Vikan


Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 11
Páskahátíðin er gengin í garð og þess vegna ekki úr vegi að huga að trú sinni. Eru íslendingar trú- aðir með hjartanu, en heiðnir með höfðinu. TRIlADIR MED HJARTAMU í FUIafaRI AIsVÖRU Þegar séra Maltliías Jochumsson gerðist prestur á Akureyri skömmu fyrir aldamót, varð hann fyrir vonbrigðum vegna lélegrar kirkjusóknar og áhuga- leysis á trúarlegum efnum. Hann lýsir þessu þannig i sjálfsævisögu sinni: „Brá mér við að sjá kirkjuna hálftóma annað veifið hér, í svo fjölmennum bæjar- söfnuði, og að sjá fólk ríða framhjá kirkjunni i skemmtiferðir, og þó mest við að heyra skothvellina frá allarinu, til þeirra, sem voru að elta seli og fugla úti á Pollinum Líklega hefur niargur núlifandi prestur staðið i sporum séra Malthíasar: messað yfir auðum bekkj- um, á meðan söfnuðurinn elti uppi skemmtanir og frilystaði sig. Trúaráhug- inn hefur smátt og smátt farið þverrandi hér á landi með vaxandi velmegun og auknu öryggi. Hann hefur að öllum likindum orðið rýrastur fyrir nokkrum ár- um, þegar velferðarrikið trónaði hvað hæst, og spretthlaupið um veraldar- gæðin var þreytt af mestu kappi en minnstri forsjá. En ylri aðstæður og kjör eru ekki einhlit skýring, þegar trúleysi Islendinga er annars vegar. Svo að aftur sé vitnað í séra Matthías, þá kveðst hann hafa kvalizt af efa- semdum um það leyti, sem hann varð prestur á Akur- eyri. ,.Ég trúði ekki minni eigin trú,“ segir hann. Og einn vinur hans sagði, að hann væri „trúaður með hjartanu, en heiðinn með höfðinu.“ Hér var aðeins um tima- bundna erfiðleika að ræða bjá séra Matthíasi. En freistandi er að heimfæra lýsingu vinarins upp á Is- lendinga almennt. Sann- leikurinn er sá, að þeir eru innst inni trúaðri en þeir vilja vera láta. Þeir flíka hins vegar ógjarnan slikum tilfinningum og rækja lítið sem ekkert trú sína á ytra borði. Orsakir þess eru ef- laust margvislegar, en ein gæti verið gáfnadýrkun, sem hér hefur tiðkazt frá fornu fari. Hún hefur stuðl- að að því almenna áliti, að trú og einlægni beri vott um barnaskap og einfeldni og séu þar að auki óþol- andi væmin fyrirbæri. Þessi rikjandi skoðun bitnar ekki sízt á ungu fólki, sem elst upp við and- lausar og innantómar alls- nægtir. Það er hávaðasamt, eins og allir vita, og lætur mikið að sér kveða. Mót- mæli þess eru kröftug og gagnrýnin miskunnarlaus. En markmið þess er óljóst og erfitt að henda reiður á, hvað það vill í raun og veru. Það virðist skorta fyrst og fremst trú á sjálft sig og heiminn. Takmarkið, sem foreldr- ar þess settu sér og kepptu að með einurð og ósér hlífni, var aftur á móti öll- um ljóst. En illu heilli var það eingöngu miðað við veraldleg efni. Þegar því hefur nú verið náð, reynist það þvi ekki sú allsherjar- lausn, sem vonir stóðu til, heldur skapar ný og alvar- ieg vandamál. —o— Að undanförnu hefur kirkjan fitjað upp á ýms- um breytingum og nýjung- um, og öll starfsemi henn- ar hefur virzt lífvænlegri en áður. Skemmst er að minnast æskulýðsdagsins, þar sem m.a. voru kynnt sálmalög í þjóðlagastíl. Svo róttæk breyting mun ugg- laust sæta einhverri gagn- rýni. En sannarlega á hún rétt á sér, ef hún getur opn- að ungu fólki leið til kirkj- unnar og veitt því þá kjöl- festu, sem það þarfnast. Og ef hér skyldi vera á ferðinni upphaf nýrrar vakningar, þá er ekki að vita, nema íslendingar eigi eftir að verða trúaðir i þess orðs fyllstu merkingu —- ekki aðeins með lijartanu, heldur höfðinu líka. G.Gr. 14. TBL. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.