Vikan


Vikan - 22.04.1970, Side 6

Vikan - 22.04.1970, Side 6
ATHUGIÐ Ef þú ert að byggja eSa þarft aS bæta og jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum viS þaS hagkvæmt aS líta viS hjá okkur, því aS sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali. Gott verS. LITAVER KS»taZ2-24 3OZ80-32262 AÐEINS KURLASH augnabrúnaplokkari með fingragripi, hefiralla þessa kosti: Rennur ekki. Gefur fullkomna yfirsýn. Þér náiS auðveldlega öruggu taki Grípur örugglega örsmá hár. Heildsölubirgðir: H. A. TULINIUS HEILDVERZLUN AfbrýSisöm Kæri Póstur! Ég ætla að biðja þig að ráða fram úr vandamáli fyrir mig. Ég er hrifin af strák og við vor- um einu sinni saman. En nú er önnur stelpa komin tiL sögunn- ar, og þau eru byrjuð að vera saman. Ég er svo voðalega af- brýðisöm, af því að ég er enn hrifin af honum. Mig hefur dreymt stelpuna tvisvar sinnum; í fyrra skiptið illa, en í síðari skiptið dreymdi mig, að við vær- um orðnar góðar vinkonur. Hvað á ég að gera til að ná sambandi við hann aftur? Stella. P.S. Hvernig er skriftin og stafsetningin? Þú skalt ganga hreint til verks, hafa samband viff hann og spyrja hann hreinlega, hvort hann vilji hafa eitthvaff meff þig aff gera effa ekki. Þá er máliff útrætt og þú þarft ekki að þjást í naganði óvissu. Ef hann vill heldur hina stelpuna, þá lætur þú eins og ekkert hafi ískorizt og ferff að svipazt um eftir nýjum — og kannski miklu betri. Hrútur og Vog Kæri Póstur! Ég hef ósköp lítið að segja, en þó kvelst ég af forvitni og langar að spyrja: Hvernig eiga saman Hrúturinn og Vogin? Gæti hjónaband blessazt? Kveðja, Sigga. Þeir sem fæddir eru í Hrúts- merkinu og Vogarskálarmerkinu eru andstæðrar náttúru, en bæta oft á tíffum hvort annaff upp. Hjónaband getur því vel bless- azt, en nokkur hætta er á, aff þaff verffi stormasamt á köflum. Sjúkraliðar og stjörnuspá Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að gefa mér einhverjar upplýsing- ar um sjúkraliðanám: hversu langt það er og hvaða menntun þarf til að komast í það og hvort það er eitthvert aldurstakmark og eins í hverju starfið er fólgið á sjúkrahúsunum. Eins langar mig til að vita, hvaða merki eiga bezt saman við meyjarmerkið. Ég er mikið með manni, sem fæddur er í krabbamerkinu, en mér finnst við ekki eiga mjög margt sam- eiginlegt. Hann er mjög dulur og innhverfur, og við eigum stund- um erfitt með að tjá okkur hvort gagnvart öðru. Einnig höfum við töluvert ólík áhugamál. Svaraðu mér fljótt. Með kæru þakklæti. Stella. Þeir sem fæddir eru í meyjar- merkingu og krabbamerkinu eiga lieldur vel saman. Krabbinn er yfirleitt miklu tilfinningarík- ari og viffkvæmari, en meyjan hins vegar skynsamari og raun- særri og kemur þaff nokkuff heim og saman viff þaff sem þú lýsir. En ykkur ætti aff farnast vel í sambúffinni þrátt fyrir þaff. Sjúkraliðanám tekur átta mán- uffi. Fyrst er bóklegt námskeið í einn mánuff en síffan tekur viff vinna á sjúkrahúsi. Námiff er fólgiff í hjúkrunarstörfum, og starf sjúkraliffa er taliff mjög gagnlegt fyrir sjúkrahúsin. Er tyggigúmmí skaðlegt? Kæri Póstur! Þú leysir vanda svo margra, sem skrifa þér, og þess vegna datt mér í hug að senda þér línu. Vandamál mitt er kannski ekki sérlega stórvægilegt, en það veldur þó áhyggjum og leiðind- um og þætti mér vænt um, ef þú vildir svara mér vel og skyn- samlega, eins og þú gerir oft, en ekki þó nærri alltaf. Þannig er mál með vexti, að dóttir mín tyggur tyggigúmmí í tíma og ótíma. Þessi ávani henn- ar fer óskaplega í taugarnar bæði á mér og ekki síður pabba hennar. Hún er eins og allir krakkar, sem komnir eru yfir tíu ára aldurinn, hræðilega þrjózk og lætur sér alls ekki segjast. Henni er sannkölluð fróun að því að tyggja sitt tyggigúmmí beint fyrir framan augun á okkur, — auðvitað fyrst og fremst af því að hún veit, að við getum ekki þolað það. Ég hef einhvern tíma heyrt því fleygt, að tyggigúmmí hreinsi tennurnar og hef alltaf staðið í þeirri meiningu, að það sé ekki skaðlegt, heldur aðeins hvimleitt og óþolandi ósmekklegt að vera jórtrandi sí og æ, að minnsta kosti að dómi langflestra. Ég veit, að í flestum skólum til dæmis er bannað að tyggja tyggigúmmí í tímum. En nú kem ég að aðalefni þessa bréfs. Vinkona mín sagð- G VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.