Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 39
IBSIITIVERBLAUNAGETRAIN VIKUNNAR
Snemma í apríl var dregiö í verölaunaget-
raun Vikunnar um 32 vinninga, allt vörur frá
Ronson, en drætti var frestaö vegna sam-
gönguerfiðleika um landið, svo sem auglýst
var. Þrautin var í því fólgin aö finna átti í
hvaða stjörnumerki fimm ákveðnir atburðir
hefðu gerzt. Vegna nokkurs ógreinileika af
hálfu blaðsins var ákveðið að taka tvö svör
gild við fimmtu þrautinni, og verða rétt svör
þá á þessa leið:
1. Steingeitarmerkið.
2. Steingeitarmerkið.
3. Tvíburamerkið.
4. Tvíburamerkið.
5. Tvíburamerkið eða Bogmannsmerkið.
Mjög mörg svör bárust og voru flest þeirra rétt, þó rugluðst margir
á fyrstu þrautinni, þar sem spurt var hvenær bandarísku geimfararnir
þrír, Anders, Borman og Lowell, hefðu farið í kringum tunglið. Það
gerðu þeir í Steingeitarmerkinu, en geimförin sjálf hófst í Bogmanns-
merkinu. A þessu flöskuðu margir.
Þegar dregið var, féllu vinningar þannig:
Hárþurrkur:
Kristin Jónsdóttir, Engimýri 14, Akureyri.
Helga Brynjólfsdóttir, Strandgötu 2, Ólafsfirði.
Margrét Kolbeinsdóttir, Hásteinsvegi 7, Vestmannaeyjum.
Gylfi Gunnarsson, Langholtsvegi 78, Reykjavík.
Guðlaug Adolphsdóttir, Rauðalæk 53, Reykjavík.
Rafmagnshnífur:
Gerður Jónasdóttir, Hellu, Rangárvöllum.
Rafmagnstannbursti:
Aðalheiður S. Magnúsdóttir, Helgafellsbraut 15, Vestmannaeyjum.
— Já, hann er í snertingu við lífið, og við förum alveg að ráð-
um hans. Komdu og sæktu okkur klukkan tíu í fyrramálið. Snúðu
þér við Dinny, ég ætla að kyssa hann að skilnaði, og svo verður
hann að fara.
Hilary Cherrell sat í vinnuherbergi sínu og braut heilann um það
hvernig hann ætti að láta enda mætast í fjármálum sóknarinnar,
þegar stúlkan kom inn og kynnti: — Cherrell höfuðsmaður, ungfrú
Cherrell og ungfrú Tashburgh.
— Phú-ú! hugsaði hann, — þau láta ekki grasið gróa undir fót-
um sér.
— Frændi, sagði Dinny, — búðu þig undir að kveða upp Saló-
monsdóm.
— Vísdómur Salómons er nú nokkuð vafasamur, frænka mín góð.
Tökum til dæmis allar eiginkonurnar hans. Jæja?
— Hilary frændi, sagði Hubert. — Mér hefir verið sagt að þess
hafi verið krafizt að ég verði framseldur til Boliviu, vegna þess að
ég skaut kynblendinginn. Jean vill endilega að við giftumst þrátt
fyrir það.
— Einmitt vegna þess, skaut Jean inn í.
— Mér finnst þetta nokkuð áhættusamt og alls ekki réttlátt gagn-
vart henni. En við höfum ákveðið að leggja það fyrir þinn dóm, og
haga okkur eftir því.
— Þakka ykkur fyrir, sagði Hilary, ■—• en hversvegna veljið
þið mig?
— Vegna þess að við treystum dómgreind þinni.
— Dinny, þú veizt nú svo mikið úr hinni heilögu bók, þú ættir
líka að muna eftir úlfaldanum og síðasta hálmstráinu. En....
— Það er ekkert unnið við að bíða, sagði Jean, —- því ef hann
verður handtekinn, þá fer ég með honum.
— Myndirðu gera það?
— Auðvitað.
— Gætir þú komið í veg fyrir það, Hubert?
Rafmagnsskóbursti:
Bergur Sveinbjörnsson, Lyngási, Holtum, Rangárvallasýslu.
Eldunartæki:
Þórey Ellertsdóttir, Skúlagötu 22, Stykkishólmi.
