Vikan


Vikan - 10.12.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 10.12.1970, Blaðsíða 24
Um þessar mundir kemur út á ís- lenzku bókin CATHERINE OG SVARTI DEMANTURINN eftir Juliette Benzoni. Er þetta fjórða bókin, sem kemur út hér á landi um Catherine, eh hinar þrjár eru: Sá ást brennur heitast, Cath- erine og Catherine og Arnaud. Sögurn- ar um Catherine gerast í Frakklandi á 15. öld og segja frá ungri stúlku af lág- um stigum, sem hefst til vegs og virð- ingar vegna óviðjafnanlegrar fegurðar. Kvikmynd hefur verið gerð eftir sög- Cc.tlierine leidd fyrir hertogann af Búrgúndí. unni og verður hún sýnd í Hafnarbíói um jólin. Með hlutverk Catherine fer franska leikkonan Olga Georges-Picot og hefur hún hlotið skjótan frama fyr- ir leik sinn í myndinni. Höfundur sagnanna um Catherine, Juliette Benzoni, er fædd og uppalin í París og hlaut þar menntun sína við College d'HuIet og síðar við Institute Catholique, þar sem hún tók B.A. próf í heimspeki, embættispróf í lögum og lagði síðar stund á bókmenntir. í þess- ari nýju bók sinni CATHERINE OG SVARTI DEMANTURINN opinberax Juliette Benzoni enn einu sinni fágæta hæfileika sína til að segja sögu. Lýs- ingar hennar eru myndrænar og ljós- ar og baksviðið er hið glæsta Frakkland fimmtándu aldarinnar. Hröð og spenn- andi atburðarrás gerir þessa sögu að sjálfstæðu örlagaþrungnu verki, sem stendur fyllilega jafnfætis fyrri bókum hennar um Catherine. VIKAN birtir á þessari opnu kafla úr hinni nýju bók, CATHERINE OG SVARTI DEMANTURINN, en með- fylgjandi myndir eru úr kvikmyndinni, sem sýnd verður í Hafnarbíói núna um jólin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.