Vikan


Vikan - 03.09.1970, Blaðsíða 34

Vikan - 03.09.1970, Blaðsíða 34
MINUM — Við eigum Fiat, en hann er bara lítill og það er aðeins hægt að aka honum á hundrað og tuttugu. Hve hratt getur þú ekið? — Hundrað og áttatíu. É’g gæti líklega ek- ið hraðar ef ég reyndi. — Ó! Svörtu augun urðu kringlótt af að- dáun. Carlo Cavallo brosti. Þetta hafði þá verið svona auðvelt! Rétt eins og að taka kettling upp úr körfu. — En nú ertu að aka í öfuga átt, sagði Tino og benti út um gluggann. — Ég veit það, ég ætla bara að sýna þér hve hratt ég get ekið. Þeir voru nú komnir út úr borginni og Cavallo jók hraðann. Tino starði á hraða- mælinn, eins og töfraður. Þegar mælirinn var kominn upp í hundrað og fjörutíu, fór hann að taka andköf. Við hundrað og sex- tíu beit hann á vörina og hélt sér dauðahaldi. Skyndilega snarhemlaði Cavallo og sveigði bílnum inn á mjóa hliðargötu. Drengurinn misskildi þetta og sagði: ■— Þú ætlar þá að lofa mér að keyra. Cavallo stöðvaði ekki bílinn fyrr en þeir voru komnir inn á milli þéttra trjáa og þá sneri hann sér að drengnum. Þá fyrst varð Tino hræddur við manninn, hann var ekki vingjarnlegur á svipinn lengur. — Nú heldur þú þér saman! Skilurðu mig? sagði Cavallo höstuglega. — Ef þú gefur frá þér eitt einasta hljóð, þá þrýsti ég tungunni ofan í kokið á þér. Tino starði á hann. — En þú sagðir.... — Haltu þér saman, sagði ég! Hann flaut- aði glaðlega og batt tusku fyrir munninn á drengnum. — Niður á gólfið með þig! Hann ýtti drengnum hranalega niður úr sætinu. — Og þú liggur kyrr þama, annars.... Carlo Cavallo sneri bílnum við og ók aft- ur út á þjóðveginn, flautaði glaðlega með sjálfum sér. Það var glaða sólskin í Florenz daginn eftir. Hún skein yfir ásana, á brýrnar og breiðgöturnar. Hún skein líka á grámusku- lega veggi fangelsisins. Enrico Rocca sat á fletinu í klefa sínum og horfði upp að gluggaborunni. Hann var orðinn grannur og fölur, en fangelsisvistin hafði samt ekki breytt hörkulegum svip hans. Munnsvipurinn var orðinn harðari og það var kominn reiðihrukka milli augnanna. Fangelsisvistin hafði ekki bugað viljaþrek hans. Það skrölti í lásnum og varðmaðurinn kom inn. Hann benti með höfðinu að dyrunum og Enrico stóð hægt upp. Annar vörður beið fyrir utan dyrnar. Þeir tóku fangann á milli sín og gengu þegjandi eftir löngum gangi. Fyrir utan skrifstofu- dyrnar námu þeir staðar og börðu að dyr- um. Fangelsisstjórinn leit upp, þegar þeir komu inn. — Þetta er gott, þið getið farið, sagði hann. — Eg hringi. Fanginn og fangelsisstjórinn voru einir. Silva sat grafkyrr og starði niður á hendur sínar. Svo ýtti hann stólnum aftur fyrir sig og fór að ganga um gólf. Enrico stóð kyrr og elti hann með augunum. Að lokum strauk Silva fingrunum gegnum hárið og sneri sér að fanganum. — Ég verð víst að leggja spilin á borðið, sagði hann, hásri rödd. — Ég á ekki annarra kosta völ! Rocca, syni mínum var rænt! Vit- ið þér hvar Carlo Cavallo heldur sig? — Nei. Hvers vegna spyrjið þér um það? — Það hlýtur að vera hann. Maðurinn sem hringdi og sagði að ég gæti fengið son minn aftur, ef ég hjálpaði yður til að strjúka. Ca- vallo var með yður í bankaráninu. Það hljóta að vera þeir peningar, sem liggja á bak við þetta. Enrico