Vikan


Vikan - 13.05.1971, Side 39

Vikan - 13.05.1971, Side 39
.. GIMLI ViÓ bjóðum y$ur glæsileg og vðnduÓ efni. Efni, sem aóeins fást hjá okkur. Efni, sem vió höfum vdliÓ sérstaklega erlendis ogfluttinn sjdlf-yÓar vegna. GangiÓ viÓ í Gimli. 00 VerzluninGimli,Laugavegil. sími14744 i Houston, byrjaði samtímis að lesa lög á kvöldin og í tóm- stundum og var fyrr en varði orðinn sölustjóri hjá fyrirtæk- inu. Það varð ekki annað séð en hann lifði eðlilegu og ham- ingjusömu fjölskyldulífi með konu sinni og barni. En smátt og smátt, þegar tímar liðu, kalda stríðið fór stöðugt vaxandi og hættan á kjarnorkustyrjöld varð að veru leika, þá fór Eatherly að verða órólegur. Hann tók að þjást af svefnleysi og fékk martröð. Hann sendi peninga til Hiro- sima og hóf bréfaviðskipti við Japani, þar sem hann í senn ásakaði og afsakaði sjálfan sig fyrir það, sem hann hafði tek- ið þátt í. Þegar Truman for- seti lýisti yfir árið. 1950, að Bandaríkin mundu halda á- fram smíði á kjarnorkusprengj- um, fékk Eatherly taugaáfall. Hann reyndi að svipta sig lífi með því að taka inn svefn- pillur, en var bjargað og lagð- ur inn á hersjúkrahús. Til þess að koma lagi á taug- arnar, tók hann að stunda lík- amlega vinnu, en það gagnaði ekki. Hann varð stöðugt þung- lyndari. Og þegar Eisenhower — hetjan úr síðari heimstyrj- öldinni — var kjörinn forseti árið 1952, tók hann ákvörðun sína. Hann ætlaði að fletta of- an af stríðsbrjálæðinu og þá sérstaklega hinum svokölluðu „stríðshetjum" og ætlaði að segja sögu sína sem dæmi öðr- um til viðvörunar. Árið 1953 var hann fangelsaður fyrir minniháttar þjófnaði (pening- ana, sem hann stal, sendi hann til Hirosima) en var sýknaður og látinn laus nokkrum mán- uðum síðar. Stuttu eftir að hann var látinn laus, var hann aftur lagður inn á taugasjúkra- hús vegna sjálfsmorðstilraunar. Læknarnir álitu, að sam- vizkukvalir hans væru sjúkleg- ar og meðhöndluðu hann sem sjúkling. í fimm ár var hann ýmist í réttarsölum fyrirminni- háttar afbrot eða á taugahæl- um og með þessu tókst hon- um að vekja almenna athygli á sér. En viðbrögðin voru allt önnur en hann hafði búizt við. Menn vorkenndu honum í stað þess að hlusta á það sem hann sagði og taka afstöðu til þess. Það var ekki fyrr en þýzki heimspekingurinn Gúnther Anders las um hann og skrifaði honum bréf á taugahælið, að eitthvað gerðist í málinu. Heim spekingurinn fékk áhuga á flugmainninum, sem með lífi sínu reyndi að túlka þann ótta, sem æ fleiri þjáðust af. „Tækni- væðing tilverunnar hefur gjör- breytt öllu siðferði í heimin- um. Eins og litlar skrúfur í stórri stríðsmaskínu getum við grunlaus og alsaklaus verið lát- in taka þátt í verknaði, sem við getum alls ekki séð, hvaða afleiðingar kann að hafa. Við erum láitin framkvæma það, sem við mundum aldrei nokk- urn tíma gera, ef við vissum hvað væri í rauninni um að vera“, skrifaði hann Eatherly. Þeir héldu áfram að skrifast á og rökræða málið og síðar gaf heimspekingurinn út úrval úr þessum bréfum í bók, sem 19. TBL VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.