Vikan


Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 22
Hænsna- rétdr eldhús vikunnar Dröfn H. Farestveit Það eru ekki bara kjúkl- ingar sem eru ætir, heldur líka hænur, þó ekki of gamlar. Lærið að þekkja unga fugla frá gömlum svo þér kaupið ekki hænu fyrir kjúkling. Það er illt að hafa boðið fjölda fólks til kjúklingaveizlu, en komast svo að raun um að kjúklingurinn er 2*/2— 3 ára gömul hæna, seig eins og svampur. Ungir fuglar þekkjast á eftirfar- andi: 1. brjóstbeinið á að vera kúpt og neðsti hluti þess mjúkur og sveigjan- legur. 2. Húðin á lærum og leggjum á að vera ljós og slétt. Klær og nef eiga að vera hvöss. Eldri fugl- ar þekkjast á eftirfarandi: 1. Brjóstbein og liðir eru harðir. 2. Húðin á lærum og leggjum er gróf og dökk. Klær og nef eru sljó. Hænsnfugla er hægt að steikja ef þeir eru yngri en l/2 árs. Fuglar, sem eru V/2 til 2 '/2 árs er að- eins hægt að sjóða. Fuglar eldri en 2*/2 árs eru ekki til annars nýtir, en fá súpukraft úr kjötinu. GLÖÐARSTEIKTUR KJOKLINGUR 1 kjúklingur 1/2 sítróna V2 tsk. salt Til penslunar: 2 msk. olía IV2 tsk. salt Va tsk. hvítur pipar paprika Kjúklingurinn nuddaður að ut- an og innan með sltrónu og salti. Hann er síðan bundinn upp og þræddur á grillspjótið. Pensl- ið með olíu og stráið kryddinu á. Setjið í heitan ofninn. Glóð- arsteikið í 50—60 mínútur. Tím- inn fer þó eftir stærð fuglsins. PIMENTO- KJÚKLINGUR 2 kjúklingar salt, pipar 50 gr. smjör 2 tsk. karry 1 bolli kjötsoð eða sjóðandi vatn 1 græn og 1 rauð paprika 1 epli l'/2 dl. rjómi e.t.v. jafningur . brauð, grænt salat Kjúklingarnir skornir í bita og stráðir salti og pipar. Smjörið brætt í potti, karry sett útí og kjúklingabitarnir steiktir vel. Soðinu hellt yfir og látið sjóða í 15 mínútur. Því næst er gróf- saxaðri paprikunni, rifnu eplinu og rjómanum blandað saman við. Soðið við vægan hita þar til kjötið er orðið meyrt. Ef vill má jafna sósuna. Berið fram brauð og grænt salat með. KJÚKLINGAR RÍS0TT0 (FYRIR 6-8) 2 glóðarsteiktir kjúklingar 1 fíntsaxaður laukur 1 hvítlauksbátur 3—4 msk. olía 6 dl. hrísgrjón 1 fíntsaxað epli V2—I msk. karry 4 msk. tómatkraftur 12 dl. teningasoð salt, pipar 1 rauð og 1 græn paprika (skorin í hringi) 100 gr. sveppir Olian hituð í þykkbotna potti. Laukur og hvítlaukur settur útí. Látið sjóða í feitinni, án þess að brúnast. Epli og karry sett útí og látið steikjast með smá stund. Hrísgrjónin sett útí. Hrær- ið í. Tómatkrafti bætt í og soði. Látið hrísgrjónin krauma undir þéttu loki í 18 mínútur. . . A meðan er kjúklingunum skipt í bita og kjötið tekið frá bein- unum og skorið í fína strimla. Því næst eru sveppir og paprika látið krauma í olíu eða smjöri þar til blandan er meyr . . . Ten- ingasoð má setja á ef þörfgerist. Kjúklingakjötið sett útí og látið verða heitt. Rétt áður en réttur- inn er borinn fram er kjúklinga- grænmetisblöndunni blandað gætilega saman við hrísgrjónin. Hrærið ekki of mikið í, þá verð- ur þetta of grautarlegt. Skreytið með nýjum paprikustrimlum. Berið brauð fram með þessum rétti. Einnig má setja kjúklinga- grænmetisblönduna á mitt fatið og láta svo hrísgrjónin ! rönd utan um. Skreytið siðan með fíntsaxaðri papriku. OSTBAKAÐIR KJÚKLINGAR (FYRIR 6) 2—3 kjúklingar (glóðarsteiktir) 1 ds. aspas 50 gr. skinka 1 ds. eða 1 pk. aspassúpa 1 dl. rjómi ca. 1 dl. rifinn ostur Kjúklingunum skipt í fernt og settir í eldfast fat. Skinkan skor- in í strimla og stráð yfir. Soðið látið renna vel af aspasinum og setjið yfir. Hellið óþynntri aspassúpu yfir, blandaðri með stífþeyttum rjóma. Stráið rifn- um osti yfir og bakið við 250° í ca. 20 mínútur eða þar til allt er gegn heitt. HÆNA MEÐ GRÆNMETI (FYRIR 4) 1 hæna 200 gr. saltað flesk 75 gr. smjörlíki 1 lárviðarlauf 5 piparkorn ca. 1 tsk. salt vatn 4 gulrætur 4 meðalstórir laukar ■ 250 gr. rósakál (fæst fryst) 15 sveskjur Hænunni skipt í hæfilega bita og brúnuð í smjörlíkinu. Krydd- inu bætt í og það mikið af vatni að næstum hylji kjötið. Sjóðið þar til hænan er orðin meyr. í ca. 2'/2 klst. Látið grænmetið í, sem er skorið í bita og sjóðið með síðustu mínúturnar ásamt sveskjunum. HÆNSNARAGÚ (FYRIR 6) 1 hæna 75 gr. smjörlíki 1/2 ds. aspas 1/2 kg. kjötfars salt rækjur Sósa: 50—60 gr. hveiti 50—60 gr. smjörllki ca. 8 dl. kjötsoð Skiptið hænunni ( 8—10 bita og brúnið ! smjörKki. Sjóðið bitana meyra í eins litlu vatni og unnt er. Búið til stórar bollur úr kjöt- farsinu og sjóðið í soðinu. tþúið \til Ijósbrúna sósu úr hveiti, smjörlíki og soði. Notið líka aspassoðið. Bragðið til með salti. Setjið hænsnabitana, kjöt- bollurnar og aspasinn á fat með köntum og hellið sósunni yfir. Skreytið með rækjum og aspas- toppum. 22 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.