Vikan


Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 55

Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 55
Komið og skoðið úrvalið frá SO/M/M ER EsiE Somvyl veggklæðning, áferðar- Tapisom gólfteppi, einlit og mynztruð. falleg, endingargóð, hentar alls staðar. Tapisom S-1000 og S-300 I íbúðir, Tapisom Super 600 í skrifstofur, stigahús, skóla og veitingahús. Tapiflex gólfdúkur, sterkur, þægilegur að ganga á. Grensásvegi 22-24 símar 30280, 32262 Sommer teppin hafa alþjóðlegt vottorð um endingu. ÓTRÚLEGA STERK Karl-Erik hringdi til mín á skrifstofuna og spurði hvað ég héldi að Björn gerði í sam- bandi við tilboðið. — Hann vill ekki sjá þetta hlutverk, hann vill leika eitt- hvað sem hefur boðskap til fólksins. —- Geturðu ekki reynt að tala við hann. Hann yrði stór- kostlegur í þessu hlutverki. Eg lofaði að reyna, en ég veit fyrirfram að það er til einskis. Þegar ég kem heim og hengi frá mér kápuna, heyri ég raddir innan úr stofunni. Þegar ég opna dyrnar, sé ég að Björn situr í sófanum og við hlið hans á gólfinu situr ung stúlka. Þau halda á hlutverka- heftum. Stúlkan rís á fætur, þegar ég kem inn. — Blessuð, segir Björn, — þetta er Ann-Charlotte. Hún er að sækja um pláss í leikskól- anum og ég hef lofað að hjálpa henni við inntökuverkefnið. Ann-Charlotte er reglulega lagleg. Hún er lítil og grann- vaxin með sítt rauðbrúnt hár. Hún réttir mér höndina og brosir yfirlætislega. En gaman að hitta yður. Eg hef alltaf verið hrifin af mann- inum yðar, hann er mín hetja. Ég hef horft á Brecht-stykkið sjö sinnum. Þér verðið að við- urkenna að Björn er dásamleg- ur í hlutverki sínu. Ég varð himinlifandi þegar hann lofaði að hjálpa mér undir inntöku- prófið. — Ann-Charlotte er líka hús- leg, segir Björn. •— Hún bjó til hádegisverð handa okkur. Ung- verskt gúllas. Björn og Ann-Charlotte horfa hvort á annað og hún flissar að einhverju sem skrifstofu- þrællinn skilur ekki. Ég fer fram í eldhúsið til að undirbúa miðdegisverðinn. Eld- húsið er fullt af óhreinum disk- um og ílátum. Ungverska gúll- asið hefur greinilega þurft mörg ílát, skálar og skaftpotta. Ég verð að byrja á uppþvott- inum. Matarleifarnar eru harð- ar í skaftpottinum, það er held- ur ekki hægt að ætlast til að leiklistarnemi láti sér detta í hug að láta vatn standa í þeim. Ann-Charlotte ætlar ekki að borða með okkur, hún er boð- in að borða á Leikhúsgrillinu. Við sátum þögul við mat- borðið. Mér finnst ég vera eitt- hvert kerlingarskass. Það er greinilegt hvernig andrúmsloft- ið breyttist, þegar ég kom heim. — Hve lengi ætlarðu að hjálpa henni? spyr ég. — Ég veit það ekki ennþá. Hún er reglulega indæl stúlka og hún er mjög vel gefin. — Hún er nú svolítið til- gerðarleg, segi ég og berst við afbrýðisemina. -—■ Já, hún hefur ýmsa galla, sem nauðsynlegt er að losa hana við, en það er þess vert að reyna það. Ég tek af borðinu og þvæ upp, það er minnsta kosti verk sem ég get leyst af hendi. Mér finnst lífið verða æ erf- iðara með hverjum degi sem líður. Þegar ég kem heim sitja þau Ann-Charlotte og Björn með hlutverkaheftin. Stundum hafa þau búið til mat, en stund- um hefur Björn farið út og keypt roast-beef og reyktan lax og þau svo smurt brauð. Þar stend ég svo með pylsur í töskunni minni og finn hvern- ig smásálarskapur hversdags- leikans leggst yfir mig eins og grátt teppi. Þau þvo aldrei upp, enda ekki ástæða fyrir þau að eyða sínum dýrmæta tíma, þar sem ég kem alltaf örugglega heim. Nú stend ég í eldhúsinu enn- þá einu sinni. Ég hef lokað dyrunum að stofunni, en samt heyri ég til þeirra. Allt í einu er hurðin rifin upp og Björn kemur út í eldhúsið. — Þarftu endilega að fram- leiða allan þennan hávaða? Við erum með atriði sem er mjög erfitt og það er ómögulegt að hafa hugann við það, þegar þetta diskaglamur er í eldhús- inu. Ég stend grafkyrr og virði Björn fyrir mér. Ég finn hvern- ig uppþvottavatnið drýpur af fingrum mínum. Ég finn sárt til auðmýkingarinnar. Ann- Charlotte stendur líka stjörf, hún horfir á Björn með til- beiðslu í augunum. Ég segi ekki neitt, en þó langaði mig mest til að æpa. Ég finn fyrir sárri þörf til að þrífa í hárlubbann á Ann-Charlotte og fleygja henni á dyr. En ég stilli mig. Ég fer fram í forstofuna og sæki tösku í skápinn. Róleg en ákveðin set ég fötin mín niður í hana. Björn hafði á réttu að standa, það er betra að vera ekkert að því að gifta sig. Það er mun auðveldara að taka saman eig- ur sínar og fara, þegar það sýnir sig að ekki er hægt að búa saman. Þá verður enginn sársaukafullur skilnaður, ein- faldlega hverfa. Ég finn tárin svíða mig í augun. Án þess að kveðja geng ég út um dyrnar. Ég vakna við það að síminn hringir. Ég sný mér við í svefn- rofunum og lít á klukkuna, hún er ekki nema sex. Síminn hring- ir aftur og ég heyri að mamma tekur hann. Hún ber að dyrum hjá mér. — Gunnilla, ertu vakandi? Björn er í símanum, hann vill tala við þig. — Ég vil ekki tala við hann, segðu honum að ég sé sofandi og vilji ekki láta trufla mig. Hann hringir á hverjum morgni, en ég tala aldrei við hann. Þannig hefur það gengið í fjórtán daga, fjórtán langa og leiðinlega daga. Ég hef séð í blöðunum að nú er loksins hætt að sýna Brecht-stykkið. Ég er forvitin að vita hvað hann ger- ir nú. í dag hefur hann ekki hringt. Ég bíð eftir því. Ekki vegna þess að ég hafi hugsað mér að tala við hann, en ég er óróleg, vegna þess að hann hefur hringt á hverjum morgni. Nú verð ég að fara á skrifstofuna, annars kem ég of seint. Þegar ég kem út á götuna er komin ausandi rigning. Ég hika svolítið í dyr- unum og íhuga hvort ég eigi ekki að hlaupa upp aftur og ná í regnhlíf. Þá kem ég auga á Björn. Hann stendur á gang- stéttinni við hliðið. Hann er í dýra frakkanum sínum og hann er gegnvotur. Ég finn að ég roðna. — Hvað ertu að gera hér? — Ég er að bíða eftir þér. — Hefurðu staðið hérna lengi? — Heila eilífð, en það er reyndar aðeins síðan klukkan sex í morgun. Augu okkar mætast. Ég finn sárt til þess hve ég þrái að finna arma hans umvefja mig. Eg lít niður, ég er hrædd um að augu mín komi upp um mig. — Ég verð að flýta mér til 14. TBL. VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.