Vikan


Vikan - 13.05.1971, Side 44

Vikan - 13.05.1971, Side 44
MIÐA PREIMTUIM HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 göngumiða að frumsýningu í leikhúsinu í kvöld, sagði hann og lét sem ekkert væri. — Mamma er fús til að gæta Óla litla. Þú vildir kannski snæða með mér kvöldverð, áður en sýningin hefst? Ég er á leiðinni til skrifstofunnar, en ég kem heim aftur um fimmleytið. Hún hikaði andartak. Það væri dásamlegt að fara í bezta kjólinn sinn og koma á manna- mót eina kvöldstund. En ef hún færi út með Jan, mundi það verða upphaf að atburðarás sem hún réði ekki við. Þótt hún hefði fyrir löngu leitt hann í öndvegi hjarta síns, varð end- urminningin um hennar eigin svik við hann til þess, að hún neitaði að viðurkenna það fyr- ir sjálfri sér. — Nei, þakka þér fyrir, sagði hún og skellti á hann hurðinni. Hún kepptist við vinnuna, til þess að hún fengi ekki ráðrúm til að iðrast. Þegar á leið dag- inn, setti hún pott með þvotti í yfir gaslogann, en ætlaði svo að koma upp vindutjaldinu, sem fallið hafði úr hengslum sínum, og nota til þess tímann, meðan vatnið væri að hitna á pott- inum. Með naglaþjöl í annarri hendi, þar eð hún átti ekki neitt skrúfjárn, steig hún upp á stól og hugðist síðan klífa upp í gluggakistuna, en missti þá jafnvægið og féll yfir sig niður á eldhúsgólfið, slóst á leiðinm utan í stálklædda brúnina á eldhússborðinu og sortnaði fyr- ir augum. Þegar hún vaknaði aftur til meðvitundar, lá hún ankanna- lega skökk og snúin á eldhúss- % tannduftið sem gerir gular tennur Kristján Jóhannesson heildverzlun Laugarnesvegi 114 sími 32399 gólfinu, en mátti sig hvergi hreyfa fyrir óbærilegum sárs- auka í mjöðmum og öxlum. Óli litli stóð í eldhússdyrunum. Hún reyndi að brosa til hans, en tókst það ekki nema í með- allagi. Hann seildist eftir púð- urdósinni hennar, hún hlaut að hafa stjakað við litlu handtösk- unni sinni í fallinu, því að ým- islegt smádót úr henni lá út um allt eldhússgólf. Og Annetta reýndi að rísa á fætur, en það varð einungis til þess, að hún missti meðvitund aftur. Óli sat á gólfinu og lék sér að seðlaveskinu hennar, þegar hún rankaði við. Hún lá kyrr og reyndi að átta sig. Þá veitti hún athygli einhverjum annar- legum nið, vatnið var farið að hversjóða í pottinum. Og allt í einu varð henni ljós sú hætta, sem yfir vofði. Innan skamms mundi sjóða upp úr pottinum og vatnið slökkva gaslogann, en þá hlaut gasið að streyma út óhindrað. Fólkið í íbúðinni á hæðinni fyrir neðan var ekki komið heim enn þá. Og Óli litli skildi að sjálfsögðu ekki neitt. Hvað sem það kostaði, varð hún að rísa á fætur og skrúfa fyrir gasið, en um leið og hún reyndi, féll hún enn í öngvit. Andartaki síðar heyrði hún það gegnum dvalann, að suðu- niðurinn í pottinum jókst. Hún varð að kalla á hjálp, áður en það yrði um seinan. — Og þá mundi hún skyndilega eftir Jan Hann hlaut að vera á leiðinni heim, — en hvernig átti hún að ná sambandi við hann? Óli... hún fór að gráta af geðshrær- ingu, þegar henni kom ráðið í hug. Hann var svo ungur, að ekki þýddi að reyna að gera honum það skiljanlegt með bendingum, að hann skyldi stinga dótinu úr handtöskunni hennar út um bréfraufina á hurðinni. Hún leit á hann í bæn og örvæntingu. — Gefa pabba ... sagði hún allt í einu og vissi ekki, hvern- ig henni datt það í hug. — Gefa pabba, endurtók hún og benti á smádótið á gólfinu. Og Óli skildi... Hann brosti hreykinn, þegar hann hljóp fram að hurðinni með seðla- veskið hennar, og svo heyrðist smellur í speldinu. Og svo bar hann fram varalitinn hennar, púðurdósina, vasaalmanakið og sígarettuveskið. Loks stakk hann lyklakippunni út um bréf- raufina, lagðist síðan á hnén og beið þess, að Jan kæmi og byrj- aði leikinn. Um leið sauð upp úr pottinum, loginn slokknaði og Annetta fann gasþefinn leggja að vitum sér. Hún ósk- aði þess og bað, að Óli litli kæmi ekki inn í eldhúsið, og þegar það ekki varð, hugsaði hún méð sér, að hún mætti vera Jan innilega þakklát fyrir, að. hann skyldi hafa tekið slíku ástfóstri við drenginn þrátt fyr- ir framkomu þennar. Óli sat og beið við bréfrauf- ina. Gasmóðan var orðin svo mikil, að Annetta fann til höf- uðþyngsla. Hún heyrði útidyra- hurðinni hrundið upp og síðan skellt að stöfum. Aridartaki síð- ar skríkti Óli ánægjulega. Hún reyndi að kalla á Jan, en rödd- in kafnaði í kverkum hennar. Hún hejrrði, að hann ræddi eitt- hvað við drenginn gegnum bréfraufina og að þeim kom vel ásamt. Svo varð skyndilega þögn. — Annetta! hrópaði Jan, — Opnaðu, Annetta... Og loks tókst henni að kalla: — Lyklarnir liggja á dyra- þurrkunrii... Henni sortnaði enn fyrir aug- um. í gegnum húmdökka móðu sá hún Jan birtast í dyrunum. Svo heyrði hún hratt fótatak hans og að hann opnaði í skyndi alla glugga og dyr. Hún fann hressandi gust á andliti sér . . . • — Hamingjan góða, sagði Jan titrandi röddu. — Hvað hefur komið fyrir? , — Ég datt niður af stól og hef víst meitt mig talsvert, svaraði hún grátandi. — Ó, Jan, ég var orðin svo hrædd um, að þú kæmir ekki fyrr en allt yrði um seinan. —- Það býr læknir á næstu hæð hérna fyrir ofan, sagði Jan. -— Við urðum samferða inn úr dyrunum. Við skulum skreppa og sækja hann, Óli minn. Hann tók drenginn á arm sér og hljóp við fót fram ganginn. Læknirinn kom andartaki síðar. Eftir nokkra athugun kvað hann meiðslin ekki hættuleg, — tognun í mjöðm og hand- leggurinn úr lið um öxl, — en að sjálfsögðu yrði hún að kom- ast sem fyrst í sjúkrahús. Og hann bauðst til að hringja á sjúkrabíl. Jan setti Óla litla gætilega á gólfið og kraup við hlið Ann- ettu. — Hvernig fer nú með Óla, á meðan ég ligg í sjúkrahúsinu? spurði hún hikandi. — Hafðu engar áhyggjur af því, ástin mín, svaraði hann blíðlega og kyssti hana á kinn- ina. — Fyrst fylgjum við þér til sjúkrahússins, og svo fer ég með hann heim til mömmu, — en þó því aðeins, að þú lofir 44 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.