Vikan - 14.05.1969, Side 20
Einu sinni var lítil, fátæk og feimin almúga-
stúlka, sem elskaði sjálfstæði, en hataði einmana-
leika ....
Með þessum orðum hóf franska tízkudrottn-
ingin Coco Chanel endurminningar sínar fyrir sjö
árum. En hún komst ekki lengra. Hvers vegna?
— Ég er enginn rithöfundur, segir hún. — Ég læt
þeim eftir, sem eru betur ritfærir en ég, að skrifa
ævisögu mína.
Skýringin gæti einnig verið sú, að þegar Coco
Chanel hafði skrifað þessi fáu orð, hafi henni
orðið ljóst, að í rauninni þurfti ekki að segja meira
til að lýsa hinu ríkulega, en jafnframt óhamingju-
sama lífi hennar.
Eftir sextíu ára feril er Coco Chanel enn óum-
deilanlega drottningin í tízkuheimi Parísarborg-
ar. Hún hefur séð konum um allan heim fyrir
fallegum kjólum, snyrtivörum og ilmvötnum.
Segja má, að hún hafi á sínum tíma fundið upp
peysuna, kvenbuxurnar og ódýrar eftirlíkingar af
skartgripum rílca fólksins. Með hinu síðastnefnda
reyndi hún að brjóta niður múrinn milli ríkra
kvenna og fátækra. Þaö var takmark hennar, að
allar konur hefðu efni á að vera vel klæddar.
Coco Chanel veit ekki aura sinna tal. Hún er
eigandi tízkufyrirtækja, sem hafa yfir 3000 manns
í vinnu. Samt er hún enn í dag, 84 ára gömul,
sama litla, fátæka og feimna almúgastúlkan, sem
eiskar sjálfstæði, en hatar einmanaleik.
Fyrir nokkru sagði hún í blaðaviðtali:
— Hið eina, sem ég hef að segja við kynsystur
mínar, er, að það er þúsund sinnum betra að eiga
eiginmann, heldur en að lifa ein. Jafnvel þótt hann
verði feitur, sköllóttur og leiðinlegur með árun-
um, er það miklu betra. Laun frægðar og auð-
legðar er einmanaleiki.
Hún situr ein í brúnum leðursófa í íbúð sinni
í Rue Cambon 31. Umhverfis hana eru minja-
gripir frá liðinni tíð: Málverk eftir Salvador Dali,
egypskar grímur, myndastytta af Venusi frá
Hellas, gullker frá Spáni, 4500 gamlar bækur og
síðast en ekki sízt ótal styttur af ljónum. Hún er
hjátrúarfull. Af því að hún er fædd í ljónsmerk-
inu, safnar hún styttum af ljónum úr öllum mögu-
legum efnum: Gulli, silfri, marmara, kristal ....
Einmanaleikinn skín úr grófum andlitsdráttum
hennar. Hann hefur elt hana allt hennar langa
líf, en jafnframt verið orsök til framtakssemi
hennar, frægðar og auðlegðar.
Enginn vit með vissu, hvenær hún er fædd.
Hún vill ekki ræða aldur sinn. Nýlega fleygði
%
*
010 CHOOEI
LAUN FRÍEGBAR QG AOBLEGDAB
ER EINMANALEIKI
20 VIKAN 20-tbl-