Vikan


Vikan - 03.09.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 03.09.1970, Blaðsíða 23
Ég kom auga á Savalle, þegar ég kom upp undir bryggjuna. Reyndar er réttara að segja að ég hafi fundið á mér að það var hún. Manneskja með hennar vöxt gæti notað bikini baðföt, en Sa- valle var í svörtum, heilum sund- bol. Hún hallaði sér fram svo hárið féll yfir andlitið á henni, svo mikið sá ég og ég man að ég furðaði mig á því hvað hún væri að gera þarna. Hún reis upp, teygði upp arm- ana og stakk sér í sjóinn. Þá vissi ég . . . Hún þaut eins og píla und- ir vatnsborðinu, en ég var of langt frá bryggjunni, til að geta náð þar handfestu. Ég vissi að enginn gat séð til okkar frá ströndinni og Savalle hefir líka reiknað með því. Hún hefir reiknað þetta ná- kvæmlega út, því henni skaut upp fyrir aftan mig, hún greip um hár mitt, keyrði mig aftur á bak og færði mig í kaf. Ég barð- ist um og saup hveljur, án þess að geta náð taki á höndum henn- ar, sem héldu fast í hár mitt og héldu mér niðri. Eitt sinn tókst mér að komast upp á yfirborðið og ég dró að mér andann svo mig sveið í lung- un, en hún náði taki á mér aftur og færði mig í kaf, neðar, — neðar. Það er sagt að þeir, sem eru að drukna, sjái svipmyndir úr ævi sinni. Ég sá greinilega húsið sem við höfðum einu sinni átt í Mey- erbridge, þegar ég var lítil, ég sá Tarn House og High Trees, mömmu og Stuart, sem kom á móti mér með útbreiddan faðm- inn, — Liam, frú Mede og hlæj- andi ásjónuna á Savalle. Síðasta sýnin var þegar Nicho- las bar mig inn á herbergið mitt, þegar ég sneri fótinn. Það var m'ög skýr mynd, sem ég sá af Nicholas og mig langaði til að halda henni lengi, ég vildi ekki missa af henni... Þessi löngun gaf mér nýjan styrk og ég tók á öllu mínu afli til að komast upp á yfirborðið, ég fann hvernig allt loft sogaðist úr lungum mínum. Ég var ekki fær um að hugsa skýrt og kvölin í lungunum var óbærileg. En myndin af Nicholas ... Með siðustu kröftunum gat ég snúið mér við í vatninu og rekið olnbogann snöggt aftur fyrir mig. Ég veit ekki hvar ég hitti hana, en ég heyrði stunu um leið og ég komst upp á yfirborðið og sogaði í mig loft. Þetta högg var nóg til þess að hún sleppti á mér takinu og ég gat rifið mig lausa. Ég vissi að hún myndi ráðast að mér aftur, svo ég lagðist á bakið, sparkaði fótunum af öllu afli og hitti Savalle aftur ... Ég hafði ekki krafta til að kiifra upp á bryggjuna svo ég hélt mér bara í einn staurinn og vonaði að Savalle sæi mig ekki í mvrkrinu. Ég heyrði að hún synti fram hjá svo ég dró mig inn undir bryggjuna, en hún hafði greini- lega gefið mig á bátinn, því hún synti til lands. Ég sá hana ekki, sá aðeins skugga sem hreyfði sig frá bryggiunni, þeim megin, sem sneri frá skemmtisvæðinu. Löngu síðar sat ég á ströndinni, mér var flökurt og ég var máttlaus, ég beið þar til Liam, Tessa og Alan fundu mig. Liam sveiflaði vasa- ljósi og kallaði nafnið mitt, þeg- ar ljósgeislinn féll á andlit mitt fór ég að gráta. — Serena, hvað hefir komið fyrir? Liam lagði arminn um mig. — Við höfum leitað þín lengi. Það mundi enginn til þess að hafa séð þig fara aftur í sjóinn... Hvað hefir skeð? — Savalle, sagði ég. — Hún sat á bryggjunni.. . Ég var að synda að henni. Hún stakk sér og kafaði til mín og dró mig í kaf... — Savalle? sagði Alan, skelf- ingu lostinn. Ég gat loksins sagt þeim alla söguna. Liam fór úr peysunni og vafði henni um mig, án þess að segía nokkurt orð. Ég hríðskalf. — Þetta er nú heldur um of gróft spaug, sagði ég. Alan þagði. Liam sagði snöggt: :— Ég skal aka þér heim, Serena. Mér fannst leiðin að bíl Liams óendanleg, iafnvel þótt hann styddi mig. Ég var ennþá renn- andi blaut og tennurnar glömr- uðu af kulda. í bílum fann Liam gamla regnkápu, sem hann vafði um mig. — Þú getur talað síðar, sagði hann, — það sem mest ríður á er að koma þér heim og í þurr föt. Við erum aðeins nokkrar mín- útur á leiðinni. Ég hlýt að hafa verið aumleg sjón, þarna í glæsi- legum forsalnum. — Mamma, viltu ná í koníak og hita kaffi? sagði Liam ákveð- inn. — Serena flýttu þér að fara í hlý föt. — Hvað hefir komið fyrir? spurði Nicholas. Ég hristi höfuðið án þess að geta komið upp nokkru orði. Hann gekk fast að mér og áhyggjusvipurinn á andliti hans gerði mig ennþá aumari. — Savalle reyndi að drekkja henni, sagði Liam stuttaralega. Nicholas varð náfölur og ég sá angistina í augum frú Mede, áð- ur en ég staulaðist upp á loft. Ég varð að ganga fram hiá dyrunum og stiganum upp til Sa- valle, og ég reyndi að gizka á hvort hún væri heima. Hugsun- in ein um að vera undir sama þaki og hún, kom mér til að skiálfa. Ég þurrkaði mér vel, fór í síð- buxur og hlýia peysu. Mér brá við, þegar ég leit í spegil, — ég var náföl og hárið stóð í allar áttir. Nokkru síðar sat ég á stólbrún í stofunni og hitaði hendurnar á kaffibolla, þakklát bæði fyrir kaffið og koníakið. Ég sagði þeim frá atburðinum, eins greinilega og ég gat. — Þetta er alveg ótrúlegt! saaði frá Mede. — Reyndar er ekkert ómögulegt, þegar Savalle er annars vegar. Hún kom heim áðan. í regnkápu utan yfir sund- fötunum. — Ég ætla að sækja hana, sagði Nicholas og augu hans vcrru ó- hugnanlega kuldaleg, — hann leit út fyrir að vilja helzt brjóta upp dyrnar hjá henni með berum höndum. Framhald á bls. 44 36. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.