Vikan


Vikan - 13.05.1971, Side 21

Vikan - 13.05.1971, Side 21
Q Albert Speer me5 þýzku útgáfuna af „Minningum'' sínum, sem hann skrifaði eftir 20 ára dvöl í Spandau- fangelsinu. o Kjarnorkuvísindamaðurinn Robert Oppenheimer fór að finna til ábyrgðar — og þá var ekki haegt að hafa gagn af honum lengur. o Claude Eatherly stjórnaði einni flugvélinni, þegar sprengjan féll yfir Hirosima. Þegar samvizkan byrjaði að kvelja hann, var hann meðhöndlaður sem sjúklingur. Á ÁK/ERENDABEKKNUM í Núrn- berg sátu leiðtogar Þriðja ríkisins og hlýddu á sakir þær, sem þeir voru taldir bera ábyrgð á: Morð á sex milljónum Gyðinga; misþyrmingar og aftökur blásak- lauss fólks um allan heim; ofbeldi, morð og limlestingar í einangrun- arbúðum — endalaust registur yf- ir svívirðilegustu syndir, sem hægt er að hugsa sér. — Eftir þúsund ár munu þessi afbrot enn hrjá samvizku þjóðar okkar, stundi fyrrverandi yfirhers- höfðingi í Póllandi, Hans Frank, þegar sönnunargögn í formi kvik- mynda, vitna og skjala, höfðu verið birt. . Hinir sakfelldu brugðust við á misjafnlegan hátt. Sumir frömdu sjálfsmorð. Sumir reyndu að gera lítið úr eigin hlutdeild í þessum hroðalegu verkum. Og enn aðrir reyndu að skilja, hvernig það gat átt sér stað, að þeir urðu eitt hjól í svo óhugnanlegri morðvél. f hópi hinna síðastnefndu var arkitekt Hitlers og síðan hermála- ráðherra, Albert Speer, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Þessum tveimur áratugum eyddi hann í fangelsi í Spandau, en þar dvöldust æðstu nazistaforingjarnir undir sameiginlegu eftirliti stór- veldanna. HANN VAR UPP MEÐ SÉR Hann notaði árin löngu og mörgu á bak við múrana til hugleiðingar og skrifaði meðal annars bókina „Minningar“, sem hefur orðið mik- il metsölubók i öllum löndum að undanförnu. f bókinni segir Speer frá tólf ára samvinnu sinni við Hitler. Hann segir frá því, hvernig hann komst í innsta hring hjá for- ingjanum vegna hæfileika sinna sem arkitekt; hvernig hann fékk fyrstu stórverkefni sín 28 ára gam- all, og hvernig hann kornungur að árum varð trúnaðarvinur foringj- ans. Hann var ekki svo lítið upp með sér yfir því, að einræðisherrann skyldi gera hann að eftirlætisráð- gjafa sínum; hefja hann upp yfir pólitíska þrasið og samkeppnina, sem hinir við hirðina máttu heyja. Og hann fékk nægileg verkefni í sinni listgrein. Hann fékk tækifæri, sem hann hafði ekki einu sinni þor- að að láta sig dreyma um. Hann fékk verkefni, sem juku honum sjálfstraust og kitluðu hégómagirnd hans: byggingar, minnismerki og íþróttahallir og loks heilar borgir, sem áttu að vera svo stórkostlegar, að annað eins hafði ekki sézt í ver- öldinni. Kórónan á verkinu átti að vera ný Berlínarborg, hjartað í hinu nýgermanska heimsveldi, þar sem stórfengleg sigurhátíð skyldi fara fram árið 1950. Þessa borg, gullrammann utan um sigur naz- ismans og endanlega staðfestingu hans, átti Albert Speer að byggja. Klukkutímum saman gældu þeir við þessa draumaborg, foringinn og arkitektinn, á bak við luktar dyr, eins og tveir litlir strákar, sem leika sér að módelunum sínum. Hitler hafði geysilegan áhuga á húsagerðarlist. Þegar einræðisherr- ann kom til Parísar í fyrsta og eina skiptið, eina gráa og nöturlega morgunstund árið 1940, tók hann Speer með sér, og þeir skoðuðu saman þekktar byggingar. Niður- staða heimsóknarinnar var sú, að saman iskyldu þeir síðar byggja borgir, sem skyggðu fullkomlega á Parísarborg. En draumarnir rættust ekki. Sigrarnir breyttust í hrakfarir. Smátt og smátt varð Speer ljóst, að Hitler var hættulegur maður. Hann hafði enga stjórn á sér eins og heilbrigður maður. Þar að auki var hann fullkomlega tillitslaus og alger fúskari á öllum sviðum, jafnt í húsagerðarlist sem herstjórn. FRÁ AÐDÁUN TIL ANDSTYGGÐAR Speer var óvenju tíður gestur á heimili foringjans, og eftir nána kynningu og endalaus samtöl við hann, uppgötvaði Speer, að Hitler var ekkert annað en ofurlítill smá- borgari, sem án þess að hika hið minnsta fórnaði milljónum manns- lífa af eintómri valdasýki. Samt hélt hann áfram að vera heimilis- vinur Hitlers, og síðar, þegar stríð- ið gerði nauðsynlegt að auka víg- búnað og byggingarframkvæmdir í sambandi við hann, varð Speer trúr og tryggur hermálaráðherra, sem endurskipulagði allan iðnað Þýzka- lands og náði undraverðum árangri á því sviði. En í lok stríðsins hafði aðdáun hans á Hitler breytzt í algjöra and- styggð á honum,. Það gekk svo langt, að hann hunzaði skipanir frá foringjanum þess efnis að eyði- leggja verksmiðjur og mannvirki. Ejn hann sagði aldrei skilið við hann, sleit sig aldrei lausan frá honum. Fyrir það dæmir Speer sjálfan sig í minningabók sinni af miklu meira rriiskunnarleysi en nokkur Framhald á bls. 36.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.