Vikan


Vikan - 14.05.1969, Side 21

Vikan - 14.05.1969, Side 21
I hún tveimur blaðamörmum á dyr, þegar þeir spurðu hana, hve gömul hún væri orðin. Vitið þér ekki, að maður spyr aldrei kon- ur um aldur þeirra, sagði hún bálreið. — Þér skuluð fara núna og koma aftur, þegar þér hafið lært betri mannasiði. Eftir því sem næst verður komizt mun Coco hafa fæðzt 1883. Rétt skírnarnafn henn- ar er Gabrielle Chanel. Coco-nafnið kom ekki til fyrr en löngu síðar. Sagan segir, að hún hafi fæðzt í járn- brautarlest. Móðir hennar var á leið til manns síns, sem var vínkaupmaður í Suður- Frakklandi, þegar hún fékk skyndilega létta- sóttina og fæddi stúlkubarn fyrir tímann. Það varð uppi fótur og fit í járnbrautarlest- inni, og þegar hún kom loks til Arles, þar sem maður hennar be'ð, var hún orðin mjög máttfarin og sárþjáð. Hún lézt nokkru síðar, en litla stúlkan hennar lifði fyrir hreinasta kraftaverk. Veröldin bjó Gabriellu litlu strax frá því fyrsta óblíð og miskunnarlaus kjör. Hún missti ekki aðeins móður sína, heldur einnig föður sinn nokkrum árum síðar. Hún stóð eins uppi í veröldinni. Tvær frænkur henn- ar tóku hana að sér. Þær bjuggu í Auvergne, og hjá þeim ólst Gabriella upp og naut lít- illar umhyggju og ástríkis. Minning Gabriellu um móður sina var bundin við gamla og snjáða ljósmynd, og aldrei leið henni úr minni köld kinn föður hennar, þegar hún kyssti hann í kveðju- skyni, er hann fluttist til Bandaríkjanna. Þar lézt hann eftir skamma dvöl. Hún hat- aði frænkur sínar og því meir sem hún eltist. Hún var þrjózk og óhamingjusöm ösku- buska, sem næstum á hverju kvöldi dreymdi um, að hún gæti kveikt í húsinu sem hún bjó í til að losna við hina ströngu uppal- endur sína. Hún lék sér að brúðum til að reyna að gleyma einmanaleikanum og sorg- inni. Brúðurnar hennar voru gamlar og snjáðar og klæðalausar, en hún gerði við þær af stakri þolinmæði og saumaði á þær föt. Þetta voru e nu ánægjustundirnar, sem hún man eftir úr bernsku sinni. Þegar hún óx upp, varð hún há, grönn og dökkhærð stúlka. Hún var falleg og sér- kennileg útlits; augun óvenjulega skær og og lifandi. Hún var ódæl og gáskafull og hafði mikið yndi af hestum. I námunda við' Auvergne er óbyggt svæði með villtri nátt- úru. Þar er grátt um að litast og kuldalegt á vetrum. En Gabriella þeysti um þetta svæði jafnt sumar sem vetur, eins og kúreki, — klædd í strákaföt með hárið flaksandi í allar áttir. Fyrr en varð var hún orðin dökk- brún í framan af sól og vindi. Það fór hroll- ur um frænkur hennar bara ef þær sáu hana, en þær voru báðar piparmeyjar og klædd- ust svörtu dag hvern. Eins og flestar konur á þessum tíma gerðu þær allt sem þær gátu til að forðast sólina. Þær voru örvæntingar- fullar vegna framferðis Gabriellu og vildu setja hana í klaustur. Þá var Gabriellu nóg boðið. 