Vikan - 14.05.1969, Síða 14
’■ T/'-.
Úrdráttur úr skáldsöp Johns Galsworthys
6. HLUTI
- Frændi, sagSi Dinny, - búðu þig undir að kveða upp
Salómonsdóm.
- Vísdómur Salómons er nokkuð vafasamur, og hugsaðu þér
allar eiginkonurnar hans.
Dinny og Jean óku til Oakley Street. Diana var ekki heima, en
hræðsluleg eldri kona sagði þeim að Ferse höfuðsmaður væri kom-
inn heim. Hann hafði komið rétt eftir hádegi. Þær óku burt, og
einhver ónotatilfinnig greip Dinny. Hún vildi segja Adrian frá þessu,
svo þær óku til hans, og sögðu honum þessar válegu fréttir. Síðan
héldu þær áfram og voru þöglar, þangað til þær komu að St.
Augustines-in-the-Meads.
-— Eg veit ekki hverjum ég vorkenni mest, sagði Dinny, — ég
hefi aldrei hugsað um geðveiki fyrr. Fólk gerir annað hvort, að
hlæja að henni, eða það fer í felur. Mér finnst þetta eitthvað það
ömurlegast sem ég hefi kynnzt, sérstaklega þegar svona er í pott-
inn búið.
Jean horfði undrandi á hana, það var skrítið að sjá gleðina hverfa
svona af ásjónu hennar.
—- Hvert förum við þá?
— Hérna upp, við verðum að fara yfir Euston Road. May frænka
getur örugglega ekki hýst okkur, hún er alltaf með fullt hús. Jæja,
ef hún getur það ekki, þá hringi ég til Fleur. Eg vildi að ég hefði
gert það strax.
.Hún hafði á réttu að standa, prestssetrið var fullt; frændi hennar
var heima, en kona hans úti.
— Úr því við erum hingað komnar, ættum við að athuga hvort
Hilary frændi vill gefa ykkur saman, hvíslaði Dinny.
Hilary átti svolítið frí, það fyrsta í marga daga, og hann naut
þess að vera á skyrtunni og fóst við eftirlætisiðju sína, að skera í
tré. Hann var að skera út líkan af víkingaskipi. Eftir að hann hafði
heilsað þeim hélt hann áfram við útskurðinn og bað þær afsökunar
á því.
— Hilary frændi, sagði Dinny, — Jean ætlar að giftast Hubert,
þau ætla að fá sérlegt leyfisbréf; svo við erum komnar til að vita
hvort þú vilt ekki gefa þau saman. Hilary hætti að tálga, pírði
augunum, svo þau voru eins og mjóar rifur, og sagði:
— Eruð þið hrædd um að þið munuð skipta um skoðun?
— Alls ekki, sagði Jean.
Hilary virti hana fyrir sér. Með þessum tveim orðum og svipn-
um hafði hún gert honum ljóst að hún var sterkur persónuleiki.
— Eg hefi hitt föður yðar, sagði hann, — hann flanar ekki að
hlutunum.
— Pabbi er þessu fullkomlega samþykkur.
— Það er rétt, sagði Dinny, — ég hefi hitt hann.
— En faðir þinn, vina mín?
— Hann verður það.
— Ef hann verður það, sagði Hilary og tók til við útskurðinn á
ný, — þá er ég reiðubúinn. Það er líka ástæðulaust að bíða, ef þið
eruð örugg um hug ykkar. Hann sneri sér að Jean. — Þér lítið út
14 VIKAN 20-tbl-
fyrir að vera upplögð í fjallgöngur, ég hefði stungið upp á því í
brúðkaupsferð, ef árstíminn væri hentugur. En því ekki að fara
til sjós á togara í Norðursjónum?
— Hilary frændi afþakkaði prófastsdæmi, sagði Dinny. — Hann
er þekktur sem meinlætamaður.
— Nei, það var embættishatturinn sem gerði það, Dinny, hann
fór mér illa, en síðan hafa vínberin verið súr. Ég skil ekki núna
hversvegna ég hafnaði lífi í velsæld og nægilegum frístundum til
að skera út allar þær fígúrur sem ég hefi hug á, skemmtilegum
blaðaummælum og ánægjunnar við að safna ístru. Frænka þín nýr
mér þessu um nasir, sínkt og heilagt. Þegar ég hugsa um Cuffs
frænda, allan hans virðugleik og hvernig hann skildi við þetta líf,
sé ég hvernig ég hefi sóað lífi mínu. Er faðir yðar fylginn sér,
ungfrú Tasburgh?
— O, hann tekur lífinu rólega, sagði Jean, -— en það er nú and-
rúmsloftið í sveitinni.
— Ó, heyrðu frændi, Ferse höfuðsmaður kom skyndilega heim.
Svipurinn á Hilary varð alvarlegur.
— Ferse! Yeit Adrian um það?
— Já, ég lét hann vita. Hann fór strax þangað. Diana var ekki
heima.
— Sáuð þið Ferse?
— Nei. En nú verðum við að fara, frændi. Við förum til Michaels.
— Verið þér sælir, og þakka yður fyrir, herra Cherrell.
— Já, sagði Hilary viðutan, -— við verðum að vona það bezta.
Stúlkurnar fóru út í bílinn og óku áleiðis til Westminster.
— Hann býzt líklega við hinu versta, sagði Jean.
— Það er ekki skrítið, þegar allt er svona vonlaust.
— Þakka þér fyrir!
— Nei, eni, tautaði Dinny, — ég var ekki að hugsa um þig.
Fyrir utan hús Michaels í Westminster hittu þær Adrian, sem
hafði hringt til Hilarys, og fengið að vita hvert þær ætluðu.
Þegar hann hafði fullvissað sig um að Fleur gæti hýst stúlkurnar
fór hann; Dinny varð snortin af svip hans og hljóp á eftir honum.
Hann gekk meðfram ánni og hún náði honum við hornið á torginu.
-— Viltu heldur vera einn, frændi minn?
— Eg er alltaf glaður yfir að hafa þig nálægt mér, Dinny.
Komdu með mér.
Dinny stakk hendinni undir arm hans. Hún þagði og lét honum
eftir að hefja samræður.
— Þú veizt að ég hefi stundum farið út á hælið, sagði hann,
til að vita hvernig Ferse liði og sjá til þess að það færi sæmilega
um hann. Það kemur mér um koll að ég hefi ekki farið þangað
síðasta mánuð. Eg var alltaf hræddur um að þetta skeði. Eg hringdi
til hælisins, og þeir vildu koma og sækja hann, en ég bað þá um