Vikan


Vikan - 14.05.1969, Page 22

Vikan - 14.05.1969, Page 22
Dimmur, iskaldur vindur geystist yfir skagann og þeir illu andar sem hann bar á vængjum sínum, vissu ekkert um fólkið, sem hjúfraði sig hvað upp að öðru í neðanjarðarbyrginu.... Þeir þutu hjá og virtu svo aumkunarverðar verur ekki viðlits. Hamingja Angelique logaði eins og lampi í hjarta hennar. Vafalaust átti rommið góða frá Vestur-Indíum sinn góða þátt í því. Guð blessi manninn, sem íann upp rommið. Þetta minnti hana á Hirð kraftaverkanna, samfélag útlaganna. E'n auðvitað var það enginn raunhæfur samanburður. Því allt hér tók lit og bjarma af návist mannsins, sem hún elskaði; þau höfðu ekki náð saman vegna vesældar sinnar og vonbrigða, heldur höfðu þau og fé- lagar þeirra myndað samfélag, sem hafði tekizt á hendur leynilegt og mikilvægt hlutverk, sem þau og aðeins þau gátu ráðið við og leitt til farsælla lykta. Þeirra var upphafið, ekki endirinn. En sem betur fór vissi enginn það og illu andarnir sem leituðu þeirra í vindunum myndu ekki finna þau. . . . Um langan og ókominn tíma myndu þau verða álit- in dauð, guði sé lof! Það var gott að Katarunk var útþurrkað. Þar sem Angelique lá þarna milli svefns og vöku upplifði hún margt þaðan. Eitt var ofar í sinni en fjaðurskrýddur írokahópurinn á árbakkanum, hrópandi heróp sitt, og það var, þegar hún sá Frakkana fyrst um nóttina, krjúpandi frammi fyrir Jesúítanum, meðan bandamenn þeirra, Húrónarnir steiktu fanga sinn liíandi; það fór um hana hrollur af andstyggð, þegar hún minntist þess og þögnin, ylurinn og notaleg návist vinanna, i Þessu neðanjarðarbyrgi virtist þvert á móti, búa yfir mjög sérstæðum og ógleymanlegum þokka. Henni myndi falla vel við Wapassou. Katarunk var dauðadæmdur staður. Það var eins gott að kveikja i honum í eitt skipti fyrir öll og þurrka hann út af yfirborði jarðar. Þar hafði hún haft þunga drauma. Hér svaf hún vel. Til að ná til Wapassou varð að yfirstíga marga örð- ugleika, Því í þúsundir eftir þúsundir ára höfðu fjöllin verndað þennan stað og hann -hafði legið einn og ósnertur og í kjarna kletta og fjalla lágu æðar gulls og silfurs. Indíánastigur lá að vísu fremur nærri, Þeir Indíánar sem endrum og eins notuðu hann, létu sér aldrei detta í hug að nema staðar hér, þvi þeir óttuðust skugga klettanna og anda fjall- anna. Og hver, sérstaklega um vetur, myndi voga sér að reyna að klöngrast upp snarbrattan bakkann við -hliðina á hálffrosnum fossinum, sem stóð -vörð um þennan dai, sem í voru þrjú stöðuvötn? Hver sýnin eftir aðra ieið henni fyrir augu. Henni þótti svo vænt um allt, sem -hún sá að tárin læddust -fram i augnakrókana. Þarna bar Joffrey de Peyrac við stormgráan himin, með Honorine í fangi sér; þarna voru Florimond og Cantor, álútir með syni Elviru á bakinu, en drógust þó ótrauðir áfram í gegnum aurinn og Yann le Couennec rétti gamla úrsmiðnum glas af rommi, þar sem hann stóð og regnið rann úr fötum hans og Ma-laprade neri ískalda fætur Elviru til að ylja þá. Og nú! Skelfilegur hiti var þetta! Angelique reis upp við dogg. Joffrey de Peyrac svaf við hlið hennar. H-ún minntist þess i skyndingu að það hafði verið hann, sem um kvöldið vafði hana í loðfeldi og lagði hana þarna. Hann sem síðastur hafði lagzt til hvíldar. Nú svaf hann hreyf- ingarlaus, svefni hinna réttlátu, svipurinn einbeittur og hvíldur. Hann hafði sigrað enn -einu sinni, borið hærri -hlut yfir stríði, yfir dauða, yfir höfuðskepnunum og nú safnaði hann Þrótti til að mæta enn nýjum degi. Hún starði á hann í aðdáun. .Tarðefnaþefurinn, sem hún hafði þegar í stað þek-kt af fötum námu- -mannanna fjögurra, lyktin sem hún fann af framréttum höndum þeirra, -hrjúfum og sárum af púðri og steinflisum, þessi jarðefnaþefur