Vikan


Vikan - 12.12.1968, Side 18

Vikan - 12.12.1968, Side 18
BOGMAÐURIIMN 22. 11. - 20. 12. Maria Callas, f. 3. des., að mörgu dæmigerð bogkona af uppreisnargjörnu gerðinni. Bogmannstíðin er síðasti hluti haustsins. Viss afslöppun og hvíld einkennir tímabil þetta, að minnsta kosti sé það borið saman við merkin á undan og eftir: hinn ástríðumagnaða og um- brotasama sporðdreka og stein- bukkinn, sem strangur er sagð- ur og kaldrifjaður. Bogmaðurinn er oft myndaður í líki kentárs, goðsagnadýrs þess er var efri hluti mannslíkama áfestur hrossskrokki. Og að sjálf- sögðu er hann með spenntan boga og ör á streng. Hestskrokk- urinn táknar hvatir mannsins, en mannslíkaminn sem upp úr honum ris og örin, sem miðað er hvorttveggja tákn upphafning- ar, viðleitni mannsins til að rísa upp úr sjálfum sér, fljúga í hæð- irnar, skilja hið jarðbundna eft- ir langt að baki. Hann sleppir lausri þeirri orku, sem sporð- drekinn byrgir niðri. Bogmaðurinn er síðasta merki eldþrenningarinnar. Hjá hrútn- um er eldurinn óhaminn, hjá ljón- inu er hann beizlaður með eigið sjálf sem miðdepil, í bogmann- inum losnar hann úr viðjum sjálfsins. Yfirleitt fylgir meiri samhyggja og minni einstakl- ingshyggja fjórum síðustu merkjunum í dýrahringnum en hinum. Það kemur óvíða eða hvergi betur í ljós en hjá bog- manninum. í merki hans ríkir hið fjarlæga yfir því nálæga, í því koma fram miklir ævintýra- menn, krossfarar og pílagrímar, þar komast menn næst hinum hinstu rökum og eilífu verðmæt- um. Leitar- og ævintýrahneigð bogmannsins getur komið fram á ýmsan hátt. Stundum beinist leit hans inn á við: hann verður þá íhugull og gruflandi, en á hinn bóginn er hann oft úthverf- ur, athafnasamur og sækir til fjarlægra sjóndeildarhringa. Tvíburarnir eru það merki sem er andspænis bogmanninum í dýrahringnum. Tvíburafólk er einnig félagslynt, en heldur á yfirborðskenndan hátt. Sambönd sem það tengir eru lausleg og tilfallandi. Bogmaðurinn fórnar hinsvegar því nálæga fyrir hið fjarlæga, stofnar víðtæk sam- bönd til langframa. Persónuleg sjónarmið láta í minni pokann fyrir háspekilegri víðsýni. Bog- maðurinn stefnir að samræm- ingu manns og dýrs, hvata og skynsemdar, ástríðna og kaldrar rökhyggju, hins jarðneska og hins guðlega. Tákn Júpíters, drottnara bogmannsins, er örninn ímynd hins ólympska huga. Hann þýðir höfðingslund, viljastýrk og stefnu á fjarlæg markmið. Stjarna sú er kennd er við Júpíter er sú stærsta í sólkerfi okkar. Undir áhrifum hnattar þessa fæðast spakir menn og höfðinglegir, gæddir mikilli orku og leggja jafnframt mikla áherzlu á reglu, staðfestu og ráð- hyggni. Engu að síður eru þeir ástríðumenn miklir. Guðafaðir- inn á Olympi leggur áherzlu á samræmi og samheldni, allt vill hann samræma, jörð og himin, menn og guði, vill frið og reglu. Hann skipuleggur og raðar nið- ur, er réttlátur og þykist sjálf- kjörinn til forustu, hann hefur stórt hjarta og gott, er samúð- arfullur, opinskár, traustvekj- andi, frjálslegur, framsýnn og félagslyndur, elskar lífið og nýt- ur þess af hjartans lyst. Þesskon- ar manngerð er kölluð jóvíölsk. Hún er sem sköpuð til íorustu, enda eru tiltölulega margir stjórnmálamenn og herforingj- ar bornir við Júpíteráhrif. Áhrif annarra himintungla í merki þessu eru sem hér grein- ir: Þótt bogmaðurinn sé karllegs eðlis á máninn, himintungl kven- leikans, þar ágætlega heima. Hann örvar hér ferða- og ævin- týraþrá og leitun að fjarlægu takmarki, sem fyrir er hjó bog- manninum. Mána-bogmenn eru oft mjög hemspekilega sinnaðir. Ekki dregur Merkúr, guð ferðamanna, heldur úr ferða- löngun þeirri er bogmanninum er samgróin. Merkúrsbogmenn hafa oft mikinn áhuga á erlend- um tungumálum og tengslum við útlönd yfirleitt. Þeir eru fremur léttir í skapi, greindir á frum- legan hátt og gefnir fyrir heim- speki. Venusar-bogmenn eru fjörug- ir og tilfinningaríkir. Þeir hafa mikinn metnað í fagurfræðileg- um siðferðilegum og andlegum efnum. Marz-bogmenn verða oft miklir athafnamenn við siðferði- leg og heimspekileg viðfangs- efni, en stundum líka geysiöfl- ugir uppreisnarmenn gegn um- hverfi sínu. Satúrn beinir áhrifum sínum hér til andlegrar fullkomnunar persónuleikans. Satúrns-bog- menn verða því oft hreinlífir heimspekingar. Segja má að megineinkenni sálarlífs bogmannsins sé það að hann vill hafa rúmt í kringum sig. Þessi manngerð, maður að hálfu, dýr að hálfu samkvæmt goðsögnunum um kentárinn, stefnir stöðugt til þeirra víðerna lífsins, sem hulin eru auganu. Þessi leitar- og ferðahneigð ger- ir að verkum að hann er alls- staðar sem heima hjá sér, lagar sig hvarvetna eftir aðstæðum, hvort sem þær eru landfræðileg- ar, menningarlegar eða í einka- lífi. Alltaf leitar hann yztu endi- marka, hvort heldur er í eigin sálarlífi eða hið ytra. Aldrei kemur hann svo að landamær- um að hann reyni ekki að kom- ast yfir þau; það er sjálfsagður liður í hvíldarlausri viðleitni hans til að vaxa upp úr sjálfum sér. Alltaf stefna augu hans til hæða, hann hungrar í ævintýri. Þrátt fyrir þessa hvildarlausu leit bogmannsins er hann eng- inn einmani. Þvert á móti er hann félagslyndur og kvartar ekki undan tengslunum, sem binda hann við umheiminn. Glaðværð hans er díonýsk; i gleðskap ölvar hann sig líkt og 18 VIKAN 49-.tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.