Vikan


Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 3

Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 3
19. tölublað - 13. maí 1971 - 33. árgangur Vikan Það er miklu stolið úr kjörbúðum I»jófnaðir í kjörbúðum hafa lengi verið erfitt vanda- mál. Þeir beinlínis hækka vöruverðið, því að auðvitað borga kúnnarnir skaðann en ekki kaup- maðurinn. Við segjum frá því, hvernig Svíar bregð- ast við kjörbúðaþjófunum í grein á blaðsíðu 8. EFNISYFIRLIT GREINAR Bls Viðskiptamenn og starfsfólk undir eftirliti 8 Frægðarsaga Ivans Rebroffs 14 Þeir tákna samvizk u heimsins 20 Hann söng í Fiðlaranum Ivan Rebroff er nú talinn einn fremsti bassa- söngvari heims, þótt hann sé enn lítt kunnur hér á iandi. Hann varð fyrst frægur fyrir fáum árum, þegar hann söng í Fiðlar- anum á þakinu. Sjá nánar um Ivan Rebroff í grein á blaðsíðu 14. Þeireru tákn samvizku heimsins Arkitekt, flugliðsforingi og vísindamaður: Þrír menn scm allir eiga það sam- eiginlegt, að þeir hafa fundið til ábyrgðar vegna giæpaverka samtíðarinnar. Einn þessara manna er Albert Speer, sem nýlega hefur skrifað endurminn- ingar sinar. Sjá blaðsíðu 20. KÆRI LESANDI! Það fer vel á með vori og hækk- andi súl að hleypa af stokkunum spánnýrri getraun. / Sumarget- raun Vikunnar eru óvenjulega glæsilegir vinningar: 100 Agfa- myndavélar. Samanlagt verðmæti vinninganna er um 200 þúsund krónur. Vikan hefur oft áður éfnt til getrauna, en sjaldan lxafa jafn- margir góðir vinningar verið í boði í einu. Mgndavélarnar eru allar af sömu gerð, Agfamatic, og eru mjög sterkar og einfaldar og þægilegar í meðförum. Þær eru þannig útbúnar, að hver sem er getur tekið góðar myndir á þær, bæði i litum og svarthvítu. Það þarf semsagt enga sérstaka kunn- áttu i Ijósmyndún til að táka nvyndir á Agfamatic-myndavél- arnar; engar vangaveltur í sam- bandi við tjós, liraða og fjarlægð, heldur aðeins að smella af. Börn komast hæglega upp á lag með að nota slíkar myndavélar og hafa mikla áinægju af að taka sjálf sínar eigin myndir. Siðast þegar VIKAN efndi lil getraunar varð þátttakan meiri en nokkru sinni áður. Það var í Jólagetrauninni okkar, en þá voru vinningarnir 500 leikföng. Það er von okkar, að þátttakan verði ekki síður góð nú. Sumar- getraunin verður í fimm næstu blöðum. SÖGUR Þar til dauðinn aðskilur, ný og spennandi framhaldssaga, fyrsti hluti 16 Góðverk í stað hefndar, smásaga 12 Gullni pardusinn, framhaldssaga, 17. hluti 32 ÝMISLEGT Sumargetraun Vikunnar, fyrsti hluti. Vinn- ingar eru 100 Agfa-myndavélar 24 Þegar handritin komu, myndasyrpa 26 Eldhús Vikunnar: Hænsnaréttir. Umsjón: Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari 22 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Mig dreymdi 6 1 fullri alvöru 7 Stjörnuspá 31 Myndasögur 35, 38, 42 Krossgáta 47 Síðan síðast 48 1 næstu viku 50 FORSÍÐAN Forsíðan er að þessu sinni til að minna á Sumar- getraunina, sem við hleypum af stokkunum í þessu blaði. Hver vill ekki eignast nýja mynda- vél til að festa á filmu ánægjustundir sumarsins? Vinningarnir eru einmitt 100 Agfa-myndavélar. vii\An Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteiknlng: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Slgriður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 28 blöð misserisiega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst. 19. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.