Vikan


Vikan - 19.04.1972, Side 20

Vikan - 19.04.1972, Side 20
að var mannmargt á göt- unni og eftir stundar- arkorn, tók hún undir arm minn. — Svona nú, þetta er fkárra, nú getum við talað sam- an. Og hún brosti til mín, eins og við værum gamlir vinir. Ég var svo ruglaður og vandræða- legur, vegna nærveru hennar, að ég kom ekki upp nokkru orði. — Þér hafið gizkað á að ég beið eftir yður í ákveðnum til- gangi á vagnstöðinni og elti yð- ui svo, sagði hún blíðlega. — Mér skilst að það sé vegna lvkilsins, sagði ég þunglega. -— Já, það er vegna lykilsins. Ég var reiður sjálfum mér og mér fannst ég hafa hegðað mér bjánalega. Ég mátti vita að stúlkur af hennar tagi væri ckki að eltast við menn eins og mig. — Hvað er svona merkilegt við þennan lykil? sagði ég í r.öldurtón. — Það lítur út fyrir að öll tiltæk ráð séu notuð, til að ná í hann. Hún nam staðar og horfði á mig, sorgmæddum augum. — Finnst yður í raun og veru að ég hafi hagað mér kjánalega? Það eina sem ég veit er að það er ákaflega mikilvægt að ná í þennan lykil, svo ég tók að mér að hafa upp á yður. Er það svo furðulegt? Atti ég að segja henni frá rkuggaJega manninum, sem líka var á höttunum eftir lyklinum? Og röddinni i símanum, sem hafði í hótunum. Nei, hugsaði ég, hversvegna ætti ég að gera hana hrædda? Svo ég sagði: — Hvernig komust þér að því hvað ég heiti? — Mjög einfalt, minn kæri iVatson, svaraði hún hlæjandi. — Ég spurði lyftuvörðinn. Við gengum þegjandi um stund. ’ — Þér eruð ekkert sérlega skrafhreyfinn, sagði stúlkan. — Ne-ei, sagði ég. — Þú ert hrifinn af mér, er það ekki, Johnny? spurði hún og það var rétt svo að ég tók eftir því að hún var farin að þúa mig, svo djúpt var ég sokkinn í hugsanir minar. — Þú ert hrif- inn af mér, en þér finnst það hæði barnalegt og heimskulegt. Þér er Ijóst að við erum ekki af sama sauðahúsi . . . — Ég veit ekkert um þinn heim, sagði ég. — Þú veizt að við erum mjög ólík. Ég veit að þú ert að velta þvi fyrir þér hvort þú sért að verða ástfanginn af mér . .. — Ég hefi ekki ráð á að verða ástfanginn, hvorki i þér eða nokkurri annarri stúlku! — Það er nú það ódýrasta sem til er — og þú segist ekki hafa ráð á því? — Við skulum halda okkur við efnið, sagði ég snöggt. — Það er lykillinn sem við eigum að tala um! Hvað er svona rnerkilegt við þennan lykil? — Það get ég ekki sagt að svo stöddu svaraði hún. — Ég hefi aðeins fengið það hlutverk að bjóða þér til hádegisverðar. Þar færðu eflaust að heyra allt hjá rnanninum mínum. Ef við ná- um í leigubíl, þá verðum við komin þangað eftir nokkrar minútur. Það tók mig nokkrar sekúnd- ur að melta upplýsingarnar um að hún væri gift og það hefir líklega sézt á mér, því að hún fór að hlæja og sagði: — Ertu undrandi yfir því að ég skuli vera gift? Ég veit ekki hvort á að taka það sem gullhamra eða ekki. — Að sjálfsögðu sem gull- hamra. sagði ég hraðmæltur og ég fann að ég hitnaði á eyrun- um. — Ég býzt við að bú sért lika kvæntur, sagði hún svo. — Áttu börn? — Litla fjögra ára stúlku. Ég stöðvaði leigubíl og við stigum upp í hann. Hún sagði: — Maðurinn minn er diplo- mat, Hann er aðalræðismaður fyrir land okkar hér i New York og verður kannski eitt- hvað meira síðar. Hún lét bílinn stanza fyrir utan glæsilegt einbýlishús milli Madison breiðgötu og Fimmtu breiðgötu. Útidyrnar voru skrautlegar og látúnsslegnar og til hægri sá ég nafnskilti aðal- ræðismannsins. Hann var frá einhverju lýðveldi í Suður-Am- eríku, svo það skýrði erlenda lireiminn. Einkennisklæddur þjónn opn- aði dyknar og ég gekk á eftir Lenny inn í stóran og skraut- búinn sal. — Jaeja, þá erum við komin, sagði hún. Maðurinn, sem hún talaði til, reis á fætur og kom á móti okkur. — Velkominn, herra Camb- er, sagði hann. — Það gleður mig að þér gátuð komið. Hann var hávaxinn, mjög dökkur, með skarpa andlits- drætti, þunnar varir og svört augu. Hann brosti elskulega, en brosið náði ekki til augnanna. Hann virti mig fyrir sér með kuldalegu augnaráði. Mér fannst hann mjög hörkulegur og hann hlaut að vera að minnst.a kosti tuttugu árum eldri en Lenny. Hann skaut til Bros hans var elskulegt, en þaö náöi ekki til augnanna. Hann virti mig fyrir sér með köldu augnaráði. Þetta, sem hafði byrjað sem ævintýri með fallegri stúlku, var nú orðið allt annað. £g fann hvernig óttinn var að ná tökum á mér... ný framhaldssaga 20 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.