Rocca svaraði ekki, en hann pírði augun, svo þau voru eins og strik. — Hvers vegna fenguð þér honum ekki hans hlut? sagði Silva heiftarlega. — Hann á ekki rétt á neinum hlut, svar- aði Enrico fyrirlitlega. — Hann tók bílinn og stakk af. Þess utan sagði hann til mín og slapp létt frá þessu. — Þér hefðuð líka komizt létt frá þessu, hefðuð þér sagt til peninganna. Og ekki sleg- ið niður næturvörðinn. — Hann var nú ekki svo illa farinn eftir það, enda gat hann komið til réttarhaldanna og vitnað gegn mér, sagði Enrico stuttlega. -— Rocca, þetta er óskaplegt ástand fyrir mig, sagði Silva, hásum rómi. — Sonur minn er aleiga mín, síðan móðir hans lézt. É’g get ekki fórnað honum fyrir stöðu mína. Ég er neyddur til að hjálpa yður til að flýja. Svipur Roccas bar engan vott um æsing- inn sem bjó undir niðri. — En lögreglan? sagði hann skyndilega. — Ef ég tilkynni þetta til lögreglunnar, þá verður drengurinn myrtur. Fangelsis- stjórinn leit beint í augu fangans. —- Þér ætlið að hjálpa mér, er það ekki Rocca? Þetta er líka einstakt tækifæri fyrir yður til að losna úr fangelsi. — Og láta svo ná mér aftur og fá ennþá lengri dóm. — Þér hafið alla nóttina fyrir yður, það ætti að nægja til að ná í peningana og koma yður úr landi. Hér er aðallykill. Hann geng- ur að klefanum, útidyrunum og hliðinu. Bíllinn minn stendur við Via Avallo, það er lítill blár Fiat. Ég legg venjuleg föt í aftur- sætið og eitthvað af peningum í hanzkahólf- ið. Látið samt bílinn vera, hann þekkist vel og það verður auðvelt að finna hann. Flestir verðirnir eiga frí í kvöld. Það kemst ekki upp um flóttann fyrr en á morgun. Og Rocca, látið ekkert koma fyrir Tino! Enrico leit á Silva, sviplausum augum. — Ég get ekki svarað fyrir Carlo Cavallo, sagði hann. —- En ef ekkert hefur komið fyrir, þegar ég kem á staðinn, þá lofa ég að ekkert skal henda hann úr því! Silva leit snöggvast fast á hann. Svo þrýsti hann á hnapp undir skrifborðinu. Varðmenn- irnir komu og leiddu fangann út. Fangelsisstjórinn féll fram á borðið, þegar dyrnar lokuðust á eftir þeim.... Um kvöldið fór að þykkna yfir og varð snemma aldimmt. Enrico Rocca smaug eins og skuggi meðal skugga meðfram fangelsis- veggnum. Hann fann bílinn, sem var ólæst- ur, smeygði sér inn í hann og hafði fata- skipti í fljótheitum. f hanzahólfinu var um- slag með peningum og tveir sígarettupakk- ar. Já, eldspýtur líka. Hann brosti hörku- lega. Silva hafði sannarlega gert það sem hann gat, til að fá hann samvinnuþýðan, hugsaði hann. — Enrico! Bíll stanzaði rétt hjá honum og Carlo sat við stýrið. — Þú leggur í mikla hættu, Carlo. — Er það allt sem þú hefur að segja? Engin gleðióp! Cavallo talaði með sígarettuna í munnin- um, en augun voru vökul. — Við skulum koma okkur héðan, áður en allt verður vitlaust! — Já, það er sjálfsagt bezt, þú ræður ferð- inni, Enrico. Við ökum þá beint til felustað- arins, er það ekki? — Allt í lagi. Leiðin liggur þá til Empoli. Enrico sneri sér við í sætinu. — Hvaða fólk er þetta? Vinir mínir, Teresa, heilsaðu mannin- um! Og þetta er Luigi Fantoni. Carlo Cavallo horfði á þau, bitur á svip, því að hann var ekki ennþá sáttur við það að þau höfðu neytt hann til að taka þau með. Enrico var jafn sviplaus. — Hvar er drengurinn hans Silva? — Vertu rólegur, hann er vel geymdur. Þegar við höfum náð i peningana, náum við í drenginn. — Hve mikið viltu fá? — Við skiptum jafnt í fjóra hluti. Enrico horfði út um gluggann, án þess að segja nokkurt orð. Carlo leit á hann, út undan sér og jók hraðann. — Þú ert ekki mjög skrafhreifinn núna, sagði hann svo. Ég hef ekkert að segja við þig. Þú sveikst mig og þagðir svo. — Það er svo langt síðan. Sú gamla saga er nú gleymd. 