Vikan


Vikan - 06.08.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 06.08.1970, Blaðsíða 33
fyrrum hafði verið trúlofaður mér. Það mundi vera bæði grunnhyggnislegt og ótugt- arlegt af mér að gera hana afbrýðisama. — Ég hafði ekki séð hann í tólf ár, þegar ég hitti hann í meginlandshraðlestinni, Mar- git. Við þekktum naumast hvort annað. — Einmitt, sagði hún, og ég sá á henni, að hún trúði ekki vel því, sem ég sagði, og hún fylgdist vel með, þegar ég var kynnt hinu fólkinu. Þetta var stór og falleg villa, sem Rupert átti; fjöldamörg gestaherbergi. Mér var boð- ið upp á lítinn skála, spölkorn frá aðalhús- inu. Allt innanhúss þar var hið snoturleg- asta. Á litlu náttborði var smáhlaði af ensk- um bókum ásamt vasaljósi, ef mig langaði til að fara á stjá á nóttunni. Umhverfis hús- ið var stór blómagarður með einstaka trjám. 'Garðurinn var girtur frá vatninu með lág- um vegg. Við dálitla bryggju voru bundnir tveir róðrarbátar. Eva Ference var ein af hinum ungversku frænkum Ruperts. Hún stóð fyrir húshald- inu og öllum innkaupum. Hún var ung, fal- leg kona, mjög settleg og nákvæm í öllum greinum en laus við allan hlýleik í fram- komu, nema hvað snerti Paul son hennar. Imre, maður hennar var læknir og talsvert eldri en hún. Hann dró sig talsvert úr. Augu hans voru dökk og dapurleg. Erfitt var að ímynda sér hann sem mann Evu. Þau hjón töluðu naumast saman. , Paul litli, sonur þeirra, var aðeins tveggja ára, skemmtilegasti snáði, en virtist of mik- ið dekurbarn. Er ég hafði haft fataskipti, blandaði ég mér í hópinn. Eva spurði mig sömu spurningarinnar og Margit áður. Ég skýrði henni frá, að við Rupert hefðum kynnzt á háskólaárunum. Já, sagði hún þá og kinkaði kolli. -—■ Hann er mjög gáfaður maður. Og hann hef- ur trausta skapgerð, eins og þér vitið sjálf- sagt. Þetta var sú svartasta lygi, sem ég hafði heyrt. Maður, sem fer jafnfrjálslega með sannleikann og hann, getur ekki talizt hafa trausta skapgerð. Og svo var líka vafasamt, hversu vel hann kom fram við kvenfólk. Hann hlýtur að eiga glimrandi líf fram- undan, hélt Eva áfram. — Hann fer vafa- laust út í pólitík. Einmitt? sagði ég varkárlega. — Hvaða flokk vinnur hann fyrir? — Ég þekki ekkert til enskra stjórnmála, svaraði hún stíflega og kallaði á son sinn. Rósa, sú eldri af þeim Kiss-systrum, yrti næstum ekki á mig. Hún var fimm árum eldri en Margit systir hennar, sem var miklu laglegri og öfundaði hana sjálfsagt. Ég gat vel skilið þetta, þar sem ég hafði verið í sömu aðstöðu, hafði öfundað Ellen systur af því karlmennirnir sóttust svo mjög eftir henni. En ég hafði náð mér niðri á henni með því að stunda nám við Oxford-háskól- ann. En Rósa hafði sjálfsagt aldrei fengið tæki- færi til að sleppa burt frá systur sinni. Hvor- ug þeirra virtist sérlega vel gefin, en Rósa bar meiri persónuleika en Margit. Ég sá fljótlega, að Rósa var afar hrifin af Rupert, og það þótti mér leitt. Hún gerði sér far um að vera sem næst honum, og segði hann eitt- hvað við hana, roðnaði hún. Það var enginn sérlegur vinskapur milli systranna, og greinilegt var, að Rupert naut þess. Ekkert gat glatt hann meira en að