Vikan


Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 18

Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 18
efninu djúpt inn í faeðingarveginn, og þar sem froðan er fyrirferðarmikil og stúturinn kemur henni langt, eru meiri líkur til að hún sé á réttum stað. Sáðfrumur komast ekki í gegnum hana, og efni í henni lama þær. Froð- unni skyldi komið fyrir rétt fyrir samfarir, þar sem hún hjaðnar og hverfur eftir tvær til þrjár stundir. — Sama er að segja um önnur sæðiseyðandi efni, þeim skyldi ævinlega komið eins djúpt í fæðingarveginn og kostur er á. Þessi efni eru ekki sérlega óhreinleg í meðförum, það er ekki þörf meiri þvotta eftir notkun þeirra en ella. Systir mín hefur skolað sig eftir hverjar sam- farir og á aðeins tvö börn, 12 og 5 ára. Er þessi aðferð gild fyrir sumt fólk? Ég held, að systir þín hafi bara verið heppin. Skolun getur aldrei komið að gagni sem getnaðarvörn því líklegra er að hún skoli sáðfrumunum upp í leghálsopið fremur en burtu. Og uppi í leginu nær skolvatnið ekki til þeirra. Ástæðan til þess að systir þín á aðeins tvö börn eftir að hafa reitt sig á gagnslausa varnaraðferð kann að vera sú, að hún eigi ekki auðvelt með getnað — og að sjálfsögðu einnig sú, að hún hafi ekki oft samfarir. Lykkjan og aðrar innanlegsverjur, eftir dr. Geraldine Howard. Hvað er lykkja? Hin svokallaða Lippelslykkja er ein af fjölmörgum hlutum með mismun- andi lagi, sem kallaðir eru einu nafni innanlegsverjur (intra-uterine devices, skammstafað IUD). Lippelslvkkjan er nú mest notaða innanleqsverjan í þessu landi (Bretlandi). Lykkjan er mjór þráður úr hvítu plasti, beygður í ziq-zag likt og teikninq at eldingu. Sé rétt úr þræðinum, er auðvelt að koma honum upp í legið með sérstöku áhaldi, en þeaar honum er sleppt, tekur hann aftur á sig beygðu myndina. Sérstakt efni í þræðinum, baríum, gerir að verkum að hann sést á röntgenmyndum. Við neðri enda Ivkkjunnar eru festir tveir hárfínir nælonþræðir. End- arnir á þeim eru látnir ná ofan ( fæðingarveginn þar sem siá má þá og finna. Þeir eru til að ná lykkjunni burt og til að sannfærast um, að hún sé á réttum stað. Hvernig verkar lykk'an og aðrar innanlegs- verjur? Það veit enginn fvllilega. Svo mikið er víst, að þeqar hún er til staðar, fest- ist ekki frjóvgað egg í leginu, því er ekki þannig varið, að fósturlát verði í hverjum mánuði, eins on margar konur halda, vegna þess, að tíðablæð- ingar eru gjarnan meiri en ella, þegar lykkjan er notuð. Hvernig er lykkiunni komið fyrir? Er það sárt? Þarf að svæfa til þess? Lykkjan er rétt upp og sett í hólk, sem síðan er rennt varlega upp í legið og lykkjunni þar ýtt úr honum. Þar tekur lykkjan aftur sína beygðu lögun. Til þessa þarf konan aðeins að fara úr að neðan. Flestar konur finna engan sársauka við þetta og margar vita varla, þeg- ar lykkjunni er komið fvrir. En konur eru mjög mismunandi í þessu efni og venjulega eru þær varaðar við sársauka. En geti konan slappað vel af, verð- ur innsetningin oftast auðveld. Innsetning er auðveldust meðan á tíðum stendur þv! þá er leghálsinn opinn hvort sem er, og af sömu ástæðu er innsetning eftir fæðingu auðveld. Ef ísetning eða notkun lykkjunnar veldur sársauka, er hún ekki rétt getnaðarvörn. Er nokkur vegur að vita, hvort lykkjan er á sín- um stað, ef ekki er hægt að finna nælonendana? Ef endarnir eru ekki finnanlegir, hefur lykkjan líklega fallið út eða end- arnir dregizt upp í legið. Læknirinn getur reynt að finna fyrir lykkjunni í leginu, en ef allt um þrýtur, kemur hún fram á röntgenmynd. Eru tíðir eðlilegar, þegar lykkjan er notuð? Verða þær sárar eða óregluiegar? Tíðir geta orðið meiri fyrst eftir ísetningu lykkju en fyrir. Blæðingar eru algengustu kvartanir kvenna sem nota lykkjur og tíðasta orsök til þess, að hætt er að nota þessa vörn. Að minnsta kosti 1 1 % kvenna láta fjar- lægja lykkjuna fyrsta árið vegna erfiðra og óreglulegra tíða. En Lippels- lykkjan veldur minni blæðingum en aðrar innanlegsverjur enn sem komið er. Þæi