Vikan


Vikan - 10.12.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 10.12.1970, Blaðsíða 33
iSE KLETELAMD íslenzkir unnendur þjóðlaga- tónlistar máttu vissulega vel við una þegar hingað kom Áse Kleveland, ein bezta og þekkt- asta þjóðlaga- og vísnasöng- kona Norðurlanda. Þetta stóð í auglýsingunum og það er heil- agur sannleikur. Áse þessi hefur verið að syngja við mjög góðan orðstír í heimalandi sínu og víðar síðan hún var 14 ára göm- ul, og undanfarin ár hefur hún ferðazt víða um heim, en nú er hún 21 árs. Tónleikar Áse Kleveland voru haldnir í ,,Pohjolan Talo“, en við munum ekki betur en að Norræna húsið sé kallað eitt- hvað svoleiðis á finnsku. Hús- fyllir var og vel það, og mátti glögglega finna að áheyrendur voru komnir með því hugarfari að njóta góðrar túlkunar á þjóð- lögum og eitt er víst: Þeir gerðu það. Áse er ekki einasta góð söng- kona, heldur og virkilega skemmtilegur og lipur gítarleik- ari. Hún flutti þarna a. m. k. tvö lög, sem eingöngu voru leik- in, og gerði það af hreinni snilld. Rödd hennar er mjög djúp og hljómmikil, en einhvern veginn er Norræna húsið þann- ig byggt, að þegar staðið er mitt á milli salarins og bókasafnsins, heyrist illa það sem sagt er þeg- ar viðkomandi snýr sér frá manni. Og það virðist algjör- lega vonlaust að ætla að halda tónleika í þessu sama húsi þeg- ar rok er úti, því þá hvín og syngur í öllu saman. Efnisskrá hennar var mjög fjölbreytt, og þó mestur hluti laganna væri norskur og sænsk- ur, var lagavalið það gott að í hverju lagi fundust ný blæ- brigði og ný tilþrif. Hún söng þarna m. a. nokkur lög, sem voru á fyrstu plötunni sem frá henni kom, og eins þjóðlög frá Bandaríkj unum (House of the rising sun), Nýfundnalandi, Prakklandi, ísrael og Bretlandi. Þá söng hún lög við ljóð eftir skáld sem ekki hafa talizt af verri endanum, Knut Hamsun, Berthold Brecht og Jaquie Dreý, að ógleymdum Bellman og Cor- nelis Vreswijk. Norræna húsið eða Ivar Eske- land á þakkir skilið fyrir að fá Áse Kleveland hingað til lands, og það er hreinasta synd að ekki skuli hafa verið möguleiki að halda með henni fleiri tónleika hér í bænum — svo og víðar um land, en vitanlega er það fyrir- fram dauðadæmt að láta hana koma fram á venjulegum dans- leik á Hótel Sögu. þar sem há- vaði gesta eykst um leið og við- komandi söngvari eða skemmti- kraftur hækkar sig aðeins. Auglýst var að ágóði þessara tónleika ætti að renna til leik- félagsins Grímu en allir sem til- hevra því leikfélagi mega skammast sín rækilega, því enginn, nei, alls enginn úr Grímu var viðstaddur tónleik- ana — hvað þá til að taka á móti þeim peningum sem inn komu í aðgangseyri. Eftir því að dæma gæti maður haldið að Gríma ætti ekki í svo miklum fiárhagslegum erfiðleikum og leikfélagið vilja meina. Hljómplötu gagnrýni: Heims um ból Fyrsta raunverulega jólaplatan kom' frá Tónaútgáíunni og er til mjög einföld skýring á því, ef skýringa þarfnast við: Þessi plata er tilbúin fyrir ári, en náði ekki til landsins fyrir jól vegna verkfalls brezkra verkamanna, og því var ákveðið að láta hana bíða þar til nú. Það var gáfulegt, því þessi lög hafa ekkert að gera á markað- inn nema fyrir jól. Það er Kirkjukór Akureyrar og Hljómsveit Ingimars Eydal sem eru flytjendur á þessari plötu, og langar mig til að byrja á að óska Tónaútgáfunni og flytjendum innilega til hamingju, því þetta er ein skemmtilegasta jólaplata sem ég hef nokkurn tíma heyrt, auk þess að vera vönduð. Það er Kirkjukórinn sem ríður á vaðið á A-hlið og syngur sjö jólasálma, alla vel þekka, undir stjórn og við undirleik Jakobs Tryggvasonar. Fyrst er titillag plötunnar, „Heims um ból“, og er hér notazt við sjaldgæfa raddsetningu, sem er með afbrigðum skemmti- leg. Þessi kirkjukór er mjög góður, en sérlega eru sópranraddir góðar, eins og í „Heims um ból“. Upptaka þessarar hliðar hefur sjálfsagt farið fram í Akureyrarkirkju, og því virðist kórinn nokk- uð fjarlægur á köflum en það kemur ekki að sök. Meðal annarra laga á þessari plötu eru „í Betlehem“, „í dag er glatt“, „Jesus, þú ert vort jólaljós" og „Nú árið er liðið“, þó varla sé hægt að nefna það jólasálm. Söngstjórinn, Jakob Tryggvason, á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu liðsfólks síns, svo og eigin frammistöðu. Annars er merkilegt hversu blómlegt tónlistarlíf er á Akureyri, því þar eru starfandi ekki færri en 5 kórar, auk lúðrasveita og danshlj ómsveita. En danshljómsveitirnar geta líka gert ýmislegt annað, eins og hljómsveit Ingimars Eydal sýnir svo glögglega á þessari plötu. Þessi hljómsveit hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í mörg ár og er ég álíka hrifinn af þessu sviði tónlistarflutnings sveitarinnar og öðrum. Útsetningar Ingimars eru í þessum hárrétta „vestræna jóla- anda“, það er að segja án alls drunga og deyfðar. Á B-hliðinni eru fjögur þekkt jólalög, amerísk, og að auki eitt eftir Þorvald Halldórsson og annað eftir þá stórbítla Lennon & McCartney — sem heitir ekki Mc. Cartney! — og hafa víst fáir ímyndað sér að hægt væri að setja jólasvip yfir „Yesterday“, sem við íslenzkan texta Birgis Marinóssonar heitir „Horfðu á“. Ljóðin eru eftir mörg ágætis skáld, til dæmis Richard Beck, Kristján Vigfússon, Kristján frá Djúpalæk og fleiri, auk þeirra Birgis og Þorvaldar, sem hefur gert einn texta auk lags síns. Upptaka plötunnar er ágæt, nema í „Syngjum öll“, þó ég hafi á tilfinningunni að tómahljóðið í því lagi sé frekar að kenna pressun — sem annars er ágæt. Pétur Steingrímsson vann ágætis verk þarna. Það sem er stærsti kostur þessarar plötu, er að hún verður dregin fram um hver jól og alltaf talin jafn góð. Því er mér ljúft að mæla með þessari plötu fyrir allar fjölskyldur. Stærsti gallinn við þessa plötu er aftur umslagið, sem er kuldalegt og lítt aðlaðandi. ☆ 5o. tbi. YiKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.