Vikan


Vikan - 12.12.1968, Síða 2

Vikan - 12.12.1968, Síða 2
Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun. SPYRJIÐ TANNLÆKNI YÐAR . . . hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. BYRJIÐ í DAG - ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT . . . Frá allra fyrstu burstun styrkir Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með því að bursta tennurnar daglega með Col- gate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamiega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. Dýrt spaug Ekki verður annað sagt en ís- lendingar séu þjóðræknir í betra lagi. Þeir eru stoltir af uppruna sínum og menningu og unna fósturjörðinni af heilum huga. Að sama skapi er varla hægt að segja, að íslending- ar séu þjóðhollir. Þeim ætlar seint að lærast að líta á sig sem hluta af heild og hegða sér samkvæmt því. Hver ein- staklingur reynir af fremsta megni að losa sig undan sam- eiginlegum byrðum. Það þyk- ir engin vansæmd að greiða lága skatta, þótt allir viti, að þeir séu engan veginn í réttu hlutfalli við tekjur og efna- hag. Og sjálfsagt þykir að reyna að níðast á ríkinu og láta það hlaupa undir bagga hvenær sem eitthvað bjátar á. Fáum virðist detta í hug, að ríkið sé ef til vill ekkert annað en hann sjálfur; að hann sé að níðast á sjálfum sér um leið og hann níðist á ríkinu. Þessa grundvallarmisskiln- ings og höfuðágalla verður vart á dæmigerðan hátt, þótt í smáum mæli sé, í hvert skipti sem fregnir berast um væntanlega gengislækkun eða hækkun vöruverðs. Þá er rokið til og hamstrað; reynt að birgja sig upp af vörum á lága verðinu; reynt að losna sem lengst við að greiða hækkunina. Það virðist ekki bögglast fyrir brjóstinu á neinum, að ef til vill sé hækk- unin nauðsynleg til þess að tryggja afkomu hans sjálfs. Það hefur syrt i álinn að undanförnu, og hætta er á hörðum vetri í fleiri en ein- um skilningi. Ráðamenn hafa lýst yfir, að óhjákvæmilegt sé að leggja auknar byrðar á almenning. Enginn efast um nauðsyn slíkra neyðarúrræða. Vandinn er hins vegar sá, að því er ekki að treysta, að hver og einn taki á sig jafn stóran hluta af byrðinni og hann getur borið. Eigingirni og skortur á þjóðhollustu kann að verða okkur dýrt spaug á þessum síðustu og verstu tím- um. G. Gr. 2 VIKAN 49 tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.