Vikan


Vikan - 24.08.1967, Blaðsíða 48

Vikan - 24.08.1967, Blaðsíða 48
PHILIPS kælisðiápar Höfum fyrirliggjandi 5 stærðir af hinum heims- þekktu PHILIPS kæliskáp- um. 137 L 4.9 cft. 170 L 6.1 cft. 200 L 7.2 cft. 275 L 9.8 cft. 305 L 10.9 cft. Afborgunaskilmálar. GjöriS svo vel að lita inn. VIÐOÐINSTORG SI M I 10322 yðar vel og tryggilega fyrir borð með Maitre Berne. Þér voruð einkar snjöll að klófesta þann auðuga ekkjumann .... — Monsieur, ég leyfi ekki ....... — Og ég leyfi ekki, að þér gerið grín að mér lengur, þér skitugi, litli hræsnari, þrumaði Baumier í skyndilegri bræði. — Þér eruð ást- kona hans! Hvað voruð þið svo sem að gera í skrifstofu Maitre Berne þennan fræga þriðja api'íl, þegar Grommaire fógeti kom til að heimta skattana? Hann sá yður! Blússan var öll í tætlum utan á yður og hárið flóandi út um axlirnar, og þeir urðu að hamra á hurðinni, guð má vita hvað lengi, áður en þessi andskotans villutrúarhundur ákvað að opna? Og þér gerist svo djörf að segja, upp í opið geðið á mér, að þér séuð ekki ástkona hans. Þér eruð lygari og svikari og ekkert annað. Hann þagnaði til að ná andanum og giaddist yfir að sjá að kinnar hennar urðu kafrjóðar. Angelique hefði getað sparkað í sjálfa sig fyr- ir að geta ekki haldið aftur af roðanum. Hvernig gat hún neitað því, sem hann hafði sagt? Bn að minnsta kosti hafði fógetinn ekki getað greint, vegna þess hve skuggsýnt var inni á skrifstofunni, að fötin hennar voru öll rifin og tætt og þakin blóði. Ef til vill var ekki allt glatað, ef hann aðeins væri viss um, að þau hefðu verið í ástarleik. Hinsvegar var heldur ekki að vita, hvernig oddviti trúmálanefndar- innar tæki þeirri hegðun hennar. — Jæja! Hvar er nú stoltið? Hreytti hann út úr sér. Hann óskaði sér til hamingju með að takast að láta hana verða niðurlúta. Þessar konur voru frekari en hægt var að ímynda sér; það lá við, að þær gætu komið manni til að álíta, að það væri maður sjálfur, sem færi með fleipur. — Jæja, hvað hafið þér að segja? — Monsieur, allir hafa sínar veiku hliðar! Beaumier glennti upp augun og yfir andlit hans færðist í senn syk- ursætur og illgirnislegur svipur. — Ójá, raunar! Kona eins og þér, sem gerir sér fulla grein fyrir því, að hver maður, sem hún mætir, nemur staðar til að stara á eftir henni, auðvitað getur hún haft sínar veiku hliðar! Mér liggur við að segja, að það sé aðeins hluti af starfi yðar. Og mér hefði komið mjög á óvart, hefðuð þér reynt að halda öðru fram. Og þegar allt kemur til alls, kemur það engum öðrum við en yður sjálfri, þót þér hefðuð kosið að varpa snörum yðar á þennan mann, Berne. En þér luguð ófeimin að mér um þetta mál, og hefð ég ekki leitt lygi yðar fram í dagsljósið, hefðuð þér haldið áfram að verja þessa löngu, gleymdu dyggð yðar með sömu hneyksluninni. Ef þér getið logið þannig um eitt, getið þér logið á sama hátt um allt annað.......Nú veit ég, hvar ég hef yður! Nú veit ég, hvernig þér eruð! Þér eruð erfið viðureignar, en ég ætla að verða ennþá erfiðari. Það fór að renna upp fyrir Angelique, að hún var afar illa stödd. Þessi litli maður virtist einstaklega slóttugur, nema þá að hún hefði að fullu og öllu misst hæfileika sinn til að sjá við mönnum. Hann skelfdi hana jafnvel meira en Desgrez. Þar sem Desgrez var annarsvegar, jafnvel þegar hann beygði fingur hennar aftur á bak til að koma henni til að viðurkenna, að hún hefði tekið þátt í ákveðnu innbroti, hafði alltaí verið eitthvað á milli þeirra, likamleg aðlögun, sem gerði jafnvel hatrömmustu orrustur þeirra spennandi. Angelique varð yfirkomin af andstyggð við þá tilhugsun eina, að þurfa að nota þokka sinn til aö gera mannvonzku þessa daunilla skrið- dýrs að engu. Það væri meira en hún gæti þolað, og hvort sem var, þar sem Baumier var annars vegar, yrði hver tilraun af hennar hálfu fyrirfram dauðadæmd. Jafnvel þótt hann væri af enn lægra tagi, var hann sama manngerð og de Solignac. öll hans gleði var fólgin í því að fullnægja sínu andstyggilega hlutverki, að sjá manninn, sem hann hafði borið ofurliði, krjúpandi frammi fyrir sér, biðjandi um náð, og sá tilfinning