Vikan


Vikan - 06.08.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 06.08.1970, Blaðsíða 50
Arfur og örlög Framhald af bls. 33. hvað um sjálfa sig. Eg gat togað upp úr henni, að heimili hennar væri í Vínarborg nálægt Franz-Jósefs-járnbrautarstöðinni. — Hún var mjög uppburðarlítil er hún sagði mér frá þessu, — en skyndilega losnaði um málbeinið á henni, og henni tókst alveg að fóta sig á enskunni. — Það er systir mín, sagði hún og tár streymdu niður vanga hennar. — Eg held, að nafnið hennar standi í dauðabókinni hans. — Guð almáttugur, hrökk upp úr mér. — Um hvað ertu að tala, barn? — Svörtu minnisbókina hans, sagði Anna- lísa þrákelknislega. — Svörtu bókina hvers? — Herra Ruperts. Ég góndi undrandi á telpuna og lagaði á mér sundbolinn. — Elsku Annalísa mín, ég skil ekki orð af þessu. Um hvaða bók ertu að tala? Meinarðu minnisbókina, sem hann er alltaf með í jakkavasanum? Hún kinkaði kolli án þess að horfa á mig og hélt áfram að snökkta, en ég lagði ekki í að hughreysta hana af ótta við að hún félli þá alveg saman. En þá mundi Eva koma hlaupandi til að sjá, hvað um væri að vera. — Þau verða öll sömul drepin, snökti hún og horfði nú framan í mig. — Hver verða drepin? Hún svaraði ekki spurningunni en sagði eftir nokkra þögn: — Ég hef ekki frétt neitt af Trudi, systur minni. Við eigum ættingja í Englandi og við héldum, að við ættum að fara þangað og búa hjá þeim. —- Hvar í Englandi eru þessir ættingjar? Kannske gæti ég orðið til einhverrar hjálp- ar, þegar ég kem heim aftur. — Þau eiga heima í London. Stepnew- stræti númer sjö. Ég hrökk við, er ég heyrði heimilisfangið, en ég hafði séð það á bréfi á skrifstofu flótta- mannahjálparinnar. — Kannizt þér við þessa götu? spurði hún áköf, er hún sá hvernig mér varð við. — Nei, Annalísa, nei, en haltu áfram. — Systir mín hefur skrifað til þeirra. Það er ekki gott fyrir Gyðinga að eiga heima í Vín núna. Þér vitið, að við erum Gyðingar, er það ekki? — Jú, ég veit það. — Þess vegna viljum við komast burt og systir mín skrifaði. En síðan hef ég ekkert heyrt frá henni. Eg hef skrifað henni, en hún ekki svarað. Við bjuggum saman og höfum alltaf verið saman. Mér varð undarlega innanbrjósts. Ég sá í huganum andlit ungfrúar Tuckers ásamt þrem niðurbrotnum flóttamönnum, sem sátu að baki hennar. — Ah, ég er viss um að þú átt eftir að heyra frá henni fyrr eða seinna, tókst mér að segja. — Kannske er hún komin til London.. — Þá mundi hún hafa sagt mér það, svar- aði telpan og hristi höfuðið. — Ég hef þrisv- ar skrifað henni og hún ekki svarað. — Vesalings Annalísa mín, sagði ég ráða- laus, og nú var telpan að falla í grát aftur. Nú kom Rupert askvaðandi með þær Rósu og Margit sína hvorum megin við sig. Hann gat hafa heyrt siðustu orð okkar. Hann sleppti handlegg Rósu — en ekki Margitar — og strauk hár Önnulísu. — Hvað angrar þig, Annalísa mín? spurði hann. Hún vék undan snertingu hans, og hann hló og mælti: — En hvað þú ert feimin. Ég tók eftir, að Margit brosti líka, eins og þau ættu sameiginleg leyndarmál. Mér þótti framferði þeirra andstyggilegt. Rósa hafði dregið sig frá og var ekkert broshýr. — Af hverju ertu að gráta, Annalísa? spurði Rupert aftur. Svo vatt hann sér að mér og þóttist vera reiður. — Magga, hvað á það að þýða að græta Önnulísu? — Ég held hana langi til að komast heim, svaraði ég með hægð. — Einmitt, — heim til Vínar. Þaðan er hún, telpukjáninn. — Það er falleg borg, ekki satt, Rupert? varð Margit að orði. Annalísa sagði ekkert, og ég vissi ekki, hvað ég átti að segja. — Og sérstaklega nú, hélt Margit áfram brosandi og ók sér upp að Rupert. Rósa stóð ítyrr og virti þau fyrir sér. Eg held hún hafi verið aumari en Annalísa, og hún reyndi ekki að leyna því. — Vín hlýtur að vera dásamleg borg, hélt Margit áfram. — Ég vildi óska að ég væri komin þangað. Æ, Rupert, þú verður að fara með mig þangað undir eins. . . . — Æ, haltu þér saman, stelpukjáni, svar- aði hann. Þetta var einmitt það, sem ég vildi sjálf sagt hafa, en ég mundi ekki hafa notað þessa tóntegund. — É'g vildi óska, að þið bæði hélduð ykk- ur saman, gall ég við. — Þú ásakar mig fyrir að græta Önnulísu, Rupert, en veiztu, hvað þú ert sjálfur að gera? Að svo mæltu vatt ég mér að Margit og sagði reiðilega: — Ég geri ráð fyrir, að yð- ur finnist Vínarborg svona spennandi af því Hitler er þar. Af hverju snúið þér yður ekki að honum? — Ah, sagði hún letilegri röddu. Svo hall- aði hún sér aftur á bak og virti mig drembi- lega fyrir sér gegnum hálflukt augu. Svo sneri hún sér að Rupert og kleip hann í handlegginn. — Hún er