Vikan


Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 46

Vikan - 14.05.1969, Qupperneq 46
Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og íallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð. voru jafnstór sporum Brors Helge og svarta gríman hafði verið í eigu konu Johans, eins og áður er sagt. Þessi tvö atriði voru talin meðal hinna mikilvægustu. Hinn 27. júli 1907 var dómur kveðinn upp í þessu óvenjulega máli. Bræðurnir voru báðir dæmdir í tíu ára hegningarvinnu. Dómsfor- seti slær þó varnagla. Hann segir í nánari skilgreiningu á dóminum, að hann vilji ekki bera „fullkomna ábyrgð" á þessum dómi, en hann sé byggður á þeirri einu, hugsan- legu skýringu, sem fengizt hafi á þessu dularfulla máli. Þar með bjuggust flestir við, að harmleikurinn í Gótahult væri úr sögunni. En reyndin varð önnur. SJÁLFSMORÐ í FANGELSINU Þremur dögum eftir að dómurinn var kveðinn upp kemur einn af fangavörðunum að Bror Helge, þar sem hann krýpur við rúm sitt. Hann kveðst ekki hafa getað sofið í tvær nætur. Sýnin um logandi vítiskvalir víkur ekki úr huga hans. Og hann kveðst stöðugt heyra rödd látinnar móður sinnar, þar sem hún ásaki sig fyrir að hafa leitt óhamingju yfir Johan bróður sinn. — Ég veit, að Johan er saklaus, heyrir hann hana segja aftur cg aft- ur. Síðan játar Bror Helge fyrir yfir- fangaverðinum, fangelsisprestinum og rannsóknardómaranum, að hann einn hafi myrt Önnu. Hann hafi hitt hana á Hovmantorps-stöðinni, og þegar hún hafi sagt honum, að hún hafi farið til læknis í Vaxjö og hann hafi tjáð henni að hún væri með barni, sem hann og enginn annar gæti verið faðir að, hafi hann orðið viti sínu fjær af reiði. Hann kveðst hafa hrint henni, svo að hún hafi fallið með höfuðið á járnbrautar- tein og látizt samstundis. Siðar setti hann líkið á árbakkann til þess að 46 VIKAN 20-tbl' svo liti út, sem hún hefði drukknað. Nóttina eftir sviptir Bror Helge sig lífi í klefa sínum i fangelsinu i Vaz- jö. Hann er fyrst grafinn í kirkju- garðinum í Vaxjö, en borgarstjór- inn mótmælir því. Að lokum er hin- um óhamingjusama bóndasyni frá Gótehult búinn hinzti hvílustaður í sorphaug skammt frá járnbrautar- stöðinni. Næstu árin varð gröf hans að hrúgu af litrikum blómum. Það voru blómvendir frá hinum ótal- mörgu aðdáendum, sem Bror Helge átti meðal kvenfólksins. DÆMDUR - OG SÝKNAÐUR Eftir játninguna, sem Bror Helge gerði áður en hann svipti sig lífi, krefst Johan þess að vera leystur úr haldi. En rétturinn hafnar kröfu hans. Með aðstoð læknisfræðilegra sérfræðinga, sem gefa þann úrskurð, að áverkarnir á höfði Önnu geti ekki orsakazt af því, að hún hafi fallið á járnbrautarteina, er rétturinn þeirrar skoðunar, að játning Bror Helge sé uppspuni, eða að minnsta kosti ekki rétt að öllu leyti. Averkarnir á höfði Önnu orsakast af einhverju áhaldi, að öllum likindum hamar, segja sér- fræðingarnir. Húsrannsókn heima hjá Johan leiðir í Ijós, að einn ham- ar vantar í áhaldasafn hans. I júlí 1908, eftir rannsóknir og vfirheyrslur í heilt ár, er Johan Helge dæmdur sem hinn eini seki í málinu — í tíu ára hegningar- vinnu. Hann áfrýjar dóminum til hæstaréttar og er sýknaður þar, „vegna skorts á sönnunargögnum" ems oa segir í dómsúrskurðinum. En í Gátahult og Hovmantorp lif- ir saqan áfram. Efnt er til almennra samskota til að reisa leastein á leiði Onnu Johansson, en hún var grafin alveg inn við kirkiuvegginn í Hov- mantorp. A grafsteininum er svo- hljóðandi áletrun: „Hér hvílir Anna Johansson, fædd 30/9 1877 Var myrt af elskhuga sínum, Bror Helge, 11/3 1906". — Og neðar á steininum stendur þessi tilvitnun: „Dauðinn sefar sérhvern harm. Á himnum er allt fyrirgefið". Þessi óvenjulegi legsteinn átti eftir að verða ærið sögulegur. Þeg- ar biskup landsins kom í heimsókn á þessar slóðir 1926, reyndu nokkr- ir prestar að fá kirkjuráðið til að fjarlægja þennan makalausa stein, áður en biskupinn kæmi. En það tókst ekki. Þá tóku þeir það til bragðs að snúa steininum, þannig að áletrunin vissi að kirkjunni og erfitt var að lesa á hann Reiðir borg- arar sneru steininum aftur við og þannig stendur hann enn í dag. Enn er rætt um gátuna dularfullu í Gátahult. Fólk sættir sig ekki við niðurstöður dómstólanna. Á mark- aðstorgum og 1 bjórknæpum eru oft sungnar tregablandnar vísur um fal- legu þjónustustúlkuna Önnu Johans- son og dapurleg örlög hennar. ☆ Palladómar Framhald af bls. 11 einkennilegra keppinauta, en forsmáir spaka sauði, sem rekast troðnar götur í hjörð Sjálfstæðisflokksins og renna heimfúsir í réttina. Kunn- ingjum sínum er hann tröll- tryggur, enda óspar á fvrir- greiðslu og rausn, ef honum býður svo við að horfa. Hann temur sér drengskap forfeðra sinna í báðar ættir, ef vel- þóknun hans eða aðdáun er föl, og reynist þá stórtækur. Myndi óvildarmönnum Birg- is umhugsunarefni og skiln- ingsauki, ef þeir vissu hjálp- semi hans og kynnu að skil- greina flókið sálarlíf þessa viðkvæma harðjaxls. Hann ]»;ett i viðsjáll eftir sem áður, en slyppi við hatur og tor- tryggni. Sjálfstæðisflokkurinn getur varla án Bir gis Kjarans verið fyrst liðveizlu hans er kost- ur, þó að hann leggi stund á stjórnmál líkt og íþrótt. Birgir vildi komast hjá því að verða fugl í búri og sætti sig þess vegna við þátttöku í dansinum kringum falskan gulikálf, en kom sér upp í miðjum látbragðsleiknum fílabeinsturninum, þar sem hann fer sínu fram. Þaðan hverfur hann raunar í glaðri tilhlökkun að fella af sér álagahaminn úti á sjávar- ströndu eða uppi í öræfageimi hraðfleygar auðnustundir í dýrð síns fagra lands, en fjötr- ast svo aftur uppruna og skyldugrónu umhverfi, þegar upjjboðið á torgi sýndar- mennskunnar kallar hann á vettvang. Því er von, að Birgi Kjaran þyki vænt um örninn. Hann er tákn þeirrar ímyndunar, sem einkennir þennan tvískipta og sérstæða mann og gerir svo stórlvndum en vonsviknum góðborgara líft niðri í bvggðinni. Lúpus. Eftir eyranu Framhald af bls. 31. því að ein hljómsveitanna hefur algerlega horfið í skuggann og hennar yfirleitt ekki getið frekar en hún hafi ekki komið fram á skemmtuninni. Hér er átt við Roof Tops, sem sannarlega eiga betra skilið. Þeir sýndu það líka á skemmtuninni, að þeir standa Flowers og Hljómum (í stafrófs- röð) alveg á sporði. Þessi mis- skilningur er sprottinn af því, að dómnefnd var til kvödd til þess að skera úr um það, hver af hin- um þremur hljómsveitum unga fólksins 1969, Flowers, Hljómar eða Roof Tops (í stafrófsröð) skyldi taka þátt í einhverri pop- hátíð í Svíþjóð. Var þessi ráð- stöfun gerð með fullu samþykki hljómsveitanna þriggja. Dóm- nefndina skipuðu Árni Scheving, Baldvin Jónsson, Jón Múli Árna- son, Pétur Steingrímsson og Þur- íður Sigurðardóttir. Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu, að tvær hljómsveitir skyldu dæmast jafn hæfar til utanfararinnar, Flowers og Hljómar. Að vísu fylgdi þessum úrskurði þau um- mæli nefndarinnar, að Hljómar væru betri músikantar en þrír nefndarmanna, Baldvin, Pétur og Þuríður greiddu atkvæði með Flowers meðfram sökum þess, að þeir hefðu átt meiri ítök í áheyr- endunum, en einnig vegna þess, að þeir væru dæmigerðari pop- hljómsveit. Að minni hyggju er það ómak- legt að gefa einni hljómsveit plús fyrir skrílslæti nokkurra ung- linga, sem voru ölvaðir í ofaná- lag og hefðu þeir enfndar- menn sem gáfu Flowers atkvæði sitt mátt sleppa fyrrnefndu at- hugasemdinni, því að hin síðari nægir. Ekki fékk dómnefndin á milli séð, hvort sjónarmiðið væri þyngra á metunum „meiri pop- hliómsveit“ eða „betri músikant- ar“ og þess vegna var báðum hljómsveitunum gert jafnt undir höfði. Ekki varð það til að gera þetta mál einfaldara, að daginn eftir skemmtunina birtist í Vísi frá- sögn, þar sem frá því var skýrt, að Hljómar hefðu hreppt titilinn „Hljómsveit ungu kynslóðarinn-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.