Vikan


Vikan - 14.05.1969, Síða 13

Vikan - 14.05.1969, Síða 13
Anita var systir hennar, en hún var orðin nítján ára. Var liún orðin nógu gömul til að ráða málum sínum sjálf? Það sem hún vissi um hann á þessu augnabliki var að hann stóð þarna úti með systur hennar, og að Anita sýndi engin merki þess að hún ætlaði að koina inn. Stella settist upp og' ýtti við Frank. — Frank, hvíslaði hún. Frank hreyfði sig og tuldraði eitthvað. Hún hristi við honum. — Frank! Anita og Mike eru hérna fyrir utan. Fr'ank lyfti höfðinu frá koddanum. — Hvað er um að veraP Eru þau lokuð úti? — Nei. Það er ekki það. Þau eru úti. Þau koma ekki inn. — Hvað er klukkan? Frank teygði sig eftir vekjaraklukkunni. — Klukkan er yfir tvö. Og þau.eru ekki komin ennþá? — Jú. Það er það sem ég er að reyna að segja þér. En þau eru úti. Nú var Frank vaknaður. — I herrans nafni, hvað er þá að? — Uss, þau get.a heyrt í þér. — Ó, sagði hann, og Stella fann það á sér að hann glotti. — Ö, ég skil. Jæja Stella, ég. hekl að þú getir verið áhyggjulaus. Það er nú ekki hægt að aðhafast mikið í þessum dvergbílum. — Skammastu þín Frank, Eg átti ekki við það. — Nú, hvað er það þá, Stella? Þú vilt ekki að þau standi þarna úti, en á hinn bóginn vijtu ekki að þau heyri í okkur. Farðu bara að soía aftur. — Þér er fullkomlega ljóst hvað ég á við, Frank. Anita er systir mín, og meðan hún er hjá mér, — okkur, meina ég, erum við ábyrg. | _ — Heldurðu ekki að hún hafi einhverja ábvrgðartilfinningu sjálf? Hún er þó orðin nítján ára. Frank hallaði sér aftur á bak, þegar hann hafði látið skoðun sína í ljós. Eftir andartak var hann sofnaður. Stella lokaði augunum, en það gerði aðeins heyrn hennar ennþá næmari. Eftir tíu mínútur, sem lienni fannst heil eilífð, heyrði hún dyrnar opnaðar, þögn, svo var þeim lokað, og hún heyrði fótatak Mikes á stéttinni og tifið i Anitu upp stigánn, og eftir drykklanga stund, féll hún í svefn.- • Hún svaf til morguns og vaknaði við það að börnin, Ruth, sem var sjö ára og Billy, fimm ára voru að rífast. Hún heyrðí að Frauk var lcominn inn í herbergi Ruthar, til að stilla til friðar. Eftir andartak voru þau öll þrjú komin inn í rúm Lil hennar. Það var kominn laugardagur. Stella sussaði á börnin. — Anita er sofandi, þið getið vakið hana. Frank ýtti Billy niður á milli þeirra og sagði: — Þau haia komið inn að lokum? — Auðvitað, sagði Stella. — ITverju bjóztu við? — Um stund liélt ég að þú ætlaðir að æða út og heimta að fá það á hreint, hvað Mike hefði í huga. Stella hristi Billy ofan af sér og settist upp. — Það sern ég liefi í huga núna er að koma yklcur öllum á fætur. Sá sem ekki er klæddur fyrir morgunverð, fær engan mat. Hún klæddi sig og skildi Frank og börnin eftir, hlæjandi og bröltandi í rúminu. Tilgangur minn er heiðarlegur, hugsaði hún. — Mig langar einfaldlega til að Anita verði eins hamingjusöm eins og ég er sjálf. Þegar morgunverðurinn var tilbúinn komu börnin og Frank, öll furðulega sómasamlega til fara. Þau höfðu næst- um lokið máltíðinni, þegar Anita birtist í dyrunum. Hún var fullklædd, í götuklæðnaði, og ljómaði eins og sól. — Þú leggur nótt við dag, sagði Franlc. — Ég hélt þú myndir sofa í allan dag. — Við Mike ætlum út í sveit, sagði Anita. — Góðan dag, Stella. Stella brosti til hennar, og sá um leið að Frank horfði á þær systurnar til skiptis og leit svo niður. — Anita, sagði Frank, — viðvíkjandi Mike .... Anita var að hella tei í bollann sinn. — Já, Frank? En Stella sagði um leið og hún reyndi að fanga augnaráð bónda síns: — Heyrðu Frank.... — læikur Mike golf? spurði Frank, sakleysislega. — Eg veit það elcki, sagði Anita, og var á svipinn eins og þetta væri mjög áríðandi spurning. — Ég skal spyrja hann. — Iívað veiztu eiginlega um Mike? spurði Stella, og um leið fannst henni sjálfri að hún væri líkust Idu afasystur sinni. Þá heyrðist í bílflautu fyrir utan. — O, heilmikið, Stella. En nú verð ég að hlaupa. — Farið ])ið mörg saman? Stella spurði um leið og Anita stóð upp, tæmdi bollann og ýtti frá sér stólnum. — Nei, nei, við förum bara tvö. Við förum á stað sem við þekkjum í sveitinni. Ilún fór út og Stella lieyrði útidyrnar skella. Framhald á bls. 40

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.