var alls staðar, eins og sérstök gerð af reykelsisilmi hafði fylgt honum eftir, hvar sem hann fór i gamla daga og fært honum einhverja sérstaka, 22 VIKAN 20- tbl- persónulega leynd. Hún vissi enn ekki allt um hann. Hún var að upp- götva -hann smátt og smátt. Hann var sá de Peyrac greifi, sem slegið hafði ljóma i augu allra, hei-ma í Toulouse með ríkmannlegu og höfð- inglegu líferni sínu, en gat einnig siglt -s-kipi í stor-mi, staðið keikur frammi fyrir -kógnum og soldánum . . . já, hann var allt Þetta i senn.... En handan við hermann og aðalsmann lá annar persónuleiki, næstum óþekktur, því enginn hans samtíðarmanna hefði getað skilið hann. Þar var maður námanna, maður vísindanna, sem leysir gátur alheimsins með því að af-hjúpa hin jarðgröfnu o-g ósýnilegu leyndarmál hans.. . . Hér í Wapassou hafði hann snúið aftur til iðra jarðar, þar sem gull og silfur sváfu; hann var kominn aftur heim í ríki sitt. Hún gat Þegar séð, þótt ekki væri af öðru en Því, hvernig hann svaf, að hér myndi honum líða betur en í Katarunk, og vegna þess að hann svaf svona fast, án þess að -kræla á sér, þótt -hreyfing yrði í -kringum -hann, án þess bókstaflega að vita af sér, vogaði hún að rétta hönd til hans og strjúka örið á kinn hans með móðurlegri hönd. 38. KA-FLI Trésmiðirnir tveir fóru aldrei frá sínum stað. Frá morgni til sólar- lags söguðu þeir trjábolina niður í planka og sögin svei-flaðist fram og aftur, eins og -hún gengi af eigin rammleik. Sumir hinna mannanna voru að fella tré, höggva af þeim greinarnar og laga þau til. Það átti að nota aspir, til að -klæða með veggina að innan, svarta eik að utan og í skíðgarðinn, furu í sperrurnar og hús- gögnin. Ailir unnu eins hratt og þeir gátu til að stækka húsið og hækka. Fyrst var aðalsetustofan tvöfölduð að lengdinni til og stóru svefnher- bergi bætt við fyrir Jónasarhjónin og börnin. Lítill klefi, sem óhjákvæmi- lega, vegna grýttrar undirstöðunnar, lá nokkuð -hærra en sjálft aðal- húsiö, var hreinsaður af tólum og tunnum, sem þar höfðu verið í geymslu og breytt í herbergi fyrir de Peyrac -greifa og -konu hans. Gluggi og steineldstæði, sem lá við reykháf sameiginlegum við aðalsetustofuna var bætt við. Sett var gólf í loftið og þar uppi voru matarbirgðirnar geymdar. Þar að auki var þetta einangrun, sem myndi -hjálpa til að halda húsinu heitu. Greifinn lét einnig grafa kjallara innundir klettana, til að geyma i tunnur með drykkjarföngum og þar var hesthús gert. Staðurinn endur- ómaði af axarhöggum, hamarshöggum, tilbreytingarlausu urgi sagar- innar og skellunum í plönkum og röftum, þegar mennirnir stöfluðu þeim upp. Sá dagur kom að allt Þakið var í einu fjarlægt af húsinu og Þau urðu að láta fyrirberast undir berum himni, eins og meðan á ferðinni stóð, umkringd kvakandi þröstum og gragandi öndum. Sem betur fór -var aftur komið gott veður. Þau nutu snemrnveturs bliðunnar, sem ekki var óalgeng í Kanada. Um mánaðamótin október—nóvember, kemur svo oft hlýr, þurrviðra- samur kafli. Aðeins næturnar voru kaldar og stundum á morgnana voru fjöllin svo undarlega blá, undir hvitu frostkögri. Allt frá fyrsta -morgninum var Angelique viss um að skoðun hennar á staðnum var rétt. Wapassou, sem þýðir „Silfurvatnið" var vel fall- inn staður,,mjög afskekktur staður, sem venjulegt fólk -myndi hika við að leita uppi. Það sem mestu máii skipti fyrir þau, var að búast fyrir veturinn. Birgðirnar sem -geymdar höfðu verið í Wapassou voru næstum þrotnar, að undanskildu-m maisnum og grísnum, sem námumennirnir höfðu ver- ið að fylla allt sumarið og þeir fjórmenningarnir höfðu verið -í þann veginn að leggja af stað til Katarunk, -þegar hópinn bar að garði. Nú

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.