Vikan


Vikan - 10.12.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 10.12.1970, Blaðsíða 20
PAPILLON Maðurinn sem slapp frá Djöflaey Eftir aðeins nokkrar vikur í frönsku Gvæönu var ég strokinn. Flóttinn gekk svo vel framan af að ég var farinn að halda að við vær- um endanlega sloppnir . . . í fyrsta þætti úrdráttarins úr bókinni um Papillon sagði frá því er Henri „Papillon“ Charri- ére var dæmdur til lífstíðarfang- elsis fyrir morð, sem hann aldr- ei játaði á sig. Hann var fluttur til lands þess er Gvæana heitir í Suður-Ameríku, en Frakkar ráða austurhluta þess. Fyrir ströndum landsins er hin illræmda Djöfla- ey, en þar og víðar á þeim slóð- um voru Frakkar til skamms tíma vanir að geyma fanga sína, scm sættu hinum ómannúðleg- ustu kjörum. Papillon tókst að flýja skömmu eftir komuna til Gvæönu, og lauk þar frásögn- inni í næstsíðasta blaði. Hér verður hlaupið yfir kafla í bókinni, en þar segir frá fyrsta skeiði flóttans. Báturinn sem leysingi að nafni Jésus hafði út- vegað Papillon og félögum hans reyndist ónýtur, en þeim tókst að ná í annan betri og héldu áfram ferðinni á honum. Eftir þrettán daga sjóferð komast þeir til Trínidad og fá þar ágætar viðtökur. Ekki fá þeir þó dval- arleyfi þar hjá Englendingunum, en gnægð vista og halda frá eynni eftir að hafa dokað þar við í nokkrar vikur. Þá eru að- eins fjörutíu og þrír dagar síðan þeir hófu að skipuleggja flótta sinn. En nú snýr gæfan við þeim baki. Við strönd eyjarinnar Cu- racao bíða þeir skipbrot, og þótt eyjarskeggjar taki þeim vel fá þeir ekki heldur landvistarleyfi þar og eru sendir áfram. Þeir ætla sér til brezka Hondúras en eru handteknir úti fyrir strönd Kólombíu og fleygt í ógeðslega dýflissu. Þaðan strýkur Papillon ásamt meðfanga, smyglara að nafni Antonio. Þeir flýja saman út í frumskóginn, en síðan skilj- ast leiðir þeirra. Papillon held- ur áfram ferð sinni, og hefst nii aftur frásögn hans sjálfs: Ég held áfram til klukkan eitt um miðjan daginn. Ekkert kjarr lengur, ekki tré innan sjónvídd- ar. Sindrandi haf undir brenn- andi sól. Ég geng ennþá berfætt- ur, með skóna bundna saman hangandi á hægri öxl. Þegar ég ætla að fara að leggjast til hvíld- ar sé ég fimm eða sex tré langt í burtu. Eða eru þetta klettar rétt ofan við fjöruna? Ég reyni að mæla fjarlægðina með aug- unum, kannski er hún tíu kíió- metrar. Ég sting upp í mig hálfu kókalaufi og geng hratt meðan ég tygg það. Klukkustund síðar sé ég greinilega hvað þessir fimm eða sex hlutir eru. Þetta pru kofar með þökum úr hálmi, laufi eða einhverju álíka. Það rýkur upp úr einum þeirra. Ég sé fólk. Það hefur séð mig. Ég heyri hróp og sé hóp ganga til strandar. É'g sé fjóra báta, sem nálgast á miklum hraða og fylgja ströndinni. Um tíu manns er um borð í bátunum. Hitt fólkið stendur í smáhópum fyrir fram- an kofana og starir í áttina til mín. Ég sé greinilega að bæði karlar og konur eru nakin, nema hvað þau bera lendaskýlu. Ég geng hægt til móts við þau. Þrír karlmannanna styðjast við boga og halda á örvum. Enginn hreyf- ir sig eða sýnir nokkurn vott vinskapar eða fjandskapar. Hundur geltir og æðir á móti mér með reistan lubba og rífur stykki úr buxnaskálminni. Þeg- ar hann ætlar að gera annað áhlaup fær hann litla ör í aftur- endann. Hvaðan örin kom veit ég ekki (síðar frétti ég að henni hafði verið skotið úr blásturs- pípu). Uann vælir og flýr inn í einn koíann. Ég nálgast kofana, draghaltur orðinn eftir hunds- bitið. Nú er ég tíu metra frá. Ekkert af fólkinu hreyfir sig eða talar. Börnin fela sig á bakvið mæður sínar. Líkamir fólksins eru eirlitir, vöðvastæltir og fal- legir. Konurnar hafa stinn brjóst og mjög stórar geirvörtur. Að- eins ein konan hefur þung og hangandi brjóst. Húðflúrið vakti mikla athygli. F.inn karlmannanna er óvenju fríður sýnum og gervilegur. Fyrirmennska hans er svo aug- liós að ég geng beint til hans. Hann er hvorki með boga né örvar. Hann er álíka hár og ég, hárið vel klippt og fellur þykkt fram á ennið ofan að augabrún- um. Það er kolsvart, næstum bláleitt, og hylur eyrun niður að sneplum. Augun eru stálgrá. Ekki hár hvorki á brjósti, hand- leggjum eða fótleggjum. Kopar- lit læri hans eru stælt, fæturnir snotrir og smáir. Hann er ber- fættur. Ég fann eiginkonu meðal Indíána. 2. HLUTI Til þess að flýja frá frönsku Gvæönu þurfti þát. En fyrsti flótti Papillons fékk illan endi. Hann náS- ist og var dæradur til þyngri refsingar en fyrr. Papilion hittir aftur Bowen lögfræðing á Trínidad, Englending sem reyndist honum og íélögum hans mikil hjáiparhella við komuna þangað. Ég stanza þrjá metra frá hon- um. Hann stígur tvö skref áfram og horfir beint í augu mér. Þessi rannsókn stendur yfir í tvær mínútur. Enginn vöðvi hreyfist í andliti hans; hann er eins og eirstytta með skásett augu. Allt í einu brosir hann og snertir öxl mína. Þá koma öll hin og snerta mig. Og ein stúlkan tekur í hönd mína og teymir mig inn í skugg- ann af einum kofanum. Hún tog- ar upp um mig buxnaskálmina. Hitt fólkið sezt í hring umhverf- is. Einn karlmannanna kveikir í vindli og réttir mér, og ég tek við og fer að reykja. Allir hlæja þegar þeir sjá hvernig ég fer að því, því að sjálft stingur það logandi endanum upp í sig, þeg- ar það reykir. Það blæðir ekki lengur úr bitinu, en stykki á stærð við krónupening hefur verið bitið úr fætinum. Konan slítur öll hárin af bitstaðnum, þvær sárið síðan úr sjó, sem lít- il stúlka hefur sótt. Hún þrýstir fast að sárinu svo að úr því blæðir. Þegar ekki blæðir nóg að hennar dómi krafsar hún í sárið með hvössu járni. Ég revni af öllum mætti að stilla mig um að sýna nokkur sársaukamerki, þar eð allir gefa mér nánar gæt- ur. Önnur ung stúlka vill hjálpa 20 VIKAN »i.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.