1Ö ára gömul yfirgaf hún frænkur sínar og fór til Parísarborgar. En hún fór ekki ein þangað, heldur í fylgd með ungum liðsforingja. Hann var barón og hét Etienne Balsan. Hann varð fyrsti elskhugi hennar og sá sem hún syrgði alla ævi. Sagan segir, að þau hafi hitzt, þegar Gabri- elle var í reiðtúr í námunda við Auverge, en þar gegndi liðsforinginn herþjónustu. Hann varð ástfanginn af henni strax við fyrstu sýn. Hann hélt þegar í stað á eftir henni, elti hana iengi vel, en hætti ekki fyrr en hann náði henni — og náði ástum hennar og hafði hana með sér til Parísar! Hvort þessi þjóðsaga er sönn eða ekki verður ekki fullyrt, því að Coco vill ekki ræða þetta tímabil ævi sinnar. En staðreynd er það engu að síður. að hún kom með liðs- foringjanum sínum til Parísar og hann sýndi henni nýjan töfraheim, sem hana hafði al- drei grunað að væri til. T einni svipan kynntist þessi fátæka stúlka glæsilegu lífi hefðarfólksins í París. Liðs- foringinn klædd' öskubuskuna sína í skart- klæði og gerði hana að prinsessu; fór með hana í óperur og samkvæmi á hverju kvöldi. Á daginn léku þau póló. Hvarvetna hvíldu á henni girndaraugu karlmanna og öfundar- augu kvenfólksins. í þessum heimi var Eti- enne eins og kóngur í ríki sínu. Hann var ríkur og fallegur og klæddur einkennis- búningi eins og prins. Stoltur kynnti hann hina fögru og heillandi unnustu sína fyrir hefðarfólkinu, vinum sínum og kunningium. Þegar hann dag nokkurn þurfti að yfir- gefa París og halda til vígvallanna til að þjóna föðurlandi sínu, þyrptust aðdáendurn- ir í kringum Coco og vildu fa að stytta henni stundir, á meðan unnusti hennar væri fjar- verandi. En hún vísaði þeim öllum frá sér og beið eftir Etíenne. Hún elskaði hann og engan annan. En hann kom ekki aftur. Hann fórst á vígvöll- unum. Gabrielle grét og var óhuggandi. Hún var aftur orðin ein og yfirgefin. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst eng- um Frakka að sigra hjarta hennar. Það var helgað hinni föllnu hetju, jafnt í lífi sem dauða. En tíminn græðir öll sár, og það sem Frökkum tókst ekki fékk Englendingur áorkað. Hann hét Arthur Capel; var ungur, fríður og flugríkur og gæddur sterkum og sérstæðum persónuleika. Hann heillaðist strax af hinni dökkeygðu Gabríellu. Grann- ur vöxtur hennar og látlaus klæðaburður stakk í stúf við bústnar Parísarmeyjarnar, sem voru yfirhlaðnar af skrauti og glingri. Arthur var í hæsta máta brezkur í útliti og framkomu og gjörólíkur þeim Frökkum, sem Gabriella hafði kynnzt. Hann var eini maðurinn, sem hún unni og gat treyst full- komlega, fyrst Etienne var fallinn frá. Hún varð því meir ástfangin af honum, sem hún kynntist honum betur. Hann keypti handa henni glæsilega íbúð og gat bóðið henni upp á allt það dýrasta og bezta, sem hún gat hugsað sér. Ef hún vildi skreppa í Boulogne- skóginn, gat hún ekið í nýja kappaksturs- bílnum, sem hann átti. Ef hún vildi eyða helginni í Deauville, gat hún notað íbúð, sem hún átti þar. Eí: hún vildi dveljast í París, hafði hún þrjár negrastúlkur til að þjóna sér, laga matinn, hugsa um kjólana og greiða henn:. Hún var hamingjusöm, þegar hún var í návist hins nýja elskhuga síns, en hann var kaupsýslumaður og á stöðugum ferðalögum. í hvert skipti sem hann fór frá henni, gagn- tók tómleikinn og einmanakenndin hana. Henni leiddist þrátt fyrir allsnægtirnar og íburðinn allt í kringum hana. — Þegar manni leiðist, þá fitnar maður, sagði hún. Eitt sinn, þegar Gabriella sat alein og lét Framhald á bls. 32. ChÆ FrfGA TÍZKUDROTTNING NEL’ ER 0RÐin m __ PARÍSARBORGAR, coco 84 ARA GÖMUL HfR jrn L' HER DR SAGT FRA . ,F| U£NNAR. HÚN ER EIGANDl 1ÍZKU HÚN ENN VERA EINS OG I UPPHAFI UTIL, FATÆK OG T^;ogastúlka

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.