Vikan


Vikan - 10.12.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 10.12.1970, Blaðsíða 11
reynir að skjóta frá sér, hún er svo óörugg um sjálfa sig. Við Stokkhólmsóperuna er hún ein af þeim „þrem stóru“. Þar er' hún sópraninn, ítalinn Giovanni Belletti baryton og hinn ljós- hærði tenór Julius Giinther. Hann var laglegur en nokkuð drengjalegur, engjnn sérstakur persónuleiki. En hann var aðlað- andi og nokkuð kvennakær. Hann var um skeið elskhugi leikkonunnar Emilie Högquist, sem síðar varð ástmey Oscars krónprins, (hann varð síðar Osc- ar II.) og átti með prinsinum tvo syni. Jenny hafði andstyggð á laus- læti leikkonunnar, sjálf var hún dyggðin uppmáluð, og hún steig aldrei fæti sínum í veizlusali „þeirrar konu“. Henni fannst bað hneykslanlegt að lifa eins og Emilia, elska hvern sem var, jafnvel þótt hún væri nokkuð vandlát í vali elskhuga sinna. Jenny varð aldrei fyllilega ljóst hvernig samband var á milli Gunthers og Emilíu. Hún var alltof sakleyislega einföld til að skilja það. Um hríð skiljast vegir þeirra. Jenny gerir stormandi lukku í Kaupmannahöfn. Þar tjáir H.C. Andersen henni ást sína daglega, en hún hafnar honum. Og þegar hún er á leiðinni til Svíþjóðar frá Kaupmannahöfn, hittir hún Gúnther og verður mjög ástfang- in. Þá er hún með ástarbreéf H.C. Andersens óopnað í vasanum. I þetta sinn er Jenny ekki ein um að verða ástfangin. Ást henn- ar er endurgoldin! Gúnther er nú orðið lióst að hann elskar Jenny Lind og hann flögrar ekki lengur frá einu blómi til annars. En Jenny er hikandi. Hún get- ur ekki tjáð sig og hann vogar ekki að biðja hennar. Vinum þeirra og áhorfendum er ljóst að þau eru ástfangin hvort af öðru, það sýna ástaratriði þeirra á leik- sviðinu. Svo hefst sigurför hennar um meginland Evrópu og ekkert er ákveðið milli þeirra. En fjar- lægðin gerir þau djarfari, þau tjá sig í bréfum, tala um vonir sínar og þrár. I Þýzkalandi hittir Jenny einn listamanninn ennþá, jafnvel enn- þá stórkostlegri persónuleika en Lindblad. Það er hinn frægi tónsmiður Felix Mendelsohn-Bartholdy, ellefu á:rum eldri en hún. Hann var þá fyrir löngu orðinn heims- frægur. Hann er stórglæsilegur að út- liti og mjög aðlaðandi. Sænski næturgalinn og hann finna hvort annað á vængjum söngsins. Kynni þeirra verða Mendelsohn iíka mikils virði, hann semur ótal lög með hana í huga og hún syngur betur en nokkru sinni fvrr. Hann býr í hamingjusömu híónabandi, með Cécile Jeanren- aud, sem er af ættum franskra Hugenotta og þegar Jenny kynn- ist hamingjunni á heimili þeirra, verður hún sjúk af þrá eftir að eignast sjálf heimili. Sambandið milli hennar og Mendelsohns varð aldrei 'annað en vinátta. Hvorugt þeirra gerir sér Ijóst að þessi vinátta var næstum því búin að taka á sig aðra mynd. Þremur árum eftir þeirra fyrstu kynni, andaðist Mendel- sohn, og Jenny varð sem lömuð af sorg. Það liðu tvö ár, þangað til hún gat fengið sig til að syngja söngva hans aftur. Ein vinkona hennar sagðist aldrei hafa kynnzt Mendelsohn, þá sagði Jenny: — Þar varstu heppin, — sökn- uðurinn er næstum óbærilegur. Loksins, um vorið 1848, þorir Gúnther að biðja hennar. Hann hefir alltaf hikað, fundist anda köldu frá henni, lokað sig inni í skel og misst af hentugum augna- blikum. Árin hafa liðið, eitt af A. F. Lindblad þjfeaist af ást til Jennyar og hann varð sá fyrsti sem liún var hrifin af. Felix Mendelsohn dáði Jenny og samdi fyrir hana inörg af lögum sín- um. Jenny saknaði hans óumræði- lega mikið. Julius Giinther varð fyrsti unnusti hennar, en hann kvæntist aldrei. öðru. Nú tekur Jenny bonorði hans. Hún þráir umfram allt ör- yggi. Hún þarf heldur ekki að óttast sambúð við hann, þau hafa þekkt hvort annað í svo mörg ár, níu ár. Hún hefir jafnvel í huga að draga sig í hlé, hætta að syngja í óperum, snúa sér aðeins að kon- sertsöng. Unnustinn verður von- svikinn, þegar hann heyrir það. Hann elskar ekki síður óperu- söngkonuna, en konuna Jenny Lind. Ljóminn af frægð hennar, sem ekki á sinn líka í Evrópu, gæti líka fallið yfir hann og veitt honum nýja möguleika. Hún gæti haft áhrif á ráðamenn hinna stóru sönghalla í Evrópu um að fá þá til að ráða líka eiginmann hennar.... Þegar hún finnur inn á þetta opnast ósjálfrátt gjá á milli þeirra, sem stöðugt breikkar. Að öllum líkindum hefir hún aldrei borið sterka þrá til hans í brjósti sér, frekar séð öryggishöfn í sam- býli við hann, heimili, fjölskyldu, sem hún þráði svo mjög. Að lokum er ekki möguegt fyr- ir þau að koma sér saman, svo þau slíta trúlofunni, sem hafði staðið í sex mánuði. Það hefir aldrei vitnazt hvort þeirra tók af skarið, en Gúnther kvæntist al- drei annarri konu. Það verður ósköp tómlegt kringum Jenny í einkalífinu. Hún var þá búsett í Englandi og viss um það sjálf að hún muni ævin- lega sitja ein á ísnum. f Norwich er kirkjuklukkum hringt, þegar hún heimsækir biskupinn, menn hylla hana eins og dýrling, og hún verður dag- legur gestur við brezku hirðina og Victoriu drottningu kær vin- kona. Það lítur svo út sem Jenny hafi allt sem mannleg vera getur Framhald á bls. 41 Jenny Lind töfrar karlmennina og margir vilja ná ástum hennar. Sjálf þráir hún það heitt að eignast mann og börn. Samt slítur hún tveim trúlofunum, annarri daginn fyrir brúðkaupið. Sannleikurinn er sá að Jenny er hrædd við ástina, vegna þess að eitt sinn hafði hún brennt vængi sína. ANNAR HLUTI Málverk af Jenny Lind við hljóðfærið. Eins og oftast cr hún með knipplinga- sjal, hún hefur mikiff dálæti á knipplingum. 5°. tbi. VIKANII

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.