34 VIKAN 36. tbi. — É'g gleymi engu. — Þá máttu heldur ekki gleyma því að við erum að hjálpa þér nú. — Það var ekki svo afleitt þarna. — Heyrið þið hvað hann segir. Ekki svo afleitt og hann átti eftir að sitja í tvö ár! Enrico, þú ert stórkostlegur! — Eftir tvö ár hefði ég getað átt tvö hundruð milljónir einn. Nú veit enginn hvar ég verð eftir tvö ár. —• En nú ertu frjáls. Og þú átt fimmtíu milljónir. — Heldurðu að þú róðir yfir mínum pen- ingum? — Já, í þetta sinn. — Við sjáum nú til. — Heyrið þið nú! kallaði Luigi frá aftur- sætinu, og hallaði sér fram. — Hvað í fjand- anum á þetta að þýða? —• Það þýðir það að þú getur farið til andskotans, svaraði Enrico, stuttur í spuna. — Taktu þessa stelpu með þér og hypjaðu þig í burtu! — Já, það kæmi þér vel, við gerum þetta upp hér á staðnum! Þessi náungi heldur sig geta svikið okkur! — Þið skuluð ekki tala svona mikið, sagði Carlo. — Við skiptum í fernt og þar með er því lokið. — Nei, það gerum við ekki, sagði Enrico. — Þú færð hundrað, ég fæ hundrað. Ef þú vilt láta þau hafa eitthvað af þínum hluta, þá þú um það. Carlo Cavallo hemlaði og stöðvaði bílinn. —• Heyrðu mig nú, sagði hann. — Ég gat ekki framkvæmt þetta án hjálpar Luigi og Teresu. Það er enginn sem grunar þau. En ég, aftur á móti.... — Þið talið of mikið, sagði Teresa. — Haltu heldur áfram. Hún hefur á réttu að standa, sagði Carlo. með djöfullegu glotti. — Ég er á sama máli, sagði Luigi og lék sér að skammbyssunni sinni. — Við ökum þangað fyrst. — Jæja, þá, beint áfram, sagði Enrico. Nokkru síðar sagði hann: — Til hægri hér. Nokkra kílómetra inn í skóginn. Þau óku hægt áfram eftir mjóum skógar- stíg. En skyndilega reif Enrico dyrnar upp og fleygði sér út úr bílnum. Áður en Carlo gat numið staðar, var hann kominn á fætur og tók til fótanna inn í skóginn. — Eftir honum, hrópaði Carlo. — Þið far- ið til vinstri, ég til hægri! Djöfulsins svika- hrappurinn! Luigi Fantoni réðist inn í þéttan runna- gróðurinn. Hann varð ekki var við neitt, fyrr en hann var sleginn í rot, og hann hneig niður við digran trjábol, þar sem En- rico hafði beðið hans í leyni. Enrico reif byssuna til sín og hljóp aftur að bílnum. Hann fleygði stúlkunni út og ók af stað... . En hann hafði ekki ekið marga metra, þegar kúla flengdi í sundur hjólbarðann á öðru afturhjólinu. Bíllinn var stór og þung- ur og honum tókst að halda honum á veg- inum. Hann leit í spegilinn til að gá að Carlo. Hann sá hann ekki, en í þess stað sá hann barn, sem reis upp af gólfinu. Það var smá- vaxinn drengur, með stór, svört, hræðsluleg augu; keflaður og með hendur bundnar aftur fyrir bak. Enrico heyrði annað skot, sleppti annarri hendinni af stýrinu og dró drenginn yfir í framsætið. Þá hitti kúla bensíngeyminn. Bensínið. rann