ekki sérlega vingjarnleg við mig, Rupert, sagði hún móðguð. — Af hverju læturðu hana komast upp með þetta, Ru- pert? — Þú mátt ekki móðga gesti mína, Magga. Ég held þú ættir að biðja Margit afsökunar. En ég var ekki Skoti fyrir ekki neitt og vildi ekki láta mig, þótt ég hefði ekki sem beztan málstað, og svaraði því: — Afsaka mig fyrir hvað? Eg fæ ekki betur séð en að Margit hafi komið ósmekklega fram. Það eruð þið tvö, sem ættuð að biðja Önnulísu afsökunar. Ég hefði auðvitað átt að gera mér ljóst, að sú sem tók þetta mest nærri sér, var Annalísa. Hún stóð álengdar og drúpti höfði og var hin eymdarlegasta að sjá. Enginn gaf sér tíma til að taka eftir, hvað Paul litli að- hafðist. En hann hafði gengið út á bryggj- una, misst jafnvægið og dottið ofan í annan bátinn. Hann meiddi sig ekkert sem heitið gat en gaf frá sér hátt hræðsluvein, sem yfirgnæfði allt annað. Ég man illa, hvað gerðist næstu andartök- in. Eva hlýtur að hafa sett met í viðbragðs- flýti, því áður en varði stóð hún með dreng- inn í fanginu á bryggjunni. Hún snupraði Önnulisu fyrir að hafa ekki haft auga með honum. — Æ, guð minn góður! kallaði Rupert upp yfir sig og sendi mér augnaráð sem gaf til kynna, að samtali okkar væri ekki lokið enn. Svo yppti hann öxlum og hvarf á braut með Margit, sem hló eins og allt þetta hefði verið gert henni til skemmtunar. En mér sendi hún þó ógnandi og reiðilegt tillit. Er þau voru komin nokkur skref í burtu, dró Margit Rupert að sér, og hann kyssti hana lengi og innilega. Rósa stóð miður sín í sömu sporum og gleypti þau með augunum. Eva jós nú af skálum reiði sinnar yfir veslings Önnulísu og hjúfraði drenginn að sér. Ég gekk til hennar og mælti: — f al- máttugs bænum! Drengurinn hefur sem bet- ur fer ekki meitt sig neitt alvarlega og það er ekki hægt að kenna Önnulísu um, að hann datt. Ef nokkur á sökina, þá er það ég, þvi ég sat næst honum. Þér skuluð ekki dekra um of við drenginn, Eva. Það gerir bara illt verra. Eftir fimm mínútur verður hann búinn að gleyma öllu saman, ef hann fær að vera í friði. Ég hlýt að hafa komið öllum á óvart með þessum orðum mínum. Ég býst við, að enginn hafi talað þannig við hana fyrr. Hún varð svo undrandi, að hún hlýddi og setti dreng- inn niður. Svo birtist Ferencz læknir milli trjánna. Ég er viss um, að hann hefur heyrt þetta allt saman. En ég hafði haldið, að hann skildi ekki ensku. Hann horfði á einn af öðrum. En nú var Eva búin að endurheimta aftur sjálfsöryggi sitt og sagði hvatlega við mig: — Ég sé, að þér hafið lítinn skilning á börn- um. Auðvitað bar yður að hafa auga með honum. Mér þykir undarlegt, að tvær mann- eskjur skuli ekki geta passað eitt barn. Þér getið ekki reiknað með, að ég sé alltaf ná- læg. Ég hringi eftir lækni. Þetta hljómaði sem fjarstæða. Maður hennar var læknir og stóð við hlið hennar. Hann gekk að henni og lagði hönd á arm hennar. En hún sendi honum reiðilegt augna- tillit og var gráti næst. — Þetta er líka þér að kenna, sagði hún. — Við áttum aldrei að fara hingað. Nú rann upp fyrir mér, að hann skildi ensku. En hann svaraði ekki konu sinni. Nú brast hún í grát og hann tók handleggjun- um um hana og hélt henni þétt að sér. Eg tók Paul litla upp og bar hann að leik- fangakubbunum sínum, settist á hækjur mín- ar og tók að raða kubbunum. En hann stóð snöktandi hjá. Svo skaut hann fram hand- leggnum og velti um húsinu, sem ég hafði reist. Þá leit hann á mig og aðgætti hvort ég væri reið, en ég hló, og þá gerði hann það sama, og þar með féll allt í ljúfa löð. Smátt og smátt dró fólkið sig burt. Eva hvarf inn í húsið með son sinn, enda beið hennar matartilbúningurinn. Ferencz lækn- ir gekk yfir grasflötina og tók Önnulísu með sér til að segja eitthvað hughreystandi við hana. Eftir voru aðeins við Rósa. Hún hafði ekki lagt eitt einasta orð í belg. En nú sett- ist hún á lágan garðinn, sem afmarkaði lóð- ina og sagði: — Hann er nefnilega Júði í aðra ættina. — Hvern eigið þér við? spurði ég gröm. — Imre, mann Evu. Vissuð þér það ekki? — Hvernig átti ég að vita það? — Æ, hvað þér eruð bjálfaleg, gall hún við æf. Ég svaraði engu en horfði út yfir vatnið. Sólin var hnigin, og svört ský hrönnuðust úti við sjóndeildarhring. Það leit út fyrir, að stormur væri í aðsigi. — Eva er dauðhrædd, hélt hún áfram. — Þess vegna hangir hún utan í Rupert. Hann er nefnilega frændi hennar. — Og hvað getur Rupert gert? spurði ég og horfði enn út yfir vatnið. — Hann getur gert það, sem hann vill, — ef hann bara vill. Framhald ( næsta blaði. 50 VIKAN 32 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.