Vikan


Vikan - 12.12.1968, Síða 22

Vikan - 12.12.1968, Síða 22
ÚRDRATÍUR ÚR SOGU JOHNS GALSWORTHY 11. HLUTI Sér til skelfingar fann June ungu stúlkuna hníga nið'ur, grúfa and- litið í kjöltu sér og gráta sárt og ekkaþrungið. Það var mjög einföld og smekkleg athöfn, þegar Fleur giftist Michael Mont. Eftir athöfnina í kirkjunni buðu þau Annette og Soames til hádegisverðar á heimili Winifred Dartie. Holly Dartie, sem sat við hlið manns síns í kirkjunni, þrýsti hönd hans, meðan á vígslunni stóð. Hún vissi um það sem á undan var gengið, og hún hafði einhverja óþægindatilfinningu. Skyldi Jon vita hvað um er að vera í dag, hugsaði hún með sér. Hún var nýbúin að fá bréf frá hálfbróður sínum, sem var farinn til Brezku Colombiu. Hún brosti þegar hún sagði Val frá bréfinu: — Jon hefur keypt búgarð og nú hefur hann skrifað eftir móður sinni. — Hvað í dauðanum ætlar hún að gera í Brezku Colombiu? hafði Val spurt. — Ó, hún er ánægð ef hún getur verið nálægt honum. Ertu ennþá jafn viss um að Fleur hafi ekki hentað honum sem eigin- kona? Val pírði greindarlegum augum og sagði: —- Fleur hentaði hon- um ekki á nokkurn hátt. Hún er ekki sú manngerð. Vesalings Fleur litla, hugsaði Holly. Kannski verður hún ham- ingjusöm, þrátt fyrir allt, en í dag hefur maður það á tilfinning- unni að hún hefði eiginlega getað gifzt hverjum sem var, eins og Michael. Holly hryllti við óhamingjusömum hjónaböndum, hennar eigið hjónaband hafði alltaf verið hamingjusamt, enda giftu þau: Val sig af ást. Presturinn var búinn að halda ræðu og síðasti sálmurinn var sunginn, ungu hjónin stilltu brúðargang fram eftir kirkjugólfinu. Holly virti nákvæmlega fyrir sér andlit unga mannsins. Það voru drættir í andliti hans og augnaráðið var óstöðugt, það var engu líkara en að hann væri ölvaður. En Fleur; það var eitthvað annað. Hún hafði fullkomið vald yfir sjálfri sér, var fallegri en nokkru sinni áður í hvíta brúðarkjólnum, með brúðarslör yfir kastaníu- brúnu hárinu. Hún leit niður fyrir sig, eins og af blygðunarsemi. Að sjá var hún mjög róleg, en hvernig skyldi henni vera innan- brjósts? Þegar þau gengu framhjá leit Fleur upp og Holly sá' glóðina í augum hennar og fannst eins og það væru flögrandi væng- ir fangaðs fugls. Það var suð og skvaldur í móttökusalnum hjá Winifred, þar sem brúðkaupsgestirnir voru saman komnir. Soames hafði dregið sig út í horn, þar sem hann gat í friði virt dóttur sína fyrir sér.. Hann hafði aldrei séð hana eins fagra og nú, en samt fann hann. fyrir einhverjum ónotum. Hún var ennþá í brúðarkjólnum og tal- aði frjálslega til hægri og vinstri. Frá þeim degi þegar hann kom frá Robin Hill, eftir samtalið við Irene og Jon, hafði Fleur aldreii trúað honum fyrir nokkrum hlut. Bílstjórinn sagði honum að hún’ hefði gert eina tilraun í viðbót til þess að koma vitinu fyrir Jon, hann hefði ekið henni út til Robin Hill, en það hafði ekki borið árangur. Bílstjórinn sagði að húsið hefði verið læst. Soames vissi líka að hún hafði fengið bréf, en hann vissi ekki hvað stóð í því, það eina sem hann vissi var það að hún fór í felur með það og. var útgrátin á eftir. Sumarið hafði sniglast áfram, þangað til Fleur hafði sagt hon-- um, einn daginn að hún ætlaði að giftast hinum unga Michael’. Mont. Soames samþykkti það, enda hefði ekkert þýtt fyrir hann: að neita henni um nokkurn hlut. Hann óskaði ekki heldur að; leggja svo mikið sem hálmstrá í götu hennar, og ungi maðurinn. virtist mjög ástfanginn. Soames setti fimmtíu þúsund pund í öruggt fyrirtæki fyrir Fleur' og gekk þannig frá að það væri séreign, svo hún yrði ekki í vandt- ræðum, ef hjónabandið reyndist ekki hamingjusamt. Ungu hjónin ætluðu svo til Spánar í brúðkaupsferði. Hann yrði einmana þegar hún væri farin að heiman, en samt gæti nú verið að hún gleymdi þessum vandræðum og veitti honum aftur trúnaðartraust sitt. Rödd Winifred truflaði hugsanir hans. — Hvað sé ég, er þetta ekki June . . ? Soames starði þangað sem June stóð. Hvernig gat henni dottið í hug að koma hingað, hún sem hafði verið trúlofuð manninum, sem fyrstur rændi Irene frá honum? Hann sá að hún stefndi beint til Fleur, og að þær hurfu saman út úr stofunni. — Hvernig datt þér í hug að bjóða henni? tautaði Soames. 22 VIKAN 49-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.