konur, sem líklega fá mestar tíðablæðingar með lykkjunni eru þær, sem fyrir hafa miklar tíðablæðingar og nota 24 leppi eða meira á mánuði. Miklar tíðablæðingar án lykkju mæla því á móti notkun lykkjunnar. Hve miklar líkur eru til að „týna“ lykkjunni? Það eru um 10% líkur til þess að lykkjan falli úr eftir fyrstu innsetningu og ! flestum tilfellum á fyrstu þrem mánuðunum. Algengast er, að það sé vegna þess að leghálsinn er ekki nægilega vel lokaður til að halda henni. Mestar líkur eru til, að það verði með tíðum, svo konan ætti að þreifa eftir nælonendunum að tíðum loknum. f flestum tilvikum fellur lykkjan úr án þess konan verði þess vör en stundum fylgir því legkrampi, svipað og við fæðingu. Þó vita konur nær alltaf, þegar þær missa lykkjuna. Þær kunna að finna fyrir henni ! fæðingarveginum eða verða þess varar við sjálfsrannsókn að endarnir eru horfnir, fyrir kemur, að þær finna lykkjuna á dömubindi. Stundum uppgötvar eiginmaðurinn hvarfið. Ef egg frjóvgast og festir sig í leginu, þrátt fyrir lykkju, eru þá líkur fyrir fósturláti, eða að fóstr- ið verði vanskapað eða afbrigðilegt að öðru leyti? Eða þarf að fjarlægja lykkjuna til að tryggja eðlilega meðgöngu? Þegar þetta gerist, lítur út fyrir að barnið þroskist eðlilega og návist innan- legsverjunnar hái því ekkert. Við hvern barnsburð er ofurlítil hætta á vansköpun, en engin aukin hætta, þótt innanlegsverja sé í leginu. Fósturlátshættan er mest á fyrstu mánuðunum og það er á valdi læknisins, hvort hann fjarlægir verjuna eða ekki. Það er því aðeins hægt, að þræðirnir séu sjáanlegir. Það kann að róa konuna, en fjarlægingin sjálf getur aukið líkur til fósturláts um stundar- sakir. Þetta verður að meta sérstaklega hverju sinni. Hverjir eru hinir sérstöku kostir lykkjunnar? Aðalkosturinn er sá, hve áhyggjulaus þessi aðferð er. Þegar lykkjunni hef- ur verið komið fyrir, þarf konan ekkert frekar að gera eða muna, hún þarf ekkert að reikna eða aðhafast reglubundið, samlífið getur orðið eftir hug- hrifum og eðlilegt hvenær sem krinqumstæður levfa oq getnaðarvörn er ekki komin undir sérstakri umhugsun konu né karls. Lykkjan verður auð- veldlega fja'rlægð ef barns er óskað. Lvkkjan getur líka verið í leginu með- an stendur á tíðabrigðum án þess að breyta neinu, og þarf því engar sér- stakar ráðstafanir að gera þá, eða velta vöngum yfir, hvenær óhætt sé að hætta þeim. Fr svkinq í móðurlífi líklegri, þegar Ivkkian er notuð? Fr hugsanleg sýking hættuleg? £g hef heyrt, að lykklari geti valdið ófrjósemi. Það er ofurlítil hætta á móðurlífssýkingu eftir að innanlegsverju hefur verið komið fyrir. Ekki er fullvíst, hvort það er innsetningin eða verjan sjálf, sem veldur sýkingu, en töluverð hætta er á að vekja upp gamla sýkingu. Al- gengara er, að sýking verði eftir barnsburð eða fósturlát. Olöglegum fóst- ureyðingum fylgir einnig oft sýking. Sýking af innsetningu lykkju er venju- lega mild og auðlæknanleg. Alvarleg sýking í móðurlífi getur hins vegar vald'ð varanlegu heilsutjóni og jafnvel ófrjósemi. Get ég látið koma fvrir Ivkkiu, þótt ég hafi aldrei eignazt barn? Eða á hinn bóginn, þótt ég eigi mörg börn? Stundum má með góðum árangri láta lykkjur í konur, sem ekki eru lengur barnungar, þótt þær hafi ekki eiqnazt barn. En þetta er ekki aðferð fyrir unga konu, sem aldrei hefur átt barn. Það getur valdið henni skaða, meiri hætta er á missi lykkjunnar og þar með þungun, og innsetningin er erfið- ari og sársaukafyllri. Ungri, barnlausri konu skyldi stranglega tekinn vari fyrir innanlegsverju. Hins vegar eru þær ákjósanleg aðferð fvrir konu, sem á nokkur börn og helzt þau börn, sem hún hefur hugsað sér að eiga. Hve oft ætti að fjarlægja lykkjuna? Getur hún valdið krabba? Engin ástæða er til að fjarlægia hana ef allt gengur vel. Hún má vera ! leginu endalaust, að minnsta kosti framyfir tíðabrigði. — Ekkert bendir til, að lykkjan valdi krabbameini. Framhald í næsta blaði. 18 VIKAN 20- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.