valdsins, sem stafaði af vitundinni um það, að með einu pennastriki gæti hann lagt allt lif viðkomandi manns í rúst. Hann spennti greipar yfir horaðan kviðinn á þann værðarlega hátt, sem algengastur er meðal ýstrubelgja. Þetta undirstrikaði aðeins, hvað hann var grindhoraður, og gerði hann líkastan gamalli meykerlingu. — Svona nú, ungfrú mín, við skulum vera vinir. Hversvegna í ósköp- 48 VITCAN 34-tbl- unum fóruð þér að blanda yður saman við þessa vantrúarhunda? Ég skal viðurkenna, að einu sinni hefði Berne gamli og peningarnir hans getað komið sér vel, en þér eruð nógu vel gefin til að gera yður ljóst, að þessa dagana eru auðæfi mótmælendanna jafn mikils virði og vind- urinn. Nema, að sjálfsögðu, að hann tæki katólska trú. Þá horíði allt öðru vísi við. Ef þér hefðuð verið slóttug, hefðuð þér látið Gabriel Berne og fjölskyldu hans taka rétta trú fyrir langa löngu, og þá hefði yður verið sigurinn vis í hvívetna; nú eruð þér hinsvegar afar illa stödd. Þér eruð samsek um morð, og þér eruð flækt í áætlanir húgen- ottanna, þér eruð sem sagt að glata öllum þeim hlunnindum, sem eru fólgin í því að vera katólsk. Það getur jafnvel farið svo, að þér verðið sökuð um að hafa hug á að ganga í þeirra seka söfnuð, og það væri það alvarlegasta. ' Hann leit aftur ofan á pappírsblaðið, sem hann hafði fyrir framan sig. — Presturinn í næstu katólsku kirkju, St. Marceau, segist aldrei hafa séð yður við messu. Þaðan af síður, að þér hafið skriftað. Hvað þýðir það? Eruð þér að ganga af trúnni? — Nei, sannarlega ekki! sagði Angelique með snöggri áherzlu, sem hafði þann ótvíræða kost að vera einlæg. Baumier fann þetta og honum hnykkti við. Þetta ætlaði ekki að ganga eins vel og hann hefði óskað. Hann fékk sér í nefið, hnerraði hátt, án þess að biðjast afsökunar, svo snýtti hann sér vel og lengi með and- styggilegri nákvæmni. Angelique flaug í hug andartakið, þegar Honorine lét til skarar skriða, með augun glampandi af hatri, tók að berja á Baumier með prikinu sínu og hrópaði: — Eg skal drepa hann! Ástin til þessarar litlu, hughraustu veru, sem þegar barðist eins og móðirin gegn öllu, sem var lágkúrulegt og andstyggilegt, vall upp í hjarta Angelique. Hún varð að komast héðan burt. Finna Honorine og færa sér vel í nyt þessar fáu klukkustundir, sem eftir voru fram að flóttanum. — Og hvað um þetta? spurði Baumier. — Hvað hafið þér að segja um þetta? Hann rétti henni nokkrar pappírsarkir. Nafnalista. Nafn Gabriels Berne var á honum og öll nöfn fjölskyldu hans, Mercelotsfólksins, Car- rérefólksins, Manigaultfólksins; þau voru þarna öll ásamt mörgum öðr- um. Angelique las listann tvisvar. Fyrst varð hún hneyksluð og svo fór henni að verða órótt. Hún leit spyrjandi á Baumier. — Hvert og eitt þeirra, sem skráð eru á þennan lista verða hand- teknir á morgun, sagði hann með geislandi brosi, og svo þrumaði hann allt í einu: — Vegna þess, að þau hafa skipulagt flótta. Það var þá, sem Angelique þekkti listan. Þetta var afrit af listanum, sem Manigault hafði gert yfir alla laumufarþegaana, sem ætluðu um borð I Sante-Marie. Þau vour þarna öll, allt niður í yngsta barn Carrér- es, litla Rapheal, barnið sem hafði verið „bastarður í augum laganna" vegna þess að mótmælenda prestar voru ekki lengur viðurkenndir til að skrá barnsfæðingar. Hennar nafn var líka á listanum, á eftir nöfnum Bernefjölskyldunnar. Þar stóð: — Dame Angelique, þjónustustúlka. — Sante-Marie siglir ekki, hélt Baumier áfram. Héðan í frá er hún undir öflugri vörzlu. Angelique flaug ýmislegt í hug, sem hún gæti gert til að bjarga sér úr þessu, en hún ýtti því öllu til hliðar, hverju á fætur öðru. Hún var orðin svo taugaóstyrk og æst, að hún sá þegar í stað hvernig Baumier myndi breyta hverju því, sem hún segði, í vopn gegn henni .Hann vissi mjög mikið, já, hann vissi raunar allt. En hún ætlaði ekki að láta hann koma sínu fram fyrirhafnarlaust. Allt var betra en þessi þögn, sem liti út sem játning, ef hún stæði miklu lengur. — Flýja? spurði hún. — Hversvegna. öll réttindi áslúlin, Opera Mundi, Paris. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.