Vikan


Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 4

Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 4
Sjálfvirkar þvottavélar 5 kg Frá kr. 23.450.00 KÆLISKÁPAR FIMM STÆRÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR Snorrabraut 44 - Reykjavík Pósthólf 119 - Símar 16242 - 15470 4 VIKAN SPADOMUR UM DAUÐA Kæri Póstur! Það er nýbúið að spá því fyrir mér, að ég muni farast í bílslysi, þegar ég verð 17 ára, en ég er 15 ára núna. Ég vil taka það fram, að ég er ekki hjá- trúafull, en samt hefur mér liðið hálf illa, síðan þessu var spáð fyrir mér. Kemur það ekki oft fyrir, að spádómar eins og þessi rætist? Kæri Póstur: Svaraðu þessu fyrir mig. Og svo er það tvennt í viðbót, sem ég vona, að þú svarir líka fyrir mig. Voru engar stelpur kosn- ar númer 2 og 3 í táninga- keppninni Unga kynslóðin? Hvernig passa saman stelpa, sem er fædd undir Vatnsberamerkinu og strákur fæddur undir Tví- buramerkinu? Með þökk fyrir allt gam- alt og gott. Hanna Bella. Nei, það kemur mjög sjaldan fyrir að spádómar eins og þessi rætast, svo að þú þarft ckkert að óttast. Fyrir nokkru var þáttur í sjónvarpinu, þar sem fjall- að var um stjörnuspádóma almennt. Þar komu fram sálfræðingar og læknar, sem lýstu því yfir, að stjörnuspádómar væru stórhættulegir og ætti helzt að banna þá. Einn nefndi dæmi um konu, sem allt í einu fór að fitna og hætti að sinna bömum sínum og heimili. Hún var lögð inn á sjúkrahús, en ek'kert dugði: Hún fitnaði stöðugt og varð sljórri og áhugalausari með hverjum degi. L>oksins kom í Ijós, hver orsökin var: Því hafði verið spáð fyrir henni í æsku, að hún mundi deyja um ícrtugt. Og nú var hún einmitt orðin fjörutíu ára. Annar sagði frá konu, sem spáð var fyr- ir að mundi deyja 32 ára gömul. Á 32. afmælisdegi sínum lagðist hún upp, í rúm, sneri sér til veggjar — og dó! Að okkar dómi eru stjörnuspár ágæt dægradvöl og skemmtun, en þær má alls ekki taka of alvarlega. Að sjálfsögðu langar alla til að vita hvað framtíðin muni bera í skauti sínu. En það væri lítið gaman að lifa, ef mað- ur vissi alltaf upp á hár hvað gerðist næst. Óvissan er einmitt það, sem gerir lífið svo spennandi. — Að þessu sinni var aðeins kjör- in fulltrúi ungu kynslóðar- innar, en ekki valið í ann- að og þriðja sæti eins og undanfarin ár. — Þeir sem fæddir eru undir Vatns- beramerkinu og Tvíbura- merkinu eiga ágætlega saman. STARFSFRÆÐSLA . . . Kæra Vika! Það eru svo margir, sem hafa leitað til þín með vandamál sín. Þess vegna ætla ég að gera það líka í þeirri von, að þú svarir mér. Hvað geta stúlkur með gagnfræðapróf lært, svo að í því sé einhver framtíðar- vinna? Þær fara margar í hjúkrun og hárgreiðslu eða verða flugfreyjur. En hvað er fleira til og hvar er hægt að fá upplýsingar um það? Með fyrirfram þökk. Ein í vandræðum, Akureyri. Á hverju hausti er hald- inn í Reykjavík svokalláð- ur starfsfræðsludagur. Þar eru fulltrúar allra starfs- greina og hægt að fá upp- lýsingar um allt í þessum efnum. Okkur minnir, að slikir starfsfræðsludagar hafi einnig verið haldnir á Akureyri, en cf til vill eru þeir ekki árlega. Svo er einnig til kennslubók sem heitir Starfsfræðsla og hana er hægt að fá hjá Ríkisútgáfu námsbóka. Þú skalt reyna að fá uppgefið, hver sé umboðsmáður fyr- ir Rikisútgáfu námsbóka á Akureyri og snúa þér síðan til hans. ÓTÍMABÆR GAGNRÝNI Kæri Póstur! Ég er 26 ára gömul hús- móðir og eiginkona og mig langar til að leggja fyrir þig ofurlítið vandamál í sambandi við hjónabandið

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.