stúlkurnar kepptust um ást hans. Ég prísaði mig sæla fyrir að hafa ekki bundizt honum og ég ætlaði mér alls ekki að blanda mér í þennan hráskinnaleik. Dagarnir liðu þægilega. Allt gekk mjög óformlega fyrir sig. Við vorum naumast öll saman nema við hádegisverðarborðið, aðrar máltíðir fóru fram, þar sem hver einstakur var staddur í það og það sinnið, komið með matinn á bakka. Ég synti mikið í vatninu og naut sólarinnar á ströndinni. Stundum rerum við út á vatnið og á kvöldin sótti Ru- pert grammófóninn sinn, svo við gætum not- ið tónlistar meðan við hoppuðum berfætt á grasflötinni. En Rósa varð fölari og fámæltari með hverjum deginum sem leið. En aftur á móti geislaði af Margit. Ég forðaðist þær eins og mér var unnt ákveðin í að halda mér utan við allt og alla. Helzt beindi ég athyglinni að Paul litla og barnfóstrunni hans, Anna- lísu. Hún var sextán ára og austurísk. — Hún getur sjálfsagt ekki farið aftur til Vínar, varð Evu eitt sinn að orði við mig. — Hún er nefnilega af Gyðingaættum. Það stendur í vegabréfinu hennar. Ég skil ekki, hvað hún á að gera, þegar við förum aftur til bæjarins. Ég þarf ekki á henni að halda þar, hef mína eigin húshjálp og barnfóstru. En hún bjargar sér kannske. Það er erfitt að átta sig á hlutunum nú á dögum. Þetta var eins og að heyra Rupert tala. En Eva vissi vel, hvað hún ætti að halda. Úr augum hennar speglaðist ótti, nema þeg- ar hún horfði á litla soninn sinn, þá skein samúðin af henni. Annalísa var sjálf naumast annað en barn, hreyfingar hennar voru oft klaufalegar, eins og títt er um unglinga á gelgjuskeiði, en ég fann að hún var vel skynsöm, og mig lang- aði oft til að laga hárið á henni, sem alltaf var í óreiðu, og gefa henni eitthvað fallegt til að klæðast í stað svarta kjólsins, sem hún gekk í. Annalísa var óhamingjusöm, það skein úr stóru, fallegu augunum hennar. Enginn gerði séi far um að tala við hana," nema þá helzt stöku sinnum ég og Rupert. En hann gerði það sýnilega til að sannfæra sig um, að einnig hún gæti töfrazt af honum. En Önnulísu var sýnilega ekkert um Ru- pert gefið, virtist fremur standa stuggur af honum. Rupert tók eftir þessu og gerði sér stundum að leik að hrella hana. Hún var mjög góð við barnið og gekk oft til þeirra, þar sem þau léku sér niðri við bryggjuna. Er. það háði henni að þurfa að tala ensku, og var hún því fremur fátöluð við mig. Margit horfði á okkur af hálfgerðri fyrir- litningu, þegar hún gekk framhjá. Hún var ekkert fyrir börn og hefur sjálfsagt talið mig eitthvað undarlega að geta fengið af mér að leika mér við barn í sandinum. — Þú ert frá Vín, er það ekki? spurði ég Önnulísu. - Já, Fraulein, anzaði hún. — Heyrðu mig, sagði ég ákveðin. — í fyrsta lagi verðurðu að reyna að tala ensku við mig, og í öðru lagi áttu að kalla mig Möggu en ekki Fraulein. Hún brosti til mín og roðnaði og beindi athyglinni að Paul til að losna við fleiri spurningar. 6. KAFLI Mér fannst það vera synd, hvað Annalísa fór á mis við allan félagsskap, svo ég gerði tilraun til að fá hana til að segja mér eitt- Framhald á bls. 50. 32. tbi. VIIvAN ,3:5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.