út og neistinn frá felgunni við stein- ana, kveikti strax í því. Á nokkrum sek- úndum urðu hjólförin eins og logandi ormur. Enrico bölvaði. Hann snarhemlaði, greip drenginn og flýtti sér inn í skógarþykknið. Hann sá Carlo koma æðandi eftir sér. Carlo skaut nokkrum sinnum, en það var af handahófi og Enrico komst lengra inn í skóginn, þrýsti drengnum niður í svörðinn og hallaði sér yfir hann. Hann brosti biturlega og lyfti byssunni. Nú kom Luigi líka á harða spretti. Hann var blindur af reiði og datt yfir brennandi bílinn. Þar með hafði Enrico þá báða í skot- færi og gat losnað við þá fyrir fullt og allt án vandræða. . .. Enrico Rocca lét byssuna síga. Drepa — nei, því skyldi hann gera það? Úr því hann var ekki búinn að því, var það ekki nauðssyn- legt, þar sem þessir tveir asnar réðust nú hvor á annan, í stað þess að veita honum eftirför. — Þú ert algjör fábjáni! heyrði hann að Carlo öskraði að Luigi. — Ef Enrico hefði ekki slegið þig í rot, hefði ég gert það sjátfur. Þú hefir eyðilagt allt saman, fjandans asn- inn þinn .... Enrico brosti biturlega og beygði sig yfir drenginn, leysti munnbindið og böndin ai höndum hans. Þvínæst tók hann drenginn í fangið og læddist hljóðlega áfram. En í bjarmanum frá logandi bílnum lögðu hin þrjú á ráðin, því að nú var Teresa komin til mannanna tveggja og reyndi að koma á friði milli þeirra. — Hvað gerum við með bílinn? Luigi þuklaði varlega á kúlunni á hnakkanum og gretti sig. — Ekkert. Þú heldur þó ekki að ég hafi átt bílinn? sagði Carlo háðslega. — Jæja, það var og, sagði Luigi. — Þetta er þá allt orðið logunum að bráð, þessu er þá lokið. — Ekki aldeilis, hvæsti Carlo. — Við verð- um að ná stráknum aftur, og það fyrr en síðar! Teresa gekk til Luigis og þreif í handlegg hans. — Ekki við! Þú getur gert það sem þú vilt, Carlo, en við verðum ekki með í þessu. — Jæja, svo þú heldur það! Carlo Cavallo gekk hægt í áttina til hennar og Teresa hrökklaðist ósjálfrátt undan. — Þú heldur að þið getið eyðilagt allt fyrir mér, og stungið svo af! Svo sannarlega ekki. Nú verðið þið að gera það gott, sem þið hafið eyðilagt. Ef ég hefði einn náð í Enrico, hefði þetta aldrei skeð. En þið vilduð endilega vera með. Héld- uð að ég hyrfi og þið sætuð uppi með strák- inn! Asnar! En ef þið haldið að þið getið stungið af nú, þá eruð þið meira en lítið vitlaus! Hann talaði lágt og það var hótun í rödd hans, svo Teresa skalf af hræðslu. — Við ætlum ekki að gera neitt slíkt, taut- aði Luigi, — við stingum ekki af. ---Jæja, það var skárra! Og þú, Teresa? Hún rétti Luigi höndina og kinkaði kolli. Carlo brosti kuldalega. — Jæja, við erum þá á einu máli. Og hlust- ið nú vel á mig! Við verðum að vera komin til Florenz á undan Enrico. Hann getur ekki flakkað víða með strákinn. Hann verður að komast til borgarinnar, til að geta hringt til Silva og komast að samkomulagi við hann, hvar hann á að afhenda strákinn. Um leið og við komum til borgarinnar, stelum við fyrsta bíl, sem við náum í og ökum að húsi Silva. Ef við sjáum hann fara út, þá vitum við að Enrico hefir haft samband við hann. Við veitum honum eftirför og náum í strákinn. Framhald í næsta blaði 36. tbi. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.