Vignir Jónsson, Blönduósi, Austur-Húnavatnssýslu.
Blússlampar:
Hlíf Herbjörnsdóttir, Vengi, Stöðvarfirði.
Kolbrún Benediktsdóttir, Hagatúni 1, Höfn, Hornafirði.
Reykjarpípur:
Guðfinna Guðfinnsdóttir, Bröttugötu 13, Vestmannaeyjum.
Jóna Halla Hallsdóttir, Þrastarlundi, Garði.
Guðný Pálsdóttir, Hveratúni, Biskupstungum, Árnessýslu.
Högni Gunnarsson, Hjarðarfelli, Mikl., Snæfellsnesi.
Kveikjarar:
.Sigurður Blöndal, Nýbýlavegi 24 A, Kópavogi.
Guðrún Rósantsdóttir, Faxabraut 7, Keflavík.
Torfi Jónsson, Hellu, Rang.
Magnús Jónsson, Ljósafossi, Grímsnesi, Rang.
Rósa Ingólfsdóttir, Víðimel 42, Reykjavík.
Edda Angantýsdóttir, Grænuhlíð 8, Vestmannaeyjum.
Bragi Ásgeirsson, Hraunteigi 22, Reykjavík.
Guðrún Kristófersdóttir, Bröttugötu 19, Vestmannaeyjum.
Gestur M. Gunnarsson, Skólastíg 3, Stykkishólmi.
Guðjón Olafsson, Valdasteinsstöðum, Hrútafirði, Strand.
Magnús Þorsteinsson, Goðabyggð 13, Akureyri.
Sólveig Magnúsdóttir, Vesturgötu 33, Reykjavík.
Bergþóra Ketilsdóttir, Sóltúni 3, Keflavík.
Einar Björnsson, Hlégerði 1 1, Kópavogi.
Guðrún Friðriksdóttir, Kollugerði II, Akureyri.
Vigfúsína B. Pálsdóttir, Austurvegi 54, Seyðisfirði.
Sigurvegurum úti um land hafa verið send verðlaunin, en sigurvegarar
í Stór-Reykjavík eru beðnir að vitja verðlaunanna til I. Guðmundsson &
Co., Hverfisgötu 89, kl. 1—5 virka daga, gegn framvísun bréfs.
—- Nei, ég býzt ekki við því.
— Segið mér, er þetta táknrænt dæmi upp á ást við fyrstu sýn?
Hvorugt þeirra svaraði, en Dinny sagði:
— Það geturðu bókað, ég sá það strax á kriketvellinum á Lipp-
inghall.
Hilary kinkaði kolli. — Jæja, það er ekki verra; þetta henti mig,
og ég hef aldrei iðrazt þess. En heldurðu að það sé alvara í þessari
kröfu frá Bolivíu, Hubert?
— Nei, sagði Jean.
— Hubert?
— Eg veit það ekki, en pabbi er áhyggjufullur. Það er verið að
reyna allt til að koma í veg fyrir þetta. Ég get auðvitað sýnt örið,
það er eina sönnunargagnið sem ég hef.
— Það er lánið þitt.
— Það var ekki sérlega lánlegt þá, í því voðalega loftslagi, það
get ég fullvissað þig um.
— Ertu búin nað fá leyfisbréfið?
— Ekki ennþá.
— Náðu í það, ég skal gifta ykkur.
— Er þér alvara?
— Já, það getur verið að ég sé að gera einhverja vitleysu, en
ég held samt ekki.
— Það eruð þér ekki að gera, sagði Jean og greip um handlegg
hans. — Myndi það henta yður klukkan tvö á morgun, herra
Cherrell?
— Ég sé það í bókinni minni. Hann leit á hana og kinkaði kolli.
— Fínt! hrópaði Jean. — Þá förum við Hubert og náum í leyfis-
bréf.
— Ég er þér afskaplega þakklátur, Hilary frændi, sagði Hubert;
ef þér finnst þetta þá ekki rangt af mér.
— Væni minn, sagði Hilary, — þegar þú átt við stúlku eins og
Jean, þá máttu eiga von á slíku framvegis. Eg sé ykkur þá aftur,
guð blessi ykkur bæði!
20. tbi. VIKAN S9