En í
þeirri svipan kemur lögreglan á
vettvang, dregur skipstjóra und-
an honum og fer með hann —
skipstjórann — en af einhverjum
óútskýrðum ástæðum tóku þeir
kyndarann ekki líka. Við sögðum
honum að hypja sig út í skip,
því þeir myndu áreiðanlega sækja
hann á eftir, en hann var of
vitlaus til að skeyta um það og
fór að drekka eins og fífl. Og
svo kom lögreglan auðvitað aft-
ur og náði í hann líka.
landgöngupassi
EISTLENDINGSINS.
Eftir að ég fór af Flaglar, réð-
ist ég á annað skip frá Standard
Oil er Belgia hét og hafði raunar
siglt undir belgískum fána fyrir
stríðið, enda var skipstjórinn og
margir af áhöfninni af því þjóð-
erni. Annars voru þjóðernin um
borð alls seytján þegar bezt lét.
Enska var aðalmálið um borð og
talaði hver hana með sínu nefi,
svo að þetta var dálítið hæpinn
tungumálaskóli. Ég kunni að
mörgu leyti vel við mig á Belgíu
gömlu og á þaðan margar
skemmtilegar minningar.
Norðurlandabúar voru all-
nokkrir á þessu skipi og líka
nokkrir Eistlendingar. Þetta voru
allra viðkunnanlegustu menn,
rólegir hversdagslega en reiddust
illa ef þeim rann í skap á annað
borð. Þeir gálu líka verið slæm-
ir við vín og þá voru þeir engin
lömb að leika við, stórir og sterk-
ir og mestu berserkir. Þeir voru
að mörgu líkir frændum sínum
Finnunum. Þegar við einu sinni
sem oftar lágum í Buenos Aires,
brugðu Eistlendingar sér í land
og drukku sig vel hífaða. Sem
þeir komu niður að skipi um