Vikan - 14.05.1969, Side 6
Þann fyrsta júlí í sumar stendur mikiS til í Caernarvon, en staðurinn með því nafni -
smáborg heldur minni en Akureyri - er í norðurhluta Vels. Þann dag móttekur Karl
Bretaprins við hátíðlega athöfn tignarmerki sín sem prins af Vels, en þann titil hafa rík-
iserfingjar Englands og Bretaveldis nú borið samfleytt síðan 1301, er Játvarður fyrsti Eng-
landskonungur stofnaði til hans, hafandi þá l?gt Vels undir England.
Forn fallstykki til prýðis við eitt kastalahliðið.
Þegar í vetur var i'arið að undirbúa skrýðingu prinsins i kastalanum.
Pallar voru reistir í kastalagarðinum og ýmislegt lagað til, því að allt
verður að vera í toppstandi þegar upp rennur stóra stundin. Líklega
verður strangur vörður hafður um staðinn meðan á skrýðingunni stend-
ur, því að kvisazt hefur að einhverjir ofstækisfullir, velskir þjóðernis-
sinnar hafi í hyggju að myrða prinsinn, er hann kemur til Caernarvon.
Karl vffflir mis al llels
Tólf þúsund sérstakar medalíur verða útgefnar af tilefni skrýðingar
prinsins, sumar úr silfri en aðrar úr bronsi. Þær bera á annarri hlið
mynd prinsins en á hina er meitlaður rauði drekinn, sem er þjóöartákn
Veismanna. Medalíurnar eru með áletrunum á velsku. Gerð þeirra
réði Michael Rizzello, mjög fær maður í sinni grein og hefur til dæmis
teiknað myntir fyrir mörg erlend ríki.
Athöfnin fer fram í Caernarvon-kastala, sem Ját-
varður konungur lét hlaöa að loknum sigri sínum
á Velsmönnum síðia á þrettándu öld. Tímans tönn
hefur unnið furðulítið á kastalanum og enn gnæfa
skarðturnar hans hátt yfir bæinn og umhverfi hans,
gráir og ógnvekjandi.
6 VIKAN
20. tbl.