Vikan


Vikan - 12.12.1968, Side 23

Vikan - 12.12.1968, Side 23
— Mig dreymdi ekki um að hún myndi taka boðinu, sagði Wini- fred snöggt ...... í einu herberginu uppi á lofti, hafði verið útbúið búningsher- bergi handa Fleur. June settist á rúmstokkinn, beinvaxin og grönn, einna líkust vofu. Fleur læsti dyrunum eftir þeim. — Þú heldur auðvitað að ég sé geggjuð, sagði hún, og varir hennar titruðu. - Þetta átti að vera Jon, — en það var útilokað. Michael vildi ólmur kvænast mér, og mér er alveg sama, ég slepp þá að minnsta kosti að heiman. Hún stakk hendinni niður í hálsmálið á brúðarkjólnum og dró fram bréf, sem hún rétti June. — Þetta er bréf frá honum. June las: — Lake Okanagen, British Columbia. Ég kem ekki aftur til Englands. Guð blessi þig alltaf. Jon. — Þú sérð að móðir hans hefur fengið vilja sínum framgengt, sagði Fleur. June rétti bréfið til hennar aftur. — Það er ekki réttlátt að segja þetta um Irene. Hún sagði alltaf að Jon yrði að ákveða sig sjálfur. Bros Fleur var biturt. — Segðu mér eitt, eyðilagði hún ekki þitt líf líka, þegar hún rændi unnustanum frá þér? June leit upp: — Það er enginn þess megnugur að eyðileggja Fleur leit upp og ekki hennar breyttist ósjálfrátt í háifkæfðan hlátur. Sannast að segja var June nokkuð mögur og rytjuleg, en augnaráðið var milt og bjart. — Já, já, ég skal reyna að stilla mig, sagði Fleur. — Ég gleymi honum eflaust, ef ég flýg nógu hátt og langt ... Svo stóð hún upp og rétti úr sér, gekk að þvottaskálinni og þvoði sér í framan. Burtséð frá hlýlegum roða, sem fór henni vel, var engin breyting á andliti hennar. June stóð upp. Hún tók undir höku ungu konunnar og sagði: — Gefðu mér koss að skilnaði, og svo klappaði hún heita kinn hennar. — Ég verð að fá mér sígarettu, sagði Fleur, — þú skalt ekki bíða eftir mér. Soames beið niðri í stofunni og var sem á nálum yfir seinlæti dóttur sinnar. June reigði höfuðið, þegar hún gekk fram hjá hon- um til Francie frænku sinnar, dóttur Rogers Forsyte. — Á ég að segja þér nokkuð, sagði hún og gaut augunum til Soames, — það er eitthvað örlagaþrungið við þennan mann. Francie var sem hún kæmi af fjöllum: — Hvað áttu við með örlagaþrungið? líf hver fyrir öðrum, Fleur. Við erum einfaldlega slegin út, en við réttum úr oklcur aftur. Sér til skelfingar sá June ungu stúlkuna hníga niður fyrir framan sig, grúfa andlitið í kjöltu hennar og gráta sárt og ekkaþrungið. En það hlaut auðvitað að koma að þessu, og Fleur yrði örugg- lega léttara um hjartað á eftir. June strauk hár hennar blíðlega, og það var eins og niðurbældar móðurtilfinningar streymdu frá fingrum hennar. — Láttu ekki bugast, vina mín, hvíslaði hún lágt. — Við ráðum ekki örlögum okkar, en við verðum að reyna að fá það bezta út úr lífinu. Það hefi ég orðið að gera. Ég var þrjózkufull eins og þú, og ég grét líka einu sinni, eins og þú gerir núna. Og horfðu á mig núna ........ June veitti þessari spmningu ekki nokkra athygli. — Ég ætla ekki að bíða eftir því að brúðhjónin aki af stað, sagði hún. — Vertu sæl! — Vertu sæl, sagði Francie og augu henna stóðu eins og á stiklum af undrun. — Hamingjan sanna, hugsaði hún, það eru lík- iega þessar gömlu fjölskylduerjur, sem hún er að láta skína í. Það er naumast að þetta er rómantískt. . . . Wilfrid Desert hafði íbúð í húsi andspænis sýningarsalnum í Cork Street. Hann var í sérflokki, eini aðalsmaðurinn er lagði fyrir sig ljóðagerð, sem nokkur útgefandi vildi líta við að gefa út. Hann Framhald á bls. 45. 49. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.