Vikan


Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 56

Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 56
t e d d y Fatnaður framleiddur undir þessu vörumerki, er löngu landsþekktur og fæst hjd kaupmönnum og kaupfélögum um land allt. NÝTÍZKULEGUR - VANDAÐUR - SMEKKLEGUR BIÐJIÐ UM FATNAÐ Framleiðandi: SOLIDO, Bolholti 4, 4. hæð. skrifstofunnar, ég dreg bjána- lega seiminn. — Ég fylgi þér. Við göngum hljóð út í rign- inguna. Við göngum fram hjá stæðinu, ég gleymdi að fara upp í strætisvagninn. Við kom- um niður á Nybrotorg og höld- um áfram eftir Strandvegin- um. Við göngum fram hjá skrifstofunni. Loksins rýfur Björn þögn- ina. — Ég er á förum héðan og mig langaði til að hitta þig áð- ur en ég færi. — Hvert ferðu? — Til Kaliforníu, ég hef fengið gott tilboð þaðan. Ég skrifaði undir samninginn í gær. Hlutverkið er ekkert at- hyglisvert, en það er betra en að sitja þarna heima og hugsa um þig. É'g verð geðveikur af því til lengdar. Mér finnst þetta ágætis tækifæri til að komast burt frá þessari eymd, -— að fara sem lengst burt. — Fer Ann-Charlotte með þér? — Nei, því skyldi hún gera það? spyr Björn undrandi. Ég segi ekkert og við höld- um áfram göngu okkar í regn- inu. Þegar við komum að Dýra- garðsbrúnni, nemur hann stað- ar. Hann hallar sér yfir hand- riðið á brúnni og horfir niður í vatnið. — Það er eitt sem mig lang- ar til að spyrja þig um áður en ég fer. Ég stend hljóð og bíð eftir spurningunni. —• Viltu giftast mér? — Nei. Hann snýr sér að mér og horfir á mig og það er djúp sorg í augum hans. — Nei, ég bjóst ekki heldur við því, en ég vildi samt spyrja að því. Ég skil vel að þú sért búin að fá nóg af mér og öll- um mínum trassaskap. Þú get- ur ekki gert þér í hugarlund hve sárlega ég þarfnast þín og raunveruleikans, til að fá ein- hvern botn í tilveruna. >— Ég átti ekki við að ég vildi ekki koma til þín aftur, en það verður að vera án brúð- kaups. Ég vil ekki að þú þurfir að hafna lífsskoðunum þínum mín vegna. Hann lyfti upp höndunum og lagði þær á axlir mínar. — Ég hef komizt að því að það er til frelsi, sem ég óska ekki eftir. Ég vil vera bundinn þér, órjúf- anlegum böndum, svo að þú getir ekki einfaldlega sett föt- in þín í tösku og gengið út. Mínir skilmálar eru hjónaband. Hann tekur mig í faðminn og þrýstir mér að sér. Og ég finn hvernig ég hrífst burt á ein- hverri dásamlegri hamingju- bylgju. Og regnið steypist niður, en við tökum alis ekki eftir því. ☆ GULLNI PARDUSINN Framháld af hls. 25. rauður í framan og enni hans var vott af svita undir hár- kollunni, en þegar hann tók til máls, var röddin róleg: -— Ég sagðist hafa fundið hann háls- brotinn og engum hefur dottið í hug að rengja orð mín. Það verða því yðar orð á móti mín- um og ég leyfi mér að halda þv: fram að meira mark verð- ur tekið ó því sem ég hef að segja fyrir enskum dómstólum. Kit kipraði varirnar fyrirlit- lega. — Ég er ekki að tala um dómstóla, herra minn, ég er að tala um Damaris. Haldið þér að hún taki meira mark á orð- um yðar en mínum? Gleymið þér ekki einu, ungi maður? Hún missti allt sitt traust á yður, þegar hún komst að því að þér höfðuð ekki sagt henni frá hinum rétta uppruna hennar. — Ó, nei! Hún varð særð og hrædd, en við erum búin að vera svo nátengd í fimmtán ár að það er engum vafa bundið að hún trúir orðum mínum. — Jafnvel þótt þér getið sannfært hana, þá er ég nán- asti ættingi hennar, ég get krafizt þess að hún fari að orðum mínum. Ég ræð yður frá því að reyna það! Rödd Kits var jafn hrokafull og rödd jarlsins. — Ef þér minnizt einu orði á þvingun, þá skal ekki ein- göngu Damaris, heldur hvert mannsbarn í Port Royal og á Englandi, fá að heyra hvernig John Tremayne lét lífið. Það getur verið að ég hafi ekki vitni, en ég skal koma af stað slíku hneykslismoldviðri í kringum yður, að jafnvel þér getið ekki þvegið það af, svo hjálpi mér guð. Chelsham kreppti hnefana svo hnúarnir hvítnuðu. Engirtn hafði áður leyft sér að tala til hans i þessum tón og reiðin sauð innra með honum. Hann beitti sér af alefli til að láta ekki bera á hugaræsingi sín- um, reyndi að vera rólegur og sagði: — En hvað verður um frænku mína, ef hún verður hér á Jamaica? Hún getur ekki búið hjá yður, nú þegar allir vita að hún er ekki systir yðar. — Ég á hægt með að finna ráð við því vandamáli, sagði Kit. — Ráð? Jarlinn lét sem hann þyrfti að átta sig. — Aha! Ekki sem systir, en sem eiginkona! Það hafði mér ekki dottið í hug. Við verðum að taka það til athugunar, Brandon skip- stjóri. Dyrnar opnuðust og þjónn kom með skilaboð frá land- stjóranum, hvort það væri mögulegt að fá nokkurra mín- útna viðtal við Brandon skip- stjóra. Kit kinkaði kolli. — Segið honum að ég komi eftir andar- tak. Hann beið þar til þjónn- irin var farinn. — Jæja, herra minn? Chelsham hafði lagt hend- urnar fram á borðið og athug- aði þær nákvæmlega. — Ham- ingja frænku minnar er fyrir öllu, sagði hann og skinhelgin skein út úr honum. — Fyrir fimmtán árum reyndi ég að hafa uppi á henni, til að hefna mín á föður hennar, en sú hefndarlöngun er fyrir löngu horfin. Nú, þegar ég hef fund- ið hana, er það mín einasta ósk að framtíð hennar verði sem bezt. Ég ætla að stuðla að hamingju hennar með því að taka hana með mér til Eng- lands. Þér álítið að hún verði hamingjusöm hérna hjá yður. Hann leit upp, en augu hans sýndu ekki reiðina, sem sauð í honum. — Ættum við ekki að láta hana sjálfa velja? Kit hugsaði sig um andartak, hræddur um að hann væri að falla í einhverja gildru. 56 VIKAN 14.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.