Vikan


Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 11

Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 11
LÚPUS HELDUR ÁFRAIVI AÐ SKRIFA PALLADÖMA SÍNA UM ALÞINGISMENN. AÐ ÞESSU SINNI TEKUR HANN BIRGI KJARAN TIL MEÐFERÐAR. UM HANN SEGIR LUPUS M.A.: SKAPFERLI BIRGIS KJARAN MUN TVlÞÆTT - HARÐNESKJU- LEGT KALDLYNDI OG VIÐKVÆM HÉGÖMA- GIRNI. HANN ER KEPPINAUTUR HARLA ÖVÆGINN, SKIPULEGGUR SÉRHVERJA BAR- ÁTTU EINS OG STÖRSTYRJÖLD OG GERIR OFT MIKIÐ ÚR LITLU EFNI. BIRGIR FÆR ÞESS VEGNA ÞAÐ ORÐ AÐ VERA GRIMM- UR í KAPPI SÍNU, EN ÞVÍ VALDA HEITAR TILFINNINGAR, SEM EIGA RÆTUR í VIÐKVÆMNI HANS.“ - NÆSTI PALLADÖMUR FJALLAR UM BJARNA BENEDIKTSSON, FORSÆTISRÁÐ- HERRA. skrautlegar og vinsælar bæk- ur, en átt mestan hlut að hinni þriðju. Fjalla þær einkum um ferðalög og útilíf og bera fróðleiksþrá og náttúruskynj- un höfundarins glöggt vitni. Er hann betur menntur en flestir íslenzkir stjórnmála- menn nú á dögum og hefur alls ekki gerzt einhæfur af þeirri sérþekkingu, sem hon- um gafst í háskólanámi sínu erlendis. Maðurinn er list- rænn fagurkeri og á sér fagr- ar tómstundir. Dálítið þykir hann gjarn til þeirra lysti- semda, er nautnir kallast, og kann sú freisting að gera hann hverflyndari en þá stjórn- málamenn, sem aldrei tælast frá ábyrgð sinni. Nýtur Birg- ir sín ágætlega að sumbli í kunningjahópi, en liann hend- ir víst einnig að þjóna veiga- drottni í einrúmi. Þeirrar til- hneigingar gætir hins vegar sjaldan opinberlega, því að þar er Birgir eins og feiminn og hlédrægur, nema hami hafi skyldur að rækja, en þá fer liæglætið brátt af honum. Birgir Kjaran er vel máli farinn, rökfastur og áheyri- legur og harla slyngur í kapp- ræðum, ef hann beitir sér. Mjúk rödd hans og einörð framganga reynist geðfelld á málþingum og mannamótum. Leggur Birgir ærna vinnu í ræður sínar og temur sér sjaldan skrúðmálgan áróður, þó að hann vilji berast nokk- uð á í málflutningi. Hann er hygginn og raunsær og ein- staklega fylginn sér, ef mikið liggur við. Birgir Kjaran er gæddur næmri skipulagsgáfu, sem andstæðingar hans ætla, að hann hafi lært af þýzku nazistunum, en mun honum meðfæddur hæíileiki. Honum á hann mjög að þakka frama sinn í Sjálfstæðisflokknum. Skapferli Birgis Ivjarans mun tvíþætt — harðneskju- legt kaldlyndi og viðkvæm hégómagirni. Hann er keppi- nautum harla óvæginn, skipu- leggur sérliverja baráttu eins og stórstyrjöld og gerir oft mikið úr litlu tilefni. Birgir fær þess vegna það orð að vera grimmur í kappi sínu, en því valda heitar tilfinn- ingar, sem eiga rætur í við- kvæmni hans, þó að maður- inn sé annars raunsær og jafn- vægur. Mun þetta geðslag að nokkru sprottið af uppeldi, en hefur orðið ávani með aldri og þroska. Birgir er öllum til- ætlunarsamari, og fái hann ekki fram vilja sinn, er hon- um gjarnt að verða einrænn og þunglyndur í sárum von- brigðum og dulinni gremju. Virðist sennilegt, að hann hafi gjarnan kosið sér meiri veg- tyllur en Sjálfstæðisflokkur- inn lætur honum í té. Hafði Birgir áreiðanlega augastað á embætti borgarstjórans í Reykjavík, þegar Geir Hall- grímsson hreppti þann starfa eftir Gunnar Thoroddsen, og ennfremur mun hann hafa talið ómaklega framhjá sér gengið, að honum skyldi ekki boðinn ráðherradómur, er Jóhanni Hafstein og Magnúsi Jónssyni veittist það hnoss. Hins vegar myndi Birgir fús- lega afþakka slíka upphefð, ef hann fengi hégómagirninni fullnægt, því að hann lætur sér iðulega viðurkenningu nægja og er engan veginn eins valdsækinn og flestir ætla. Honum er sýnu meira í mun að ráða bak við tjöldin og hafa þar þau áhrif, sem hann vill, en leggja á sig fvrirhöfn ábyrgðarinnar. Birgir Kjaran er raunar sprettharður í um- svifum, en hann nennir varla að slíta sér út á þeirri erfið- isvinnu, sem æðstu metorð ki-efjast. Maðurinn er þess vegna misskilinn og eigi síð- ur af flokksbræðrum en and- stæðingum. Ríki hans er fíla- beinsturn, sem úr verður séð, en ekki inn í lxorft, og þang- að er fáum boðið. Birgir Kjar- an leynir ýmsu, sem honum býr í sinni, og veit ágætlega, að hann er grunaður um græsku. Slíku myndi hins vegar enginn trúa, sem rekst á Birgi Kjaran að náttúruskoðun niðri í fjöru eða uppi í fjalli, þar sem liann tínir steina eða les blóm í snoturt safn og dýrmætt. Þar gefst honum sú unun að þurfa ekki að sýnast, en geta veitt sér indælan dagamun frá önnum og áhyggjum. Vinir hans verða helzt þeir, sem slást í fylgd með honum í þvílíkar ferðir eða hann ræðir við bók- menntir og listir. Birgir er og engan veginn svo ofstækur, að hann þoli ekki sæmilega skoðanir og viðhorf annarra í kurteisi og bróðerni. Hon- urn finnst til um gáfur og sér- kenni í fari mikilhæfra eða Framhald á bls. 46. 20 tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.