Vikan


Vikan - 13.05.1971, Qupperneq 41

Vikan - 13.05.1971, Qupperneq 41
ar heim kom og hún fór að at- huga efnahag sinn, varð henni. ljóst, að hún varð að draga til muna úr útgjöldunum, ef hún átti að geta tryggt sér og drengnum fjárhagslegt öryggi í framtíðinni. Þegar hún hafði rætt málið við Lögfræðing frænku sinnar heitinnar, ákvað hún að selja húsið. Það hafði að sjálfsögðu vakið óskipta athygli bæjarbúa, þegar hún kom heim aftur frá Kanada með son syst- ur sinnar og fyrrverandi unn- usta síns. Það varð að minnsta kosti til þess að rifja upp hneykslið, og til þess að það bitnaði ekki á Óla litla fluttist hún með hann til höfuðborgar- innar, þ^r sém hún tók íbúð á leigu. Þegar er vika var liðin, var hún farin að venjast þessari lifsvenjubreytingu. Enn varð hún þó að ætla sér af, svo að annríkið yrði henni ekki um megn, en stolt hennar og ánægja gerði meir en vega upp á móti þreytunni og svefnleys- inu, þegar henni tókst að ljúka því dagsverki, sem hún hafði sett sér fyrir. En enda þótt allt gengi vonum framar, varð henni oft ósjálfrátt að óska, að hún hefði einhverja manneskju, sem hún gæti leitað ráða hjá, þegar einhverja óvænta örðug- leika bar að höndum. Það bjuggu fimm aðrar fjölskyldur við þennan sama stigagang, en svo var að sjá sem þær ynnu allar að heiman, að minnsta kosti heyrðist hvorki frá þeim hósti né stuna allan daginn. Öðru hverju heyrði hún þó að einhver kom eða fór um dyrnar að ibúðinni, sem lá næst henn- ar, en ekki hafði hún þó séð neinn þaðan enn sem komið var. Svo gerðist það einn morgun- inn, að Óli litli skokkaði fram á ganginn, á meðan hún var að tína upp kartöfluhýði. sem hún hafði misst á gólfið. Þegar hún veitti honum eftirför, lá hann á hniánum við bréfraufina á hurðinni að nágrannaíbúðinni og hélt á banana í höndum sér heldur en ekki hróðugur. Hún bar hann inn til sín, en sá svo eftir því að hún skyldi ekki hafa hringt dyrabjöllunni og þakkað þessum vingjarnlega granna eða grönnum sínum fyr- ir drenginn, hugsaði þó sem svo, að eflaust ætti hún eftir að kynnast þeim eitthvað og þá gæti hún bætt fyrir þessa gleymsku sína. Það fékk hún óvænt strax daginn eftir, þegar hún var áð koma utan úr búð og bar Óla litla í fangi sér upp stigann. Hún heyrði dyrunum að ná- grannaíbúðinni skellt í lás, og maður nokkur kom niður stig- ann. Hún hugðist heilsa honum með brosi, en bar um leið kennsl á hann... Það var Jan. — Annetta, hrópaði hann upp yfir sig, og svipurinn lýsti í senn undrun og sterkri geðs- hræringu. — Ertu.... á leið- inni upp til min? Hún starði á hann, en skildi von bráðar, hvað hann átti við. — Ég... ég bý líka á þriðju hæð, stamaði hún loks. — Já, auðvitað. Það hefði ég átt að geta sagt mér sjálfur. — En þú? Nafnið þitt stend- ur ekki á hurðinni? — Nei, það er kunningi minn’ verkfræðingur, sem á ibúðina, en fyrirtækið, sem hann vinnur hjá, hefur sent hann til Suður- Ameríku, þar sem hann dvelst svo í tvö til þrjú ár. Ég fékk því íbúðiha að láni þann tíma ... — Já, einmitt, sagði hún til þess að segja eitthvað. Óli litli hafði skriðið upp stigaþrepin. Jan tók hann í fang sér. — Við þekkjumst þegar, mælti hann og brosti. — Fóst- ursonur þinn, er ekki svo? Ég hitti gamla kunningja um dag- inn, sem sögðu mér af Kanada- för þinni. Þér ferst vel, er þú tekur systurson þinn að þér eft- ir það, sem á undan var geng- ið... Rúið þið ein saman? Hún kinkaði kolli lítið eitt, um leið og hún lyfti innkaupa- töskunni eins og til merkis um, að samtalinu væri lokið. Hann setti Óla gætilega niður á stiga- pallinn. — Það var gaman að sjá þig loks aftur, Ánnetta, mælti hann rólega. Hún hraðaði sér með Óla inn í íbúðina. Þegar inn kom, hneig hún sem örmagna niður í stól. Það var þó sannarlega kald- hæðni örlaganna, að hún skyldi einmitt búa við hlið manni, sem hún vildi sízt af öllu hitta. Og enda þótt þessir óvæntu endur- fundir hefðu gert henni ræki- lega bilt við, brá henni þó enn meir við það að komast að raun um, að tilfinningar hans gagn- vart henni voru enn hinar sömu. Geðshræring hans og augnatillit höfðu fullvissað hana um það betur en nokkur orð hefðu getað gert. Hann hafði fyllstu ástæðu til að sýna henni fyrirlitningu og kulda, eins og hún hafði komið fram við hann, en hann unni henni LÆKNIR RÆÐIR AF HREINSKILNI UM semá erindi til allra hjóna

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.