Vikan


Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 48

Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 48
síðan síðast Hanoi undirbýr innrás Það er ekki svo langt síðan að „forseti“ Suður-Vietnam lýsti þvi yfir að vel gæti kom- ið til mála að hermenn hans yrðu sendir inn í norðurhluta landsins. Hérna megin á hnett- inum þykir okkur það heldur ólíklegt, en í Hanoi tóku ráða- menn þessari hótun Thieus bókstaflega og fóru þegar að gera ráðstafanir enda líklegt að þeir þekki betur efndir loforða andstæðings síns en við skrælingjarnir. Börn voru þeg- ar send út af örkinni til að grafa gryfjur til varnar loft- árásum og er líklegt að það hafi verið eins konar síldar- hrota þar í landi, það er að segja að allir barnaskólar hafi gefið frí til að grafa skotgraf- ir. Sinn er siðurinn í landi hverju . . . Enn virðist lítill kosningahiti kominn í mannskapinn, enda slag- urinn rétt að byrja. Okkur bárust heldur færri botnar en áður við fyrripartinum um kosningarnar. Hins vegar er mjög góð þátttaka í botnunum tveimur, sem sendir voru út í páskablaðinu. Annar fjallaði um geirfuglinn marg- nefnda, en hinn var um sjó- mennsku og hjónaband. En snúum okkur þá að kosn- ingafyrripartinum. Hann hljóðaði svo: Hvað skal gera og hvernig fer, hverja kýstu á næsta vori? Við ákváðum að veita Einari B. Guðmundssyni, Suðurgötu 8, Seyðisfirði viðurkenningu fyrir þennan botn: Sveimér ef ég segi þér, sumir nasa úr hverju spori. Eins og venjulega birtum við nokkur sýnishorn af framleiðsl- unni, þótt þau verði færri í þetta sinn vegna lélegrar þátttöku: málshátturinn • Ijeiður kj'aftur heldur sér aldrei aftur. w_____________________/ En ef til þess kæmi að Suð- ur-Víetnamar réðust inn í Norður-Víetnam, má telja nær öruggt að Kínverjar blönduðu sér í málið og við það hugg- um við okkur: Kaninn vill áreiðanlega ekki að til þess komi — sérlega ekki eftir vel- heppnaða pingpong leiki í Kína nýverið. Að velja og hafna vandinn er, vel því gættu í hverju spori. Jón Sigfinnsson, Norðurgötu 7, Seyðisfirði. Þótt illa stjórnað oft sé hér, um að skifta varla þori. Stjórnin gömul orðin er, um að skifta víst ég þori. Gunnar frá Hofi. Hækka launin, lækka smér, í loforðunum allir mori. B.Þ.S. Fæstir sjá hvað fyrir ber eða felst í næsta spori. Fæstir sjá hvað fyrir ber og felast kann í næsta spori. Sig. Magnússon, Hverfisgötu 14, Hf. I athugun það er hjá mér og óvíst hvort ég kjósa þori. Til allra flokka ást ég ber, en úrslitanna spá ei þori. Magnús Hjartarson, Skaftahlíð 29, Rvík. Stærsta sprúttbúð í heimi Væntanlega myndi einhver þiggja að fá að róta örlítið í hillum þessarar búðar, sem er á eynni St. Thomas (áður und- ir dönskum yfirráðum sem fleiri eylönd) rétt hjá Puerto Rico. Þessi búð heitir A. H. Riise Liquor Store og er, eins og nafnið bendir til, brenni- vínssjoppa. Eigandi búðarinnar Víst úr mörgu að velja er, svo varla spá ég nokkru þori. Olafur Gunnarsson, Skólavörðustíg 33, Rvík. Hrynur stjórn, sem hauslaus er, held ég engan kjósa þori. Geirmundur Valtýsson, Geirmundarstöðum, Skagafirði. Ég engan kýs, því enginn ber af öðrum svo ég nefna þori. Þingmannsefnin: þröngsýnn her þau ég varla kjósa þori. Einar Ólafsson, Fellum, N-Múl. Held ég bezt að „hanna" sér Hermóðs líka, gædda þori. Ingimundur , á Svanshóli. Bitlingar ef bjóðast mér, bregzt ég við og svara þér. Einar B. Guðmundsson, Suðurgötu 8, Seyðisfirði. er Michael nokkur Paiewonsky, sem er hér fremst á myndinni ásamt norskri konu sinni Anne- mor. Mikki segir sig umfangs- mesta vínsmásala í heimi og nefnir máli sínu til sönnunar að árlega selji hann 1,2 millj- ónir flaska af sterku víni og álíka mikinn líkjör og öll New York-borg. Þá eru verðin í þessari súpersjússasjoppu um 40% lægri en í Bandaríkjun- um. Kúnnarnir geta valið á milli um 1000 ólikra tegunda og er viskí hvað vinsælast, sérlega þó White Label. Þó ku það færast í vöxt að menn kaupi líkjöra og fleira í þeim dúr en ekki fara sögur af neinum ofsasölum á íslenzku brenni- víni — hvað þá ákavíti! Dýrasta vínið þarna er franskt konijakk, Clos Rainaud Vintage árgerð 1906, enda ekki til nema örfáar flöskur og kostar hver um 11.000 krónur islenzkar. Nýjung fyrirtækis- ins eru litlir plastpokar, sem taka um 4 centilítra og er mönnum ráðlagt að rífa horn- ið af pokunum þegar þeim verður kalt — til dæmis í is- knattleikskeppni. En hvenær verður svo kalt í Vestur-Indí- um? ☆ hvar er hampur mest ræktaður í heim- inum? hver var keisari ( Frakklandi á árun- um 1852-1870? hvenær var Búastríðið háð? geturðu botnað? 48 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.