Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 17
Smokkurinn, eftir dr. Michael Courtenay.
Hér eru eingöngu handbærar uppiýsingar og
svör við þeim spurningum sem fólk hefur spurt
og heldur áfram að spyrja. Hér er ekki haldið
fram einhverri einni aðferð fremur en annarri
né ákveðinni tegund verja. Slíkar ákvarðanir eru
eingöngu í höndum fólksins sjálfs. En PILLAN
OG LÍFIÐ á að hjálpa þeim tii að komast að
niðurstöðu og taka ákvörðun.
Sir Dugald Baird, M.D., F.R.C.O.G., fyrrverandi prófessor í fæðingarhjálp og
kvensjúkdómafræði við háskólann í Aberdeen.
Dr. Peter Bishop, D.M., F.R.C.P., F.R.C.O.G., efnaskiptafræðingur við Institute
of Obstetrics and Gynæcology.
Dr. Alfred Byrne, M.Sc., M.B.. B.Ch., læknisfræðilegur fréttaritari The Sunday
Times.
Dr. Michael Courtenay, M.A., M.B., B.Chir. við Heilsuvemdarstöð stúdenta í
University of Surrey.
Howard Hanley, M.D., F.R.C.S., F.A.C.S. (heiðursdoktor), deildarforseti við
Institute of Urology.
Dr. Hilary Hill, M.R.C.P. (Edinborg), aðstoðarforseti (læknisfræðilegur) við
Family Planning Association.
Dr. Geraldine Howard, M.B., B.S., aðstoðarlæknir við fæðingardeild Charing
Cross Hospital.
Dr. John Marshall, M.D., F.R.C.P. (London og Edinborg), kennari í taugasjúk-
dómafræði við University of London.
Ritstjóri: Susan Raven.
© Times Newspapers Ltd. 1968.
Blaðaréttur á íslandi á bókinni LIVING WITH THE PILL, frá Sunday Times
Magazine. Útgefandi: Times Newspaper Ltd., London.
Úr hverju er smokkurinn gerður? Hvernig verk-
ar hann?
Venjulega er hann gerður úr sérstaklega meðhöndluðu gúmmíi. Hann er
áþreifanleg klæðning utan um getnaðarliminn, sem sæðið kemst ekki út
fyrir. Teygjanleikinn heldur honum að limnum þrátt fyrir hreyfingar sam-
faranna, en þó er hann nægilega þunnur til þess, að deyfa ekki snerti-
skynið að ráði. ,,Gossamer" (h(alín) smokkar eru með sérstökum smurn-
ingi frá framleiðandans hendi; þykkari gerðir má smyrja með sæðiseyð-
andi kremi.
H'yersu öruggur er smokkurinn? Er rétt að nota
sæðiseyðandi efni með honum?
Engin tæknileg getnaðarhindrun er fullkomlega örugg í sjálfri sér, svo
sæðiseyðandi efni skyldi ávallt nota með smokknum. Þá er hann næstum
jafn öruggur og leghetta með sæðiseyðandi kremi. Auðveldast er að Iáta
kremið í totuna, sé hún fyrir hendi, en annars verður að láta það utan á
og getur það þá jafnframt verið smurning.
Mörgum hjónum þykir betra, þegar karlinn notar smokk, að konan
noti sæðiseyðandi efni, og kjósa að skipta með sér ábyrgðinni á þann hátt.
Spillir smokkurinn kvnferðisánægjunni?
Smokkurinn er sjálfvalin aðferð til getnaðarvarna, og læknar vita sjaldnast
um notkun hans nema hiá þeim, sem eru óánægðir með hann. En ef marka
má af sölu hans, lítur út fyrir að mörgum þyki hann fullnægjandi aðferð.
Þar til kemur einnig, að hann er eina aðferð karlmannsins til getnaðar-
varna auk rofinna samfara.
Samt hafa læknar rekizt á andúð á honum hjá báðum kynjum. Sumum
finnast allar tæknilegar varnir ...standa á milli" þeirra, og mörgum er í
nöp við það hlé sem óhjákvæmilega verður á ástarleiknum til að koma
smokknum fyrir. Sumar konur „hata alit gúmmí"- svo lítur út sem það stafi
af andúð á öllum aðskotahlutum í fæðingarveginum, og Ijóstrar oft upp
um örðugleika konunnar við að viðurkenna líkama sinn hvað snertir kyn-
lífið. Svo getur farið, að það komi fram í neikvæðri afstöðu til allra getn-
aðarvarna, og er þá skuldinni skellt á aukahluti. I hálfkvnköldum konum
nægir hléð vegna smokksins til að kæla hálfvolna kynhvöt beirra til fulls.
Þeir karlar, sem kvarta undan smokknum, hafa oft þá óvituðu tilfinn-
ingu að frjósemi og kvnorka séu órjúfanlega samtennd. Fyrir þann, sem á
örðuat með stinningu, getur smokkurinn verið dropinn. sem fyllir bikar-
inn, (þótt körlum með aðkenninou af of bréðu sáðláti hafi reynzt hann
hjálp). Andúð á smokknum getur þess vegna verið tékn um kvnferðislega
erfiðleika, því undir slíkum krinoumstæðum verður minnsta minnkun
snertiskyniunar alvarlegt mál.
F.r nokkur hætta á aö missa ?mokk!nn. meðan
á samförum stendur?
Engin hætta, ef stinning helzt. En mikilvægt er að fjarlægja getnaðarlim-
inn meðan hann er stinnur, því annars geta sáðfrumur komizt út í fæð-
ingarveginn.
Það er einnig mikilsvert að muna, að getnaður oetur étt sér stað. ef
nokkrar sáðfrumur komast inn í líkama konunnar, eða jafnvel milli fóta
hennar (þess vegna eru rofnar samfarir svo óáreiðanlegar). Og ennfremur:
Sáðfrumur eru venjulega til staðar í vökva þeim, sem pressast úr limnum,
er hann stinnist. Þetta getur frjóvgað konuna allt eins og sáðlátið sjálft,
svo það er skvnsamlegt að setja upp smokkinn við fvrstu mögulega hent-
ugleika.
Sæðiseyðandi efni og skolun, eftir dr. Hilary Hill.
Eg á erfitt með að nota leghettu: er nokkur veru-
leg áhætta að nota aðeins sæðiseyðandi efni?
£g held, að sumar varnaraðferðir treysti ein-
vörðungu á froðu og töflur, sem drepa eiga sáð-
frumurnar.
Það er áhættusamt að treysta einvörðungu á sæðiseyðandi krem, hlaup- og
freyðitöflur, þar sem ómögulegt er að fullvissa sig um, að þessi efni séu
þar sem þeirra er þörf: Loki leghálsinum. Ef konan ákveður þó að taka
þessa áhættu, er réttast að nota froðu úr sprautu (spray) brúsum. Þetta eru
snyrtilegar pakkningar með sérstökum stút, sem gera auðvelt að sprauta
20. tbi. VIKAN 17