Vikan - 14.05.1969, Side 49
r
NÝTT FRA RAFHA
56 LÍTRA OFN
WEÐ LJÓSI,
yfir- og undirhita
stýrt með hita-
stilli. Sérstakt
glóðarsteikar-
element (grill).
Klukka með
Timer.
I
J
Ýmislegt um upphaf
áþreifanlegra
getnaðarvarna
Framhald af bls. 19
það sem Casanova minntist á á
átjándu öld, sem leið, hálfkreista,
hálfa sítrónu. Raunar hefur hún
varla getað verið þétt lok yfir
leghálsopið, en mjög góð sæðis-
eyðing. Ennfremur eru til heim-
ildir um, að ákveðnar konur í
Austur-Evrópu hafi á öldinni
sem leið, látið búa sér til leg-
hálsop úr mjúku bývaxi.
Á síðustu öld var svo farið að
gera verjur úr örþunnu gúmmíi,
ekki aðeins fyrir konur, heldur
líka karla. Gúmmíverjur karla
voru mikil framför frá því sem
áður var, en allt frá tímum Róm-
verja hinna fornu voru slíkar
verjur til, gerðar úr geitarblöðru,
og þá einkum til varnar kyn-
sjúkdómum, fremur en getnaði.
Og enn í dag eru gúmmíverjur
karla víða í löndum aðeins seld-
ar sem fyrirbyggjandi fyrir kyn-
sjúkdóma (prophylactic), þótt
sjálfsagt séu þær ekki keyptar í
þeim tilgangi, svo í rauninni eru
þær harla lítilsverð vörn gegn
kynsj úkdómum.
Innanlegsverjur var ekki al-
mennt farið að nota fyrr en fyr-
ir svo sem 10 árum. Þær voru þó
til miklu fyrr, og virðast sums
staðar hafa verið notaðar með
góðum árangri. Sagt er, að sumir
hirðingjaflokkar hafi komið
steinvölum fyrir í legi úlfalda
sinna, tii að þeir fengju ekki
fang. Sagt er líka, að innfæddir
læknar á Jövu hafi látið teygju-
gorma í leg Jövustúlkna, og
kann það að vera skýringin á
því, að innfæddar stúlkur, sem
leigðar voru ungum sonum hol-
lenzkra fjölskyldna til félags-
skapar virðast svo sjaldan hafa
orðið þungaðar. En sambærileg-
ir hlutir skutu ekki upp kollin-
um í Evrópu fyrr en á síðari
helmingi síðustu aldar.
Fyrstu hlutirnir af þessu tagi
voru raunar einvörðungu settir
í leghálsinn og áttu að loka hon-
um, þannig að sæðið kæmist
ekki í gegn. Þessir hlutir voru
kallaðir óskabein, flibbahnappar
og stilkar, allt eftir lögun sinni.
Því miður reyndust þeir ekki
vel og ollu tíðum sýkingu í legi.
En á fyrstu árum okkar aldar
var fundinn upp gormvafinn
silfurþráður, sem komið var fyr-
ir í leginu og kom í veg fyrir
þungun. Illu heilli gafst þetta
ekki vel í fjórðungi tilfella. Samt
var haldið áfram tilraunum í
þessa átt í mörgum löndum
heims, og fyrir um áratug fannst
lausn, sem talin er góð, enda var
þá plastið komið til sögunnar.
Svo sem fram kemur í útdrætti
úr bókinni Pillan og lífið, hefur
þessi vörn sem aðrar þó einnig
sína ókosti, og verður fólkið
sjálft að vega og meta, bera
kostina og ókostina saman, til
þess að komast að heppilegustu
niðurstöðunni fyrir það sjálft.
Það sem í þessum efnum gildir
fyrir fólkið í næsta húsi, þarf
engan veginn að eiga við í þessu.
Útdráttur sá, sem VIKAN birt-
ir um þessi mál, á að verða til
að auðvelda fólki að einhverju
leyti val milli aðferða. Að sjálf-
sögðu er hér ekki allt sagt í
hverju máli, heldur stiklað á
stóru og aðeins reynt að gera því
skil sem er lágmarksþekking
hvers hugsandi manns í þessu
efni. í næsta blaði verður svo
sagt frá ófrjósemisaðgerðum á
körlum og konum, rímaðferðinni
og fleiru.
*
Við hverja snertingu
hans
Framhald af bls. 29.
ingu, þá kemur fram algjör löm-
un sjúklingsins. Öll tilfinning
hverfur, sjúklingurinn finnur
ekki fyrir líkamanum frekar en
hann væri ekki fyrir hendi.
Batáhorfur eru mjög litlar.
Hann strauk hönd Janine þótt
hann vissi að hún gæti alls ekki
fundið það. Hann hafði getað
stungið nál á kaf í líkama henn-
ar án þess hún fyndi fyrir því.
Síðan voru nú liðnar sautján
klukkustundir. Klukkan var
fjögur eftir hádegi. Haller stóð
í herbergi taugasérfræðingsins
Dr. Endres, en Janine lá á deild
hans. Niðurstöður frá fyrstu
rannsókninni voru nú fyrir
hendi.
— Þér getið talað hreint út
um málið við mig, sagði Haller.
Hve oft hafði hann ekki heyrt
þessa setningu, þegar hann var
sá, sem kvað upp dóminn. Fyrir
uppskurðinn, að uppskurði lokn-
um, angistarleg andlit ættingj-
anna, vonina, örvinglunina, tár-
in. Trúna á kraftaverk.
Nú hafði hann hlutverka-
skipti.
Dr. Endres gekk melð honum
út að glugganum og hélt röntgen-
2°. tbi. VIKAN 49