Vikan - 27.07.1967, Page 48
ævintýraríka sögu. Næst Evrópu
er Tansíer (Tangier), sem fyrir
skömmu var undir alþjóðastjóm
og mikill griðastaður smyglara
og fjáraflamanna með vafasamt
mannorð. Hún er ein elzta borg,
sem sögur fara af á Miðjarðar-
hafsströnd. f fornum heimildum
segir að hér hafi átt heima Anta-
eifur, sonur Poseidons sjávarguðs
Grikkja, sem Odysseifur elti við
grátt silur. Rómverjar kölluðu
hana Tingit og var hún höfuð-
borg í nokkrum hluta landsins
meðan þeir réðu þar ríkjum.
Vegna legu sinnar varð borg þessi
bækistöð flestra þeirra, er leið
áttu milli Afríku og Evrópu,
hvort sem þeir fóru með friði
eða ófrði. Ennþá er svipur borg-
arinnar frjálslegur og alþjóðleg-
ur, og götulífið glaðvært og fjöl-
skrúðugt. Þar er margt góðra
hótela og við einn af mörgum
skrúðgörðum borgarinnar, sem
bera hitabeltissvip að nokkru, er
sumarbústaður Hassans konungs.
Þaðan er örskammt til Tetúan,
sem fræg er fyrir medínu frá
tólftu öld, listfenga handiðnaðar-
menn og basara, sem þykja varð-
veita ómengað andrúmsloft úr
Þúsund og einni nótt. Inni í Riff-
fjöllunum er Sjaúen (Chaouen),
hin helga borg sérífanna, en svo
eru þeir kallaðir þeir menn, sem
rakið geta ættir sínar til Fatímu
dóttur Múhameðs spámanns. Kas-
ban (háborgin, kastalinn) er öll
vaxinn utan rós og jasmín, en
engu að síður óárennilegt virki.
Þar hafði Abd-el-Krím, hin fræga
frelsishetja Riffkabýla, aðalaðset-
ur sitt, er hann barðist gegn
Frökkum og Spánverjum báðum
í senn.
Nítíu mílum sunnar er komið
suður í sjálft hjarta landsins. Þar
verða fyrir okkur þrjár borgir,
sundurleitar hvað uppruna snert-
ir en þó sögulega nátengdar. Hin
elzta þeirra er hin fornrómverska
borg Volubilis. Á tímum Harúns-
al-Rasjíffs, hins fræga ævintýra-
kalífa úr Þúsund og einni nótt,
höfðu Berberarnir í Marokkó los-
að sig undan yfirráðum arabíska
heimsveldisins og í lið með þeim
höfðu gengið afkomendur Fatímu
Múhameðsdóttur og Alís manns
hennar, sem töldu sig borna til
yfirráða yfir öllum Múhameðs-
trúarmönnum og sættu því of-
sóknum af hálfu kalífans. Einn
þessara niðja Fatímu, Múlaí
Idriss (múlaí er heiðingjatitill
þeirra, sem rakið geta ættir sín-
ar til Múhameðs spámanns), telst
stofnandi fyrstu þjóðhöfðingja-
ættarinnar, sem yfir Marokkó
ríkti. Hann hafði heyrt mikið
látið af hinni fornu höfuðborg
Rómverja, sem fræg var víða
um lönd fyrir sín dýrlegu marm-
arahof, höggmyndir, böð og mós-
aíkgólf. En þegar hann kom
þangað með lið sitt, eitilharða
eyðimerkurriddara frá Jemen, þá
blöstu við þeim rústir einar, og
við það situr til þessa dags. Bedú-
ínahöfðinginn og menn hans
hurfu þá frá og reistu sér aðra
borg í hæðunum skammt frá,
og er hún í dag sú heilagasta í
öllu ríkinu og heitir Múlaí-Idriss
eftir stofnanda sínum. Hið allra-
helgasta í þessari Mekku Mar-
okkó er minningarhofið, þar sem
Múlaí Idriss liggur grafinn. Þak
þess, grænt að lit og með pýra-
mídalögun, blasir við sjónum
langt að eins og tindrandi smar-
agður í þessu þungbúna lands-
lagi fjalla og skóga. f þessari
borg búa einungis Múhameðstrú-
armenn og annarrar trúar mönn-
um er harðbannað að dveljast
þar eftir að dimmt er orðið. Gíf-
urlegur fjöldi pílagríma sækir
þangað stöðugt. Hér er flest með
sömu ummerkjum og fyrir þús-
und árum, jafn fagurlega út-
skornu sedruviðardyrnar, sem
byrgja heimili auðugra, gamalla
Arabafjölskyldna, er í kösbunni
búa, og fantasíurnar, látbragðs-
leikir þeir í minningu eyðimerk-
urriddaranna frá Jemen og stofn-
enda borgarinnar, sem framdir
eru á hestbaki á sléttum velli
niðri í dalnum, en allt umhverfis
eru tjaldbúðir áhorfenda.
Fornlegust og um leið merkust
borg í Marokkó að öllu saman-
lögðu mun þó vera Fes (Féz), en
hana grundvallaði árið 808 —
sextíu og sex árum áður en Ing-
ólfur Arnarson fór til íslands —
Idriss annar, sonur Múlaí Idriss.
Endalok gamla þjóðhöfðingjans
höfðu orðið þau, að sendimenn
Harúns kalífa laumuðu ofan í
hann eitri, og varð það hans
bani. Á næstu þremur öldum
komst Fes í röð mestu stórborga
og menningarstöðva í heimi, á
bekk með stöðum eins og Róm
og Jerúsalem, Bagdað og Kor-
dóvu, Konstantínópel og Kaí-
rúan. Það efldi borgina mjög að
fegurð og vegsemd að márísk-
spænskir arkítektar og aðrir
listamenn, sem þá voru farnir
að leita suður yfir Gíbraltarsund
sökum sívaxandi ágengni krist-
inna Spánverja, lögðu hönd að
verki við byggingu hennar, enda
þykir sumum sem að í Fes hafi
hinn arabísk-andalúsíski bygg-
ingarstíll náð sinni mestu full-
komnun. Þessutan varð staður-
inn voldug iðnaðar- og verzlun-
arborg; þar mættust viðskipta-
leiðir sunnan frá Súdanlöndum
og Gullströnd til Miðjarðarhafs-
stranda, frá Túnis og Alsír til
Atlantshafsins. Á síðari öldum
hnignaði borginni, en enn er hún
samt miðstöð trúar- og menn-
ingarlífs Múhameðstrúarmanna í
landinu og þótt víðar sé leitað.
Þar er margt skóla, sem helga
sig útskýringum á Kóraninum og
lögum íslams. ,
Af háskólum —medersum —
borgarinnar má helzt nefna Bú
Ananía og Attarín, sem byggðir
voru síðast á miðöldum og þykja
nú gott dæmi um húsagerðarlist
þeirra tíma.
48 VIKAN 30- tM-