Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 3
PÓSTURINN ...................
SÍÐAN SÍÐAST .................
MIG DREYMDI .................
DAGLEGT HEILSUFAR ............
PALLADÓMUR EFTIR LÚPUS .......
MEIRA EN MINNINGIN EIN ......
SAGA FORSYTEÆTTARINNAR ......
PILLAN OG LÍFIÐ .............
COCO CHANEL .................
ANGELIQUE í VESTURHEIMI.......
FIMM MÍNÚTNA HRESSANDI LEIKFIMI
ENGINN RÆÐUR SÍNUM NÆTURSTAÐ
VIÐ HVERJA SNERTINGU HANS ....
EFTIR EYRANU ................
BIs. 4
Bls. 6
BIs. 8
Bls. 9
Bls. 10
BIs. 12
Bls. 14
Bls. 16
Bls. 20
Bls. 22
Bls. 24
Bls. 26
Bls. 28
BIs. 30
Fegurðarsamkeppni Vikunnar
og Karnabæjar, Unga kyn-
slóðin, þótti takast vel nú eins
og áður. Fulltrúi unga fólks-
ins var kjörin Þorbjörg Magn-
úsdóttir, eins og kunnugt er
af fréttum. Við segjum ítar-
lega frá lokakeppninni í
næstu Viku, og birtum fjöl-
margar myndir frá henni. í
þættinum Eftir eyranu fjall-
ar Andrés Indriðason um
Hljóma og Flowers, en ekki
reyndist unnt að gera upp á
milli þessara ágætu hljóm-
Herra og frú Smith!
VÍSUR VIKUNNAR:
Sumarið er komið og sál vor næsta kát
því síldin verndar fjármál vor og heiður
og hér mun ekki verða á viðreisninni lát
þó veðurguðinn sé oss kannski reiður.
Sumarið er gengið í garð hjá vorri þjóð
en grund og engi fannarbreiður hylja
og skáldin kveða samtíðinni óræð atomljóð
sem enginn virðist lengur reyna að skilja.
Þetta er ekki hægt, nú er ég
búin að bíða eftir þér í tvo
tíma.
FORSÍÐAN:
Flestir eru víst farnir að hugsa til sumarleyfisins og
hvernig þeir geti þá bezt notið lífsins. Líklega komast
færri en áður til útlanda í ár, vegna ólukkans krepp-
unnar. Hvað sem því líður er augljóst, að stúlkuna á
forsíðunni dreymir ekkert minna en hnattferð. Það
skaðar heldur ekki að láta sig dreyma.
Hann lánaði líkama sinn til
krufningar!
VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF.
Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grön-
dal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning:
Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33.
Símar 35320—35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50.00.
Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900
kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð
mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar
eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega.
sveita, þegar kjósa skyldi
beztu hljómsveit ársins.
í næsta blaði birtum við
innlendar tízkumyndir, en að
þessu sinni eru þær ekki ætl-
aðar konum heldur körlum.
Þær sýna okkur, hvernig
tízka karlmannanna er hér á
landi á því herrans ári 1969.
Breytingar á karlmannafatn-
aði eru sjaldan róttækar, en
þó kemur alltaf eitthvað nýtt
fram á hverju ári, sem vekur
forvitni allra þeirra, sem hafa
hugfast gamla máltækið; að
fötin skapa manninn.
Því fer fjarri, að kristnir
menn séu einir um að boða
trú sína meðal játenda ann-
arra trúarbragða. Múhameðs-
trúarmenn gera þetta einnig.
Rétt í þann mund og sumarið
gekk í garð bar það til tíð-
inda, að á íslenzka grund sté
fæti einn trúboða fslams, sá
fyrsti frá því að landið byggð-
ist. Nafn hans er Kamal Jús-
úf, hávaxinn maður með mild
og lýsandi augu, eins og títt
er um fólk af þeim slóðum,
en hörundsljósari en þar er
algengast. Við birtum viðtal
við hann í næsta blaði.