Vikan


Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 9

Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 9
Öryggisverðií í einu stærsta vöruhúsi Stokkhólms segja frá reynslu sinni. Konan í hringnum er öryggi&vörður í NK vöruhúsinu í Stokkhólmi. Það er starf hennar að hafa gætur á viðskiptamönnum og tilkynna yfirmanni gæzl- unnar ef hún sér fólk hnupla. Aðrir gæzlumenn hafa gát á starfsfólkinu, meðal annars með því að kaupa eitthvað án þess að biðja um kassakvittun. Gæzlumaður, sem er hættur því starfi segist oft hafa fylgst með fólki í mát- unarklefunum, þar sem það heldur sig vera eitt. Það voru margir gripnir yfir daginn........ ... í einum mátunarklefanum í dömudeild NK er ung stúlka að máta margar peysur, sem hún hefir tekið með sér inn í klefann. Hún setur sig í alls- konar stellingar fyrir framan spegilinn, beygir sig og sveig- ir. Hún heldur að hún sé ein, en það er hún ekki! í næsta klefa liggur ein gæzlukonan á gólfinu og fylgizt með öllum hennar hreyfingum, gegnum rifu á veggnum. — Þannig gekk það oft til í NK, þegar ég var gæzlumaður þar, segir ungur maður, sem nýlega er hættur störfum í vöruhúsinu. Við náðum í flesta at- vinnuþjófana í mátunarklefun- um. Þar létu þeir sig ekki muna um það að fara í einar bux- urnar utan yfir aðrar. Og þar fór kvenfólkið oft í hverja peysuna utan yfir aðra. Úra- þjófarnir komu úrunum úr vös- unum 1 skóna. — Þessvegna höfðum við mest gát á þessum klefum. Þegar einhver grunsamlegur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.