Vikan


Vikan - 06.08.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 06.08.1970, Blaðsíða 21
Þannig var nú þetta. Og fyrst þessi gamli fjárbóndi gat rætt við sjálfan sig að lokinni dagsins önn og haft af því nokkra ánægju, þá finnst mér hlutur minn smár, ef ég er ekki fær um að taka upp sama hátt... Hann hafði oft orð á því, að sér virtist vaxandi fólk lineigjast til hóg- lífis og manndómsleysi að ágerast, enda allt i afturför. Nú þurfti að setja hann við ýmsu, sem engiun taldi áður þörf, sjálfsagt í því augnamiði, að þessi lýður, sem aldrei varð þreyttur, færi sér ekki að voða. Hann þekkti þá tíma, að meðalbændur áttu lagartunnu af brennivíni á stokk- um lieima hjá sér. Nú var ekkert til nema „spanjólagutl“ eða þegar hezt lét smj’glað brennivín, en það var alltof sjaldan, sem þess var kostur. ()g ekki voru menn að drekka sig fulla — þeir voru engir hænuhausar. Nei, ónei. 'AIllaf þótti lionum nú gott hlessað bragðið, en það var nú helzt aldrei von um að finna það nú orðið. Já, þessvegna skeði óhappið. — Þetta var á sólríkum sumardegi. Hita- gufan stóð upp af leirunum, þegar út féll, og hestarnir voru sveittir. Brúnt hárið dálítið hæruskolið, lá svilastorkið niður á enni bóndans. Hann var búinn að binda og farinn að slá. Honum var farið að leiðast eftir lestinni. Bölvað slórið i stráknum. — Jú, þarna komu hestarnir skokkandi. Hann stakk niður orfinu, gekk á móti þeim, og klappaði á kollinn á mórauðu tíkinni, sem ávallt fylgdi honum. -— Já, lnm Móra — bezti vinurinn. Reipin voru tekin niður og þeim lcastað í hrúgu. Milliferða- maðurinn, sem liálft i hvoru bjóst við átölum fyrir seinlætið, kom hikandi með flösku í mórauðum ullarbandssokk og rétti húsbónda sinum: — Konan þin sendir þetta og segir að þú eigir að drekka það strax, áður en það kólnar. Bóndinn, sem fyrir löngu er hættur að hyggja á neina notasemi úr þeirri átt, og liefur fremur slæma reynslu af afturhvarfi til rómantiskra hugleiðinga, kastar flöskunni frá sér út í móa og snýr sér að þvi að Að vitum barst ilmur af sterku kaffi blandaður angan af ákavíti. Það er eins og tilveran staðni um stund. Guð minn almáttugur. Ég átti ekki von á þessu ... Iáta upp á hestana og koma þeim af stað. Hann gengur svo og hugar að heimansendingunni. — Liklega bezt að sötra kaffið — þarna liggur sokkurinn. Bóndinn tekur hann upp. Nú er i honum brotin flaska og allt runnið úr henni. Að vitum berzt ilmur af sterku kaffi, blandaður angan af „01denborgarákavíti“. Það er eins og tilveran staðni um stund. „Guð minn almáttugur hjálpi mér, ég átti ekki von á þessu“. — Mórauða tikin dillar skottinu og litur á húsbónda sinn í þögulli spurn. Nasar í þúfuna, ýtir með trýninu við þessari óheilla steinvölu, sem þarna, varð fyrir og olli skapbrigðum húsbónda hennar. Framhald á